Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 15
47 unnar. — Alþingi samþykkti lög um breytingu á lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna, lagabreytingin fól m.a. í sér bráðabirgðaákvæði, sem veitti BHM heimild til uppsagnar gild- andi kjarasamningum frá og með 1. nóvember 1977. — Alþingi sam- þykkti lög um kjarasamninga starfsmanna banka í 'eigu ríkisins, en þar er kveðið á um samnings- rétt bankanna og samningsgerð með takmarkaðri verkfalls- heimild á sama hátt og kjara- samningar BSRB kváðu á um. Júní: Hinn 22. júni voru undir- ritaðir nýir kjarasamningar ASÍ og vinnuveitenda. Ekki hafði komið til almennra verkfalla en yfirvinnubannið verið i gildi frá byrjun maímánaðar og einnig var stuttum starfsgreina- og lands- hlutaverkföllum beitt. Kjara- samningarnir náðu til allra aðildarfélaga ASÍ nema samtaka sjómanna og gilda frá undirritun til nóvemberloka 1978. Júlí: Hinn 9. júlí voru undir- ritaðir nýir kjarasamningar við sjómenn á fiskiskipum. -- Hinn 15. júli gerðu BHM og fjármála- ráðherra samning um endurskoð- un gildandi aðalkjarasamnings síns, samkvæmt samningnum hækkuðu laun um 7.5% 1. júlí og kom sú hækkun ofan á þá 4% hækkun 1. júli, sem samningur- inn kvað á um, og 6.7% vísitölu- hækkun launa 1. júní. Ágúst: Samningar tókust milli sjómanna á kaupskipum og skipa- félaganna og voru þeir að mestu í hátt við júnísamninga ASÍ og vinnuveitenda. September: Verðbótavísitala 1. september var 104 stig eða 4 stig- um hærri en 1. maí. — BSRB boðaði til verkfalls frá og með 26. september en samkvæmt ákvæð- Framhald á bls. 55 vitum að upp úr þessu hafa komið umfangsmikil viðskipti Ennfremur auðveldar upplýs- ingaskrifstofan fyrirtækjum mjög viðskipti þar sem það er oft hið gagnkvæma traust sem tekst að skapa sem sker úr um það hvort viðskiptin takast Þá er rétt að benda á að við öflum einnig upplýsinga um erlend fyrirtæki fyrir félagsmenn. Verzlunarráð er ábyrgðaraðili fyrír íslands hönd á útgáfu ATA skýrteina, en þau gera kleyft að ferðast með eða senda vörur milli landa án þess að greiða af þeim toll Þannig er heimilt að flytja vörusýnishorn tollfrjáls inn í landið tímabundið Verzl- unarráðið, svo sem önnur verzl- unarráð, gefur út upprunavott- orð um útflutning islenzkra af- urða, i þeim tilvikum þegar slikra vottorða er krafist. A skrifstofu Verzlunarráðsins er að finna fjölda handbóka og uppsláttarrita, sem félagsmenn eiga aðgang að og nota til viðskiptasambanda MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 Hagsmunanefnd Stúdentaráðs: Mótmælir niðurskurði a tjarveit- ingum til heilsuræktar Það hefur komið fram opinber- lega undanfarið m.a. í blöðum, að tekið hafi verið fyrir ókeypis að- gang háskólastúdenta að sund- laugum Reykjavíkur og nágrenn- is. Það hefur hins vegar ekki komið fram opinberlega að íþróttatfmar í iþróttahúsum Há- skólans. sem hópar stúdenta og félög þeirra hafa haft til frjálsra afnota án endurgjalds. eru nú greidd af stúdentum f hvert skipti, segir f fréttatilkynningu frá hagsmunanefnd Stúdentaráðs IsL nds. Þessum málalyktum vilja stú- dentar ekki una. Eðli skólastarfs er slíkt að þvi fylgir litil líkamleg áreynsla og þvi verður að telja leikfimi hvers konar eðlilegan þátt skólastarfs. Þetta hefur al- þingi viðurkennt með lögum og framkvæmdavaldið með bygg- ingu íþróttahúsa og/eða sund- lauga við flesta skóla landsins, segir ennfremur í fréttatilkynn- ingunni. Þess skal að lokum getið segir í tilkynningunni, að Hagsmuna- nefndin hefur rætt við Háskóla- yfirvöld. Hefur Háskólaráó fjall- að um málið og samkvæmt tillögu þess hefur fjárveitinganefnd Al- þingis verið skrifað bréf þar sem farið er fram á nægjanlegar fjár- veitingar á næsta ári til heilsu- ræktar. Samveiturafmagn um alla Strandasýslu Hólmavfk. 30. nóvemher ÞAÐ MÁ segja að það liafi verið brotið blað í sögu sýslunnar í dag, þar sem Árneshreppur l'ékk í dag fyrsta sinn rafmagn frá samveitu. Er þar með öll sýslan raflýst með rafmagni frá samveitu. Er það um 30 heimili, sem fengu raf- magnið, en áður voru víðast hvar heimilisrafstöðvar. Siðastliðið sumar var lögð há- spennulina frá Þverárvirkjun við Steingrímsfjörð um Hrófbergs- hrepp norður yfir Trékyllisheiði til Djúpuvíkur og um Árnes- hrepp. Var rafmagni í dag hleypt á þess línu. Enn er þó ekki komið rafmagn til bæjanna i Hrófbergs- hreppi að tveimur undanskildum. þar sem_eftir er að ganga fram heimtaugum á bæina. — Andrés. AUGLÝStNGASÍMINN ER: ^22480 áAafiSSnf litsjónvarp með eðlilegum litum Myndgæði PHILIPS litsjónvarpstækja eiga tæpast sína líka. Þar sérðu alla hluti eins eólilega og hægt er. Rautt er rautt, blátt blátt, grænt grænt o.s.frv. PHILIPS hefur leyst vandamálió vió villandi og óeólilega liti og þaó er eins og aó vera sjálfur á staónum þar sem myndin er tekin, þegar þú horfir á PHILIPS litsjónvarpstæki. Óþarft er aó koma meö upptalningu á tæknilegum atriöum hér en bendum aöeins á aö PHILIPS er stærsti framleiöandi litsjónvarpstækja í Evrópu, hefur framleitt yfir 40.000.000 sjónvarpstækja. Segir þaö ekki sína sögu? PHILIPS hóf hönnun litsjónvarpstækja áriö 1941 og hefur síöan stefnt markvisst aö tæknilegri fullkomnun. PHILIPS litsjónvarpstæki fást í mörgum geröum, meö skermum frá 14” - 26”. Viö viljum eindregiö hvetja væntanlega kaupendur litsjónvarpstækja til aö kynna sér umsagnir hlutlausra aöila og þá veröur valió ekki erfitt. Það er og verður PHILIPS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.