Morgunblaðið - 04.12.1977, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977
39
pi Endrum og eins eru fómarWmb morð-
sveitanna tekin af Ufí á abnannafœri pp
(SJÁ: Bókin um blóðbað Amins)
ÁSTIR
19. OKTÓBER s.l. lézt 96 ára göm-
ul kona í Northampton á Eng-
landi, og sú mátti muna sinn fífil
fegurri en flestar aðrar. Hún var
ekkja og fyrrverandi hertogaynja
af Marlborough, og hún hafði ver-
ið kölluð fegursta rós þeirra tíma,
sem kallaðar voru „Belle Epogue“
— fagra tímabilið. Einn af þeim,
sem „rjóða rósu sá“, var sjálfur
þýzki krónprinsinn, og hann
reyndi árangurslaust að þrífa til
sín þessa rós.
Gladys Marie Deacon fæddist i
Boston í Bandaríkjunum árið
1881. Faðir hennar var milljóna-
mæringur, sem gat sér vissrar
frægðar fyrir að skjóta elskhuga
konu sinnar á hóteli i Cannes í
Suður-Frakklandi.
I byrjun aldarinnar birtist hún
í Evrópu og varð á vegi Vilhjálms,
krónprins, sonar Vilhjálms II.
Þýzkalandskeisara. Hann var þá
tvítugur og varð ástfanginn fram
í sina prússnesku fingurgóma af
þessari amerísku fegurðardís.
Hann gaf henni fingurgull. Og
það varð að fela færum mönnum í
utanrikisþjönustunni að ná aftur
þessum skartgrip, sem ella hefði
getað valdið mikilli hneykslun.
Konan sem
krónprins-
inn elskaði
Kemur einn, þá annar fer,
ungur sveirin í staðinn. Ungfrú
Gladys Deacon bætti sér upp
skaðann hress á sál og líkama, og
þótt hinír nýju viriir væru ekki
jafnungir og prinsinn, voru þeir
engir smákallar í veröldinni
heldur. Nefna má þýzka skáldið
Rainer Maria Rilke, franska
myndhöggvarann Auguste Robili
og franska listmálarann Edgar
Degas. Franska skáldið Marcel
Proust lofsöng hana: „Ég hef
aldrei hitt stúlku, sem var gædd
slíkri fegur'ð, slíkum gáfum, slíkri
hjartagæzku, slikum yndis-
þokka."
Árið 1921, þá fertug að aldri,
giftist þessi fegurð níunda her-
toganum af Marlborough og varð
húsfreyja í einni fegurstu höll í
Engiandi: Blenheim Palace. Nú
gleymdi hún málurum og skáld-
um og hóf að ala upp hunda.
Sögufrægan sal í höll sinni gerði
hún að leikstofu fyrir hina tutt-
ugu spænsku hunda sína.
Siðustu ár hennar í hjónaband-
inu voru stormasöm. Þegar hún
dvaldist yfir helgi í London-i húsi
þeirra hertogahjónanna þar eitt
sinn árið 1933, sendi maður henn-
ar handverksmann inn þangað til
að loka fyrir rafmagn, gas og
síma. En hertogaynjan eldaði þá
bara matinn handa.gestum sínum
á olíuofni og framreiddi hann
sjálf við kertaljós. Síðan tók hún
á leigu hótelíbúð og hélt þangað
með allmikinn farangur á þremur
flutningabílum, sem hlaðnir voru
fötum, skóm, höttum og hundum.
Árið eftir flutti hún í gamlan bú-
garð í Oxfordshire ekki ýkja langt
frá höllinni. Tveimur mánuðum
síðar dó maður hennar. Fram til
dauða síns um daginn notaði hún
ættarnafn eiginmanns síns og
kallaði sig frú Spencer. Hún lifði
þýzka prinsinn, sem eitt sinn
elskaði hana, í meira en aldar-
fjórðung. Vilhjálmur, krónprins,
lézt í Hechingen árið 1951. — svá
— úr „Welt am Sonntag".
Gladys Deacon ásamt manni sínum, hertoganum af Marlborough. — Vilhjálmur,
krónprins Þjóðverja (hér í einkennisbúningi hauskúpu-húsara), var ástfanginn af
ungfrú Deacon og gaf henni hring sem olli keisaralegum áhyggjum.
ATVINNULIF
Gullfallegar
trévörur frá
Nýkomnar
danskar
trévörur.
Mikiö úrval.
Komiö og skoðið
hjá okkur.
KUN/GUND
Hafnarstræti 1
sími 13469.
1,
Tilboð óskast
í skemmu með beinum veggjum stærð 12,5x30 m., og boga-
skemmu stærð 1 2,5x30 m.
Skemmurnar verða sýndar á Keflavíkurflugvelli föstudaginn 9.
desemberkl. 13—15.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri þriðjudaginn 13. desemoer
kl. 1 1. árdegis.
IM ;
Sala Varnarliðseigna.
litli kubburinn
meö stóra Ijósið
FLJÓTLEGA eftir heimsstyrjöld-
ina síðari var Japan orðið eitt
mesta iðnríki heims, og er svo
enn. Þar í landi er líka betur
unnið og framleiðni meiri að til-
tölu en víðast annars staðar. Það
er ekki sízt því að þakka, hve
japanskir forstjórar kunna vel
lagið á undirmönnum sínum.
Meðal annars hafa forstjórar
það fyrir sið að senda eiginkonum
undirmanna sinna, a.m.k. hátt
settra, lævíslegar sendingar,
skeyti, blóm og gjafir, á afmælis-
dögum, brúðkaupsafmælum og
öðrum hátíðum fjölskyldnanna'
Til dæmis er þetta skeyti, sem
eiginkona eins deildarstjóra
Toyota fékk, er maður hennar var
hækkaður í tign: „Hjartanlegar
hamingjuóskir í tilefni stöðu-
hækkunar manns yðar. Hann á
velgengni sfna að miklu leyti að
þakka ómetanlegri aðstoð og
stuðningi yðar.“ Svo var bætt við
ósk um „áframhaldandi sam-
starf“, svo að eiginmaðurjnn gæti
einbeitt sér algerlega að starfi I
sínu eftirleiðis eins og hingað til.
Skeytinu fylgdu kökur, sem Jap-
anir gefa á tyllidögum eins og
vésturlandabúar konfekt, og
blómvöndur.
Mörgum vesturlandabúanum
finnst þetta líklega fullmikil kur-
í Japan segir
forstjórinn það
með blómum
teisi og jafnvel afskiptasemi. Þeir
kæra sig yfirleitt ekki um að
flækja saman starfi og einkalffi.
Japönum finnst hins vegar ekkert
athugavert við þetta. Þeim finnst
eðlilegt, að yfirmenn fylgist með
einkalffi undirmanna sinna og
skipti sér jafnvel af því. Japanir
eru nefnilega vanir þessu frá
fornu fari. Þess er að gæta að
Japan var lénsveldi miklu lengur
en flest önnur ríki. Þar réðu hers-
ar fyrir landi, og alþýða manna
þjónaði þeim af fullkominni
undirgefni og skilyrðislausri
hlýðni. Nú eru hersarnir allir —
en við teknir .iðnjöfrar, forstjórar
stórfyrirtækja.
Og undirmenn þeirra þjóna
þeim dyggilega. Það yrði líklega
talið til tíðinda á vesturlöndum,
ef allt starfslið stórfyrirtækis
gengi nokkurra tíma gang þegar
járnbrautamenn væru í verkfalli,
til þess að bregðast ekki fyrirtæk-
inu! En þetta þykir sjálfsagt f
Japan.
Eiginkonum starfsmanna stór-
fyrirtækja verður og snemma
Ijóst, að menn þeirra eiga f.vrstar
og fremstar skyldur við fyrirtæk-
ið — en síðan fjölskylduna. Þær
láta sér það lynda og helga líf sitt
því að styðja og styrkja eigin-
mennina til dáða í þágu f.vrir-
tækjanna, svo og því að ala upp
næstu kynslóð dyggra þjóna.
Nú er það svo, að margir Japan-
Framhald á bls. 6J
Hann er minnstur þeirra allra.
Samt hefur hann ýmsa kosti
fram yfir hina:
Mikla og jafna lýsingu og
skuggarnir í hornum mynd-
anna hverfa. Þannig færð þú
betri myndir.
Smelltu af með OSRAM og þú
færð myndirnar í réttu Ijósi.
OSRAM