Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 / I hugargrunni Baldur Pálmason: HRAFNINN FLVGUR UM AFTANINN. 70 bls. Þjóðsaga. 1977. Baldur Pálmason er kunnur út- varpsmaður og upplesari. Sem slíkur er hann lengi búinn að vera handgenginn fögrum bókmennt- um. Hygg ég fáir komi betur til skila í útvarpsflutningi listræn- um texta, hvort sem er í lausu máli eða bundnu. Hins vegar hafa færri vitað að hann orti sjálfur. Nú er það ekkert leyndarmál lengur, Baldur hefur sent frá sér fyrstu lóðabók sína, Hrafninn flýgur um aftaninn, í afarvand- aðri útgáfu Þjóðsögu, hannaðri af Hafsteini Guðmundssyni. Skiptir höfundur bókinni í þrjá kafla sem hann nefnir Náttmál, Lágnætti og Óttu. Þó hér sé um fyrstu bók að ræða er hér engin frumsmíð á ferðinni í venjulegum skilningi heldur ljóð fullþrsoka skálds og bókmenntamanns sem ber á herð- um sér bæði lífsreynslu og og margvísleg störf að fögrum bók- menntum. Enda eru ljóðin í bók- inni ort á alllöngum tíma. Bera líka með sér að þau hafa orðið til hvorki í flýti né flaustri heldur við fágun og ögun. Ef við skiptum kveðskap í lýriskan kveðskap og íhugunar- kveðskap teljast þessi ljóð Bald- urs til síðarnefnda flokksins. þetta er meitlaður kveðskapur sem grundvallast á röklegri hugs- un og vísvitandi niðurstöðum. Yrkisefnin eru gaumgæfilega val- in. Orðaval er vandað, ekki beint leikandi eða Iétt, heldur meitlað. Baldur yrkir meðal annars Skák- listarstef. Kvæði hans minna að vissu leyti á skák þar sem sérhver leikur verður að byggjast á rök- hyggju, varfærni en þó um leið Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON nokkurri dirfsku — dirfsku I orðavali. Þetta er því naumast skáldskapur til að binda vináttu við á stundinni. Maður þarf að kynnast ljóðunum — lesa aftur og aftur, og þá kemur á daginn að ljóðin eru raunar einnig — lipur! Tökum sem dæmi Næturkyrrð sem er á þessa lund: Sof drótt í nótt er nótt allra nátta sú nótt er heimsins börn hætta ad þrátta slík nótt að sam jafnast sælir ng þjáðir við svefnsins óminnisnáðir 1 lofti á jörðu á legi er líkast sem andvarpið þegi Hve rótt er inni f ranní og hugargrunni og hljótt er úti í háttfastri náttúrunni svo rótt svo hljótt að skyggist allt húmlitri skýlu f nótt • gengur svefninn sjálfur til hvílu Baldur Pálmason Miðkafli bókarinnar, Lágnætti, geymir fjögur ljóð sem skáldið orti í minning jafnmargra látinna vina. Þykir mér sá kaflinn jafn- bestur í bókinni. Að yrkja eftir menn er sérstök grein í skáld- skap, alls ekki sú auðveldasta heldur þvert á móti. Sum skáld hafa náð hæst í Iist sinni í eftir- mælakveðskapnum. Síðasta kvæð- ið í Lágnætti heitir Hve hljóðlátt er allt og er þetta upphaf þess: I>ar spratt ekkert Inga Borg: Plúpp íer til borgarinnar Myndir eftir höfundinn Jóhannes Halldórsson íslenskaði Prentað í Danmörku 1977 Almenna bókaféiagið Þessi bók er um litla álfinn Plúpp. I fyrra ferðaðist hann til íslands — og var það skemmtileg saga. Nú segir frá Plúpp þar sem hann býr í torfkofa sínum langt norður í heimalandi sínu á bökk- um Bláavatns. Og það er vetur: ,,Á veturna er hann að mestu heima við í ró og næði. Hann borðar hóflega af matarforða sín- um og sefur undir hlýju mosa- teppi. En svo einu sinni — á vetr- ardegi þegar vorbjört sólin skein yfir Stórafjall — gerðist dálítið sem rauf kyrrðina allt í einu —. Þqð var kominn mannafugl — mennirnir komu út úr maga haná. Hérinn kom seinna um daginn til Plúpps: „0, ó, mannafugl kom fljúgandi. Mennirnir veiða hrein- dýr. Hreindýrin hverfa i dimma holu. Komdu fljótt, PIúpp. Þú verður að hjáfpa til.“ Og Plúpp vildi ekki liggja á liði sínu. Hérinn þaut með hann þang- að sem risafuglinn stóð með star- andi augu og útbreidda vængi. Hreindýrin voru sett i kassa. Plúpp skaust inn í einn kassann. En — „Einhver kom stappandi og másandi og hrasandi inn. Og svo small i — kassinn lokaðist." Plúpp varð fangi i kassanum, með Tjörva sem var hreindýra- kálfur í fyrra. Og þannig fer Plúpp með mannafuglinum, sem auðvitað var flugvél, til borgar- innar. Eins og hreindýrin lendir haftn í Dýragarðinum. En hann getur ferðast um garðinn og hitt hin fjölmörgu dýr. Þegar hann fer að tala við dýrin um hið rétta umhverfi þeirra, Bókmenntlp eftir JENNU' JENSDÓTTUR kannast ekkert þeirra við annað en það umhverfi sem lokaður dýragarður er. Hvítabirnir: „Hvað þá íshafið? Við höfum alltaf verið hérna.“ „Elgurinn veit ekkert um Stóra- skóg.“ Fílarnir: „Báðir voru þeir hlekkjaðir við gólfið með keðju um fót.“ Það er íkorninn Kúrri sem fræðir Plúpp um tilgang dýra- garða: „Dýragarðar eru til þess að fólk geti skoðað dýr.“ En PIúpp er frjáls ferða sinna. Hann fer líka inn í borgina og skoðar sig um. Fer svo í dýragarð- Framhald á bls. 63 Enn hefur dauðinn bogann þunga bent og beint f markið örvafleininn sent. Hver var lostinn? Hvar er brostinn hjartastrengur? Hné í valinn vænsti drengur. Baldur Pálmason er óhræddur að láta ólýrísk orð þjóna meining- unni. Sömuleiðis nálgast hann gjarnan yrkisefni með óvenjuleg- um hætti. Sum kvæði hans vil ég kalla sambland af alþýðleika og heilbrigðri sérvisku, t.d. Á Kirkjuhóli (svo hét fæðingarstað- ur Stephans G. í nánd við Víði- mýri í Skagafirði) en þar er með- al annars þetta erindi: í koti var fálæktin fróm, frjósemi hugans þar ríkti, innsvni andstreymið mýkti, kvæðalög, bækur og blóm; — Iftill sveinn þar eftir Ifktí. Þá eru í bók þessari nokkur pólitísk kvæði, bæði um fslensk og erlend efni, t.d. um her á ts- landi, »vorið« í Tékkóslóvakíu og fleira. I bókarlok eru svo prentað- ar fáeinar skýringar skáldsins með kvæðunum. Baldur Pálmason er höfundur sem veit hvað hann ætlar sér. Meining og festa marka svipmót kvæða hans, málfarið er kjarnyrt og orðaval ígrundað. Anægjulegt er að hann skyldi senda frá sér þessa bók. Utgefandi hefur svo að sínum hluta gert hana að falleg- um ög vönduðum grip. Að taka lagið Friðrik Guðni Þórleifsson: --------OG AÐRAR VlSUR. 56 bls. Hörpuútgáfan 1977. SU SAGA gengur af Friðrik Guðna Þórleifssyni — sem mun vera ungur maður — að hann sé svo fjölhæfur listamaður að hann viti naumast hvaða grein listar- innar hann skuli kjósa sér að við- fangsefni. Þjóðsögur eru bæði sannar og ýktar — sjálfur sannar Friðrik Guðni söguna að nokkru leyti með útgáfu þessarar bókar því hún spannar tvær greinar: þetta eru söngvísur og lögin með á nótum. »Nóturnar eru skrifaðar fríhendis af mér sjálfum,« segir hann. Það kemur í einn stað fyrir undirritaðan hvort nóturnar eru skrifaðar fríhendis eður eigi, lestrarkunnáttan i því máli stend- ur á núlli hvort eð er og er það hvorki sagt af drýldni né sem afsökun heldur sem dapurleg staðreynd. En kvæði og vísur Friðriks Guðna — sem eru sumar frumsamdar, aðrar þýddar eða ortar með hliðsjón af erlendum textum — getur hver sem er lesið sér til skemmtunar, hvort sem hann veit nokkuð um nótur eða ekki. Og vissulega hefur nálægð nótnanna sín áhrif, minnir ein- lægt á hvers konar ljóðlist þarna er á ferðinni. Friðrik Guðni er talsverður íþróttamaður við stuðla og höfuð- stafi. Ljóðræna hrynjandi hefur hann allnokkuð á tilfinningunni. Hins vegar er ekki frumleika fyr- ir að fara í þessum ljóðum, þau bestu eru vel ort, góður skáld- skapur, en ekki þess eðlis að þau séu líkleg til að minna á sig ein sér — án söngs og laga. Ættjarð- arljóðin frá seinni hluta nítjándu aldar sitja fast í mörgum: yrkis- efnið var þá landið með fjöllin blá, bláan himin og bláan sæ. Og þessi sömu yrkisefni þykja enn sjálfsögð ef ort er til að taka lagið. Friðrik Guðni þekkir þá venju og heldur hana i heiðri en lífgar þó ávallt upp á hana með smávegis ungæðislegum léttleika frá sjálf- um sér. Fyrsta kvæðið í þessari bók heitir Þurs, fimm vísur, þessi siðust, sem mér þykir nokkuð góð: Hátt í hamrahorgum, hátt f klettasal stendur gamall gróinn klettur, gnæfir yfir dal, grár af geitnaskófum grettur eins og tröll höfuð ber við heiðríkjuna, horfir yfir fjöll. Þetta er úr kafla sem skáldið nefnir Dægurvísur. Næsti kafli heitir Jólavísur. Fyrsta kvæðið í þeim kafla heitir Bráðum koma jólin, ort við franskt þjóðlag og byrjar svona: Skín í rauðar skotthúfur skuggalangan daginn, jólasveinar sækja að, sjást um allan bæinn. Ljúf í gleði leika sér lítii börn í desember, inni í friði og ró, úti í frosti og snjó því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Þetta er lipurlega ort vísa, en lyftir sér varla til flugs nema á vængjum söngsins. Síðasti kafl- inn ber svo sama heiti og bókin: --------Og aðrar vísur. Þar er meðal annars þessi texti fyrir »keðjusöng« sem Friðrik Guðni segir vera þýðingu á texta sem hann tilgreinir: Osk mína takið undir, hér sé guð og góðar stundir, látum sönginn glaðan gjalla fyr’ allt og alla. Kveðskapur og söngur hafa átt Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON Fridrik Gudni Þórleifsson OG AÐRAR V9SUR Söngcextar undir iögum misnána samleið í timans rás. Fyrir fáum áratugum þótti ung- um skáldum vart samboðið skáld- gáfu sinni að yrkja söngtexta. Það er breytt. I raun og veru ger- breytt. Má að nokkru leyti rekja það til popptónlistarinnar sem byggist alfarið á söng, einnig breyttum viðhorfum til ljóðlistar- innar almennt, svo og þeirri stað- reynd að skáld líta ekki jafngífur- lega upp til sjálfra sín og stund- um áður. Ef.góð skáld yrkja ekki söng- texta koma vond skáld og yrkja þá. "Þess vegna þykir mér Hvorki réttlátt né hyggilegt að láta árið líða svo ekki sé vakin athygli á þessum lipurlega ortu visum Frið- riks Guðna Þórleifssonar. Þær geta bætt skapið um hátíðarnar og lyft undir stemminguna. íeinu Gunilla Voldi: Tumi bakar köku Tumi er lítill Anetta Tison og Talus Taylor: Skólinn hans Barbapapa Barbapapa bókin 1977 Þuríður Baxter þýddi allar þessar bækur. — 0 — Hrakfallaferð til Feluborgar eftir Franquin Geirlaug Þorvaldsdóttir þýddi Utgefandi Iðunn 1977 Hér verður getið nokkurra bóka, sem Iðunn Sendir frá sér. Tumabækurnar 1977 eru áreiðan- lega kærkomnar yngstu lesendun- um. Með fáum orðum og góðum myndum er brugðió upp þáttum úr lífi sem þeir þekkja og hafa gaman af að lesa um. Móðir sagði mér að ungur sonur sinn hefði beðið sig: „Mamma viltu lesa bókina um mig þegar ég var að baka“. „Hvaða bók?“ „Tumabókina.” Kannski verður sú Tumabók líka til þess að for- eldrar verði ekki svo önnum kafn- ir um jóiin að það gleymist sem er mikilvægt litlu barni — að taka sjálft virkan þátt í því sem er að gerast — í eldhúsinu — í stof- unni. Og ef til vill verður líka tími til þess að lesa þessar litlu bækur Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR um „mig“. Ungur hugur þroskast við einfaldar frásagnir úr hvers- dagsleikanum, því ættu þessar Tumabækur 1977 að vera sjálf- sagðar í litlar hendur. Tvær Barbapapabækur komu lika frá Iðunni nú fyrir jólin. Barbapapabókin 1977 og Skólinn hans Barbapapa, sem er dæmi- gerð Barbapapabók. Þeirrar fjöl- skyldu sem allt getur, allt veit. Þegar tvíburarnir Iitlir vinir Barbapapafjölskyldunnar eiga að byrja í skóla hafði Barbapapafjöl- skyldan lofað að fylgja þeim. Þetta er þá ómögulegur skóli þar sem enginn réði við neitt. For- eldrar höfðu áhyggjur, borgar- stjórinn hafði áhyggjur-, lögreglan hafði áhyggjur og kennarinn kjökraði. Auðvitað leysti Barba- papafjölskyldan allan vanda strax. Stofnaði nýjan skóla. Öll fjölskyldan kenndi börnunum. Allt var svo gaman og allt gekk svo vel. Meira að segja kom kenn- araræfillinn og bað að lofa sér að kenna I þessum skemmtilega skóla. Góðar hugsjónir hjá höfundi. — Lítill raunveruleiki. Hversdags- leikinn í lífinu lýtur ýmsum lög- málum sem enginn ræður við. Þau lögmál segja til sín hvar sem er í rgunverulejkanum. En þessar bækur eru margar dæmigerðar — mynd af þeim sem telja sig leysa allan vanda í upp- eldi sem annars staðar með orðum og5 húgSjónum.' Barbapapabókin 1977 er að ýmsu leyti skemmtileg bók og nagr jörðinni. Kaflarnir um vettlingana; inniskóna og baksturinn eru góðír og gera þessa bók eigulega. Svalur og félagar er myndasaga „einhverjar vinsælustu söguhetj- ur í heimi myndabókanna" stend- ur á baksíðu. Það er staðreynd að myndasögur draga úr lestfar- kunnáttu barna og unglinga. Þetta er vandamál sem ekki verður leýst meðan slíkar bækur eiga þeirrt virtsældum að fagna, sem raun ber vitni. Á meðan sé ég enga ástæðu til að amast við myndabókum á borð við Hrak- fallaferð til Feluborgar. Ungling- ar og fullorðnir sem lesa og skoða slíkar bækur hafa áreiðanlega góða skemmtun af henni. Myndir segja meira en texti, sem rís ekki hátt, en það fer samt ekki fram hjá þeim sem les að þýðing er góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.