Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 61 ■rns^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI hægt aö flytja inn og fá lánaðan gjaldeyri til þess. Kannski er það fjármálasnilli. Svo þakka ég húsmóður úr Heimunum skrifin og bið hana að hætta að tala um bændur sem menn sem hún þarf að berjast við. Bændur og húsmæður eiga að vinna saman eins og annað fólk, skilja þarfir hvors um sig. Hús- mæður, segið bændum hvaða vöru þið viljið fá og hvernig vöru og þið munuð fá hana en umfram allt haldið neyzlunni stöðugri. Það er eina leiðin til að varan geti verið ódýr og góð. Bjarni Þórodsson, bóndi, Garði, Þistilfirði.“ Þá höfum við fengið svar bónd- ans og e.t.v. eru það enn fleiri bæði bændur og húsmæður, sem vilja ræða málið frekar, en í bili snúum við okkur örlítið að tónlist- inni: 0 Góðir tón- leikar í Garðabæ „Það var ákaflega ánægjuleg stund, sem viðstaddir áttu í íþróttahúsinu Asgarði, þessu myndariega mannvirki Garðbæ- inga, sunnudaginn 18. desember síðast liðinn. Þar var á ferðinni unga fólkið í Garðabæ og hélt tónleika í tiiefni af komu jóla- hátíðarinnar. Þarna léku tvær lúðrasveitir undir stjórn hins kunna hljómlistarmanns, Björns R. Einarssonar, og er önnur skip- uð börnum á aldrinum 11—14 ára, en hin 9—11 ára. Lúðrasveit Garða starfar innan vébanda Tón- listarskólans í Görðum, sem er greinilega þróttmikil stofnun og í mikilli framför. Fyrst lék lúðrasveit eldri barn- anna tíu lög. Þá lék lúðrasveitin með yngri börnunum nokkur barnalög. Næst voru 7 lög leikin af eldri sveitinni og loks lauk hljómleikunum með „Heims um ból“, sem báðar sveitirnar blésu — og allir viðstaddir tóku undir með söng og risu á fætur. Það leita á áheyrandann ýmsar hugsanir, meðan hlustað er á svona skemmtilega og menningar- lega hljómleika. Hversu dýrmætt er það ekki æsku þessa lands að fást við svo göfugt viðfangsefni sem tónlistin er, með allri þeirri ögun og lyftingu hugans sem fylg- ir þessari drottningu listanna. Það er stundum rætt um ungl- ingavandamál. En er hægt að hugsa sér fegurra og hollara við- fangsefni fyrir okkar þróttmiklu og efnilegu æsku en einmitt þetta, að sameina kraftana í hornablæstri? Það var líka greini- legt, að börnin höfðu mikla ánægju af iðju sinni, og ekki voru undirtektir áheyrenda lakari. Mér fannst við eignast þarna dýr- mæta og eftirminnilega stund, enda greinilegt, að mikil og óeigingjörn vinna hefur verið lögð i það að æfa börnin, og þar eiga kennarar Tónlistarskólans í Görðum skilda mikla þökk, ekki síst stjórnandi lúðrasveitarinnar, Björn R. Einarsson. Við, sem nutum þessarar ánægjulegu stundar, þökkum hana hrærðu hjarta. Og við eigum áreiðanlega enga ósk heitari en þá, að börnin okkar mættu eflast að sérhverju góðu viðfangsefni eins og því, sem tónlistin er. Þessir hljómleikar vekja glæstar vonir um menningarlíf Garðbæ- inga, þvi að þeir voru öllum, sem hlut eiga að máli, til mikils sóma. Tónleikagestur.“ Þessir hringdu . . . 0 Auglýsinga- flóðið ljóst og Jeynt Þreytt liúsmóðir: „Ég er ein af þessum heima- vinnandi húsmæðrum, og ég er vön þvi að hafa útvarpið mér til skemmtunar við heimilisstörfin. Ekki er ég í hópi þeirra, sem finna því flest til foráttu. Meira að segja finnst mér dagskráin yfirleitt ljómandi góð. En nú get ég ekki lengur orða bundizt. Nú f jólamánuðinum tröllríða auglýs- ingar dagskránni, og er nokkurn veginn sama hvenær dagsins mað- ur kveikir á tækinu; alltaf er ver- ið að þylja auglýsingar. I frétta- tímum er sama sagan, en þar er að vísu um að ræða dulbúnar auglýs- ingar. Á ég þar við þegar sagt er SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Svartur leikur og vinnur Þessi stað kom upp i skák þeirra Bagirovs og Polugaevskys, sem hafði svart og átti leik, á Skákþingi Sovétríkjanna í ár sem nú stendur yfir i Leningrad. Polu- gaevsky þvingaði andstæðing sinn til uppgjafar i þessari stöðu með hinum sterka leik 38. ... Rc3! Hvitur gafst auðvitað upp, þvi að eftir 39. Hxc3 kemur Hel + . Að loknum 10 umferðum á mót- inu hafði Boris Guljko forystu, hafði hlotið 7 v. Næstur kom Tigran Petrosjan með 6'/í v. og þriðji var Lev Polugaevsky með 6 v. frá bókum, sem eru að koma á markaðinn. Kannski er það frétt þegar bók er gefin út, en mér er nú nær að halda að þær fréttir séu orðnar útþynntar, þegar þetta er orðið í hundraðatali. Við allt þetta bætist svo að útvarpið er með sérstakan þátt — sem auðvit- að er ekkert annað en auglýsinga- þáttur — og heitir hann einfald- lega „Á bókamarkaði“. Er þetta nú ekki fulllangt gengið? Hvers vegna fá ekki leikfangaframleið- endur sérstakan dagskrárþátt til að kynna framleiðslu sína fyrir jólin? Eða þá bændur? Hví fá þeir ekki tækifæri til að útmála gæði framleiðslu sinnar fyrir neytend- um. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að útvarpið vilji fá að hafa sina vertíð eins og önnur fyrirtæki, en fyrr má nú rota en dauðrota. Mér finnst þetta hafa farið versnandi á siðari árum, og auk þess finnst mér full þörf á að benda á mis- ræmið i því hvernig gert er við einstakar framleiðslugreinar. I bókaútgáfu gildir að sjálfsögðu jafnharðsvíruð kaupsýslusjónar- mið og á öðrum sviðum atvinnu- lífsins." HOGNI HREKKVISI Hann tók sokkinn minn af snúrunum! BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Inná hvert helnallil ÓSKAGJÖFIN“ei^ VASAREIKNIVÉL Hvertisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.