Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
47
Breiðholt I
Breiðholt III
Hóla-
*;***? Fellahverfi
ikmHhí
Stekkja- og Bakkahverfi
,*fe 4-
PSI*
mím
reiðholt
f^Ww(m%Zwi*1 slP^'A
k SeljahverfíI
■■■■■■
::
*?: -.g»x Ite-* * - *•
BREIÐHOLT
Takmarkið er að Framfarafélagið
nái yfir öll Breiðholtshverfin
— segir Sigurður Bjarnason, formaður FFB
„NÚ stendur yfir könnun á veg-
um Norðurlandaráðs um sam-
vinnuskipulagsyfirvalda og
íbúa Breiðhoits. Könnun þessi
er þannig til komin að Norður-
landaráð ákvað að gera könnun
í átta þéttbýliskjörnum á
Norðurlöndum og voru Akur-
evri og Breiðholt valin frá Is-
landi. Stjórnandi könnunarinn-
ar hér er Þórður Hilmarsson,
kennari við Fjölbrautaskóla-
ann. Könnunin mun verða
heldur neikvæð fyrir tsland að
mínu mati, enda þekkist það
ekki á hinum Norðurlöndunum
að hverfi séu skipulögð án
nokkurs samráðs við íbúa
þeirra, eins og gert var í Breið-
holti." Svo fórust Sigurði
Bjarnasyni formanni FFB orð,
er blaðamaður átti við hann
viðtal um starfsemi Framfara-
félags Breiðholts, en félagið
var stofnað 8. marz 1973 og þá
fvrir Breiðholt III. Hins vegar
sagði Sigurður að ætlunin væri
að, víkka félagið út og láta það
ná til annara hluta Brelðholts-
ins Ifka
Fyrsta árið voru fundir FFB
haldnir i mötuneytisskúr Breið-
holts h/f, en starfsemin fluttist
í Fellahelli þegar rekstur hans
hófst árið 1974. Tilgangurinn
með stofnun FFB var að vinna
að framfara-, hagsmuna-, fé-
lags-, æskulýðs- og menningar-
málum hverfisins, að auka sam-
hug og samstarf íbúa þess og að
vinna að fegrun og prýði
hverfisins.
Félagið er ópólitískt. Ef
stjórnarmenn taka að starfa
fyrir stjórnmálaflokk verða
þeir að segja af sér störfum og
hefur slikt gerst tvisvar sinum.
„Famfarafélagið hefur beitt
sér fyrir stofnun annarra fé-
laga, svo sem iþróttafélagsins
Leiknis, kvenfélagsins Fjall-
kvennanna og það er í nánum
tengslum við sóknarnefnd
Fella- og Hólahverfis.
Atvinnurekstur er ákaflega
takmarkaður í Breiðholti III,
enda er hverfið hannað sem
svefnbær. Borgaryfirvöld
stungu upp á þvi á sinum tíma
að koma yrði á fót léttum iðnaði
i Hólahverfi, og hefur FFB
þrýst þar á. Þá stendur einnig
til að koma á fót i austurdeild
Sigurður B jarnason.
Breiðholts III aðstöðu fyrir létt-
an iönað.
Atvinnurekstur er hér nú
eingöngu á sviði verzlunar og
þjónustu. I Breiðholti eru nú á
milli 25 og 30 verslunar- og
þjónnustufyrirtæki: fyrst og
fremst nýlenduvöruverzlanir,
en tvær verzlunarsamstæður
eru reknar i Breiðholti III,
Fellagarður og Hólagarður. I
Fellagarði eru nýlenduvöru-
verzlun, bakari, snyrtivöru-
verzlun, grillstaður og kaffi-
stofa, fiskbúð, skósmiður,
rakarastofa og bóka- og rit-
fangaverzlun. I Hólagarði eru
flestar fyrrnefndar verzlanir,
en þó eru þar ekki skósmiður
eða snyrtivöruverzlun. Á móti
vegur að þar er sportvöruverzl-
un og fatahreinsun. Iett banda-
útibú er i Breiðholti III,
Iðnaðarbankinn, en í Breiðholti
I er útibú frá Verzlunar-
bankanum og þar er einnig
lyfjaverzlun og pósthús.
Fólk leitar enn þó nokkuð
niður í bæ, þó fá megi nú orðið
flesta hluti hér i hverfinu.
Margir þættir þjónustunnar
komu seint og fólk gerir sér
ekki alltaf grein fyrir þvi að
hún er komin í hverfið. Það er
eins og það fari af gömlum vana
niður í bæ til að verzla.
Miklar óánægjuraddir hafa
heyrzt hér um strætisvagna-
% þjónustuna, þó þær hafi minnk-
að eftir siðustu leiðabreytingu
strætisvagnanna. Sú breyting
fólst i því að ferðum var fjölgað
og einstakir hlutar Breiðholts
voru tengdir hver við annan.
Nú er i smíðum við Fjöl-
brautaskólann sundlaug og er
ráðgert að hún verði tekin i
notkun snemma á næsta ári.
Þegar hefur verið gerð
kennslusundlaug við þann
skóla, en búningaaðstöðu
vantar alla. Búningsherbergi,
steypiböð og þurrkherbergi er
ráðgert að komi með hinni nýju
sundlaug, en hún á að vera
12.5x25 metrar eða lögleg
keppnislaug.
Að lokum má geta þess aö nú
er í ráði að efna til samkeppni
meðal nemenda Fjölbrautaskól-
ans um hönnun ruslatunna.
Framfarafélagið mun verð-
launa beztu hugmýndirnar og
siðan er ætlunin að nemendur
smiði tunnurnar sjálfir. Við
vonumst til að borgin greiði
efniskostnað, en hugmyndin er
að koma þessu i framkvæmd
eftir áramót. Ætlunin er svo að
hafa ruslatunnurnar við göngu-
stiga og verzlunarsamstæður,
þvi að þar skortir þa>r mjög."