Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 43 — Hvaða álit höfðu menn á þeirri timasetningu? „Menn veltu því töluvert fyrir sér, hvort hún hefði einhvern til- gang, en urðu ekki á eitt sáttir. Hins vegar voru flestir vest- rænu fulltrúarnir og margir frá hlutlausum og óháðum sammála um það, að með þessum réttar- höldum væri svo gróflega vegið að ákvæðum Helsinki- yfirlýsingarinnar, að ekki væri hægt að sitja orðalaust undir því.“ — Og þá kom til snarpra orða- skipta á fundinum? „I umræðum á fundinum hefur m.a. verið lögð áherzla á það, að sjálf Helsinki-yfirlýsingin hefði í einni af grundvallarreglum sín- um að geyma ákvæði um rétt ein- Staklingsins til þess að fá vitnesju um réttindi sin og ganga eftir efndum þeirra. Hins vegar þykir töluvert skorta á að þetta hafi verið svo í framkvæmd. Á fundinum áttu sér því stað sennur milli vestrænna og austur- evrópskra fulltrúa. Við gagnrýni var brugðist með yfirlýsingum um að hún væri frekleg íhlutun í innanríkismál og stöku sinnum var látið að því liggja, að fram- hald fundarins kynni að vera í hættu. Jafnframt var bent á það, að Helsinki-yfirlýsinguna bæri að skoða sem langtíma áætlun og þess væri alls ekki að vænta, að öll ákvæði hennar kæmust í fulla framkvæmd á ekki lengri tíma. Þetta síðastnefnda felur að sjálf- sögðu í sér jákvæð viðhorf, að því leyti sem það má túlka á þann veg að frekari efnda sé að vænta skref fyrir skref.“ — En menn verða þreyttir á að biða. ,,Já. Mörgum þykir að enn skorti svo mikið á að þessi grund- vallarþáttur yfirlýsingarinnar sé virtur, að þeir hafa orðið nokkuð óþolinmóðir þess vegna. Og sann- ast sagna er ekki hægt að spá því, að gróið geti um heilt í sam- skiptum Evrópuríkja fyrr en þau líta mannréttindin svipuðum aug- um.“ — Telur þú að til þess hafi þok- azt? ,,Ég sá einhvers staðar að fund- irnir til undirbúnings Helsinki- yfirlýsingunni hafi verið um 2000 talsins. Það fer ekki hjá því, að þessi miklu samskipti hafa stuðl- að mjög verulega að þvi að auka skilning fulltrúanna á sjónarmið- um hvers annars. Ástandið nú er mjög ólíkt því sem var á dögum kalda stríðsins, þegar fulltrúar — ef þeir á annað borð hittust — sátu mikilúðlegir sitt hvorum megin við borðið og lásu upp heimatilbúnar yfirlýs- ingar með alls kyns fordómum, stormuðu síðan út og flýttu sér Ölafur Egilsson hver til síns heima. Það var til dæmis athyglisvert í ræðum ým- issa fulltrúa á Belgradfundinum, að þeir gerðu meira en að gagn- rýna aðra. Þeir gerðu einnig grein fyrir viðleitni til umbóta á ýmsum sviðum Helsinkiyfirlýsingarinnar heima fyrir hjá sér og kváðust fúsir til að hlýða á ábendingar. Þannig hafa þessi mál öll opn- ast og hvað sem einstaka orða- skaki líður, þá má víða finna raunverulegan vilja til að bæta samskipti austurs og vesturs." Islande Geir Hallgrfmsson, forsætisráð- herra, undirritar Helsinkiyfiriýs- inguna fyrir tslands hönd. Vonbrigði með afvopnunarmálin — En hvað er að segja um aðra þætti Helsinki-yfirlýsingarinnar en mannréttindaákvæðin? ,,Á sumum sviðum er þar óhjá- kvæmilega um langtímaáætlanir að ræða og er i vaxandi mæli eitthvað losni um þessi mál í allra næstu framtíð." — En er einhver hreyfing væntanleg á þessum málum? „Það hefur verið ákveðið að efna til sérstaks aukaallsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna næsta vor. Þar verða þessi mál öll sömul efalaust skoðuð vandlegar en áð- ur, enda ofbýður öllum það gifur- lega fé, sem ár hvert fer til her- mála. Heildarupphæðin er nú álit- in vera um 300 milljarðar dollara á ári. Það er hins vegar gundvallar- atriði í sambandi við afvopnunar- málin, að valdajafnvægið raskist ekki. Þess vegna er samkomulag hernaðarveldanna forsenda allra meiriháttar aðgerða. Einhliða nið- urskurður getur haft öfug áhrif við tilganginn, enda yrðu vopnin í heiminum þá væntanlega eftir í höndum þeirra einna sem her- skáastir eru og helzt gætu hugsað sér valdbeitingu. Hver hefur þróunin orðið á sviði tækni- og vísinda? „Það er áreiðanlega grundvöll- ur fyrir talsvert auknu samstarfi, enda löndin mislangt komin í ein- stökum greinum. — Hafa komið fram einhverjar óánægjuraddir með ganginn á þessu sviði? „Sumir kysu að sjálfsögðu að hraðar gengi.“ Einar Ágústsson, utanrfkisráðherra, flytur ræðu á upphafsfundi Helsinkiráðstefnunnar. Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri, flvtur ræðu á upphafsfundi B'dgradfundarins. Fulltrúi Austur- Þjóðverja stjórnar fundi. The participating Stufoa will refrain from any intor- vention /or threat ol' i ntorvont i.ot[/, direct or indlrect, individuuL or collective, ^by uny means or under any prctex_t7 in thc intornal or cxternal .affairs falling within the domestic jurisdiction of uny /participatin£j7 State, /regardless of Vlioir mutual i*elutions7« Thcy will accordingly rcfruin froin any form of armed inter- vontion or threat of such intervention against any /participatin£;7i3tnto. Thoy will liltewiso rofrain from uny other /ac t/k i nd7oí' rnilitary, or of political, cco- noinic or othcr coercion /or pressurc7 designed to sub- ordinate to their own /Tntcrcst/wifj7 the exercise by another /part ic i pat in^7 State of the rights' inhercnt in its sovoreignty /rrferrcd to abovr?7 and thus to sccure advantages of any kind. Accordingly they wii] intcr alia rofrain from direct or indirect assistance to’terrprist acitivitics, or to /subversivn or other7 ac t i vi t ics . d irnc tecj towards the _=J Vinnuplögg frá Helsinki-ráðstefnunni. Orðin innan hurnklofanna eru þau, sem ekki hefur náðst samkumulag um ug verður því að ræða frekar. Eins og sjá má er ágreiningur í nær hverri línu. unnið að því að koma þeim í fram- kvæmd, tvíhliða og marghliða. T.d. hefur Efnahagsnefnd Sam- einuðu þjóðanna fyrir Evrópu, sem öll þessi ríki eiga aðild aö, verið valinn sem starfsvettvangur fyrir framkvæmd efnahags-, við- skipta-, tækni- og umhverfismál- anna, auk þess sem tvíhliða sam- ingum um þau efni fer fjölgandi. Ættu að koma í veg fvrir endurtekningu á UnRverjalandi og Tékkóslóvakíu — Einhvers staðar hefur Hel- sinki-yfirlýsingin verið nefnd friðarsamningur kalda striðsins, en aðrir hafa nefnt hana friðar- samning heimsstyrjaldarinnar síðari. „Ut af fyrir sig er töluvert til i hvoru tveggja. Aðaláhugamál Sovétríkjanna. sem að mörgu leyti má nefna for- gönguriki unt Helsinki- ráðstefnuna, var aö fá örugga viðurkenningu áþvi að núverandi landamæri í Evrópu væru til frambúðar, en sem kunnugt er hefur enginn formlegur friðar- samningur verið undirritaður eft- ir heimsstyrjöldina síðari. Vestur- veldin voru ekki tilbúin til að fallast á þetta afdráttarlaust og komu inn í samkomulagið ákvæði um að landamærum megi breyta ef til kemur samkomulag viðkom- andi ríkja. Þetta ákvæði hefur auðvitað fyrst og fremst þýðingu að því er varðar skiptingu Þýzka- lands. Austurr-Evrópurikin sóttu einnig mjög fast að fá inn í sam- komulagið ákvæði um samvinnu á sviöi vísinda og tækni. en vest- rænu ríkin og hlutlaus ríki vildu fá ákvæði um aukna upplýsinga- miðlun og viss atriði í sambandi við frjálsari samskipti. Það var einkum vegna þessara siðast- nefndu málaflokka sem undir- búningur Helsinkiyfirlýsingar- innar og sá þáttur viðræðnanna sem fór fram í Genf dróst á lang- inn. En samkomulag náðist og það var mikilvægast. — Tryggir Helsinki- yfirlýsingin þá frið í Evrópu? I ljósi mannkynssögunnar er því miður hæpið að fuilyrða aö undirritun yfirlýsinga tryggi frið. En aðildarríkin hafa nú m.a. sér- staklega heitið því að virða rétt hverrar þjóðar til að velja sér eigið þjóðskipulag — og beita ekki hervaldi í neinni ntynd eða hóta beitingu þess hvert gegn öðru. Og takmark allra þessara viðræðna er að skapa grundvöll fyrir betra lifi í Evrópu. Þess vegna standa vissulega vonir til þess, aó sambúó, sem Heisinkiyfirlýsingin og viðræður tengdar henni stuðla að, verði til að forða öllum meiriháttar árekstrum og hindra aö atburðir eins og þeir sem geróust árin 1956 og 1968 komi fyrir aftur. — En hvað með atburði eins og Kúbudeiluna? „Það samstarf. sem á sér stað innan ramma Helsinki- yfirlýsingarinnar, getur að sjálf- sögðu ef vel tekst til, haft heppi- leg áhrif á samskipti rikjarina annars staðar í heiminum." — Ég hjó eftir því að þú sagðir að sérstök Miðjarðarhafsnefnd starfaði á Belgrad-fundinum. Bendir hún ekki til þess að menn vilji láta þessi samskipti ná út fyrir Evrópu? „Malta hefur gerzt mikið for- gönguríki þess, að málefni Mið- jarðarhafssvæðisins verði tekin fyrir á fundinum, þar sem öryggi þess svæðis sé svo nátengt öryggi Evröpu. En Miðjarðarhafið snertir fleiri ríki en Evrðpuríki, og nauðsyn- legt þðtti að setja þessum funda- Framhald á bls. 55 — En hermálin? „Um svipað leyti og undirbún- ingur Helsinki-yfirlýsingarinnar byrjaði, hófust líka í Vín viðræð- ur nokkurra aðildarríkja Varsjár- og Atlantshafsbandalagsins um niðurskurð herafla í Mið-Evrópu, Vonir stóðu til þess að þeim við- ræðum myndi fleygja fram sam- hliða hinum, en reyndin er nú sú, því miður, að ekkert samkomulag hefur náðst, þótt segja megi að sjónarmið aðila hafi skýrzt nokk- uð. A Belgradfundinum var lýst miklum vonbrigðum vegna þessa og yfir þvi að ekki skyldi hafa þokast neitt áfram í afvopnunar- málum yfirleitt. i ávarpi frá Tito Júgóslavíuforseta, sem lesió var við upphaf fundarins, lýsti hann meðal annars áhyggjum sinum i þessum efnum. Og i boðskap frá Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, sem fundinum var fluttur, benti hann á að í Belgrad ættu m.a. fulltrúa ríki, sem samtals hefðu á sínum vegum 80% af hernaðarútgjöld- um heimsins. Afvopnunarmálin eru svo margþætt og flókin, að nauðsyn- legt hefur þótt að ræða þau i þrengri hópi þeirra ríkja, sem mestan herbúnaóinn hafa. Þær viðræður eru utan vió Bel- gradfundinn, fara aðallega fram í Genf og Vin. En það er allra álit, að það sé mjög nauðsynlegt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.