Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
37
Að þykja vænt
um allt sem lifir
Kári Tryggvason:
Börnin og heimurinn þeirra
Almenna bókafélagið 1977
Kári Tryggvason er þekktur
höfundur sem skrifar fyrir börn
og unglinga. Auk þess sem hann
hefur gefið út nokkrar ljóðabæk-
ur. Börnin og heimurinn þeirra er
úrval efnis úr bókum höfundar.
Það kennir margra grasa í þess-
ari bók. Þar eru kaflar úr verð-
launabók Kára: Úlla horfir á
heiminn. Brot úr sögunni Dísa á
Grænalæk, Palli og Pési og Ævin-
týraleiðir. Svo eitthvað sé nefnt.
En af nógu er að taka. Jólaköttur-
inn er úr handriti: „Sama daginn
og Krummi lærði að krunka, sagði
ég drengjunum söguna af jóla-
kéttinum."
Svo kemur sagan af systkinun-
um þremur við Gnoðarvoginn,
sem áttu fallega kisu. „Alltaf gátu
þau dáðst að kisu litlu og öllum
aðkomubörnum þótti vænt um
þennan skemmtilega félaga."
Hanna
Dóra
Seinna i sögunni: „Svo var það
eitt drungalegt septemberkvöld
að kisa hvarf að heiman." —
Önnur saga úr handriti heitir
Matti og Maja og fjallar hún um
tvö munaðarlaus svertingjabörn.
„Matti og Maja hlupu út í skóg
þar sáu þau gamlan fíl, sem lá
undir stóru drekatré." Þessa ógn-
Bókmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
arskepnu langaði til að gera eitt-
hvert góðverk áður en hún deyr.
Hún hjálpar líka þessum munað-
arlausu börnum svo þau geti
óhult ferðast um skóginn. Þau
klifruðu upp á bakið á fílnum og
héldu svo af stað. „Nú fór fíllinn
að labba um skóginn. Og þegar
hann hafði gengið dálitla stund,
kom ægilega stórt Ijón og horfði
græðgislega á Matta og Maju, það
sleikti út um, því að það var afar-
svangt.“ —
Hardy-bræður
Frank og Jói
Kári Tryggvason
Kári Tryggvason kann vel að
vekja unga hugi til eftirvænting-
ar — ná allri athygli strax í upp-
hafi sögu. Hann vekur þau til
umhugsunar á vandamálum
hversdagsins. Mál hans er hreint
og lipurt, hann vinnur allt af
vandvirkni. Þessi bók Kára er
mikill fengur ungum lesendum og
þeim foreldrum sem vanda vilja
til með lesefni fyrir börn sín skal
bent á þessa bók sem eina slika.
Bókin er myndskreytt af mörg-
um þekktum listamönnum okkar.
Frágangur er góður.
Hardý-bræður
Frank og Jói
HRAÐLESTIN FLJÚGANDI
Höfundur: Franklin W. Dixon
Þýðing: Gísli Ásmundsson
Prentun og gerð:
Prentsmiðján Leiftur hf.
Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur
hf.
Slíkar sögur gera enga kröfu til
þess að kallast bókmenntir, eru
það heldur ekki, aðeins skemmti-
legt handverk sem kitlar frum-
stæða veiðihvöt. Þegar ég sit með
svona bók í höndum, þá finnst
mér, að ég sé kominn í stöðu
húskattarins sem með ýfðum hár-
um og græðgisvæli horfir á mús
eða fugl fikra sig eftir syllunni
fyrir utan lokaðan glugga. Ég nýt
þess að æsast, og þó veit ég, að
milli mín og raunveruleikans er
kalt glerið. Og er ég hugsa til
málsins, sem oftast er búningur
slikra bóka, þá kemur mér enn
kötturinn i hug, kötturinn sem
hefir látið blekkjast af leikfanga-
mús, sem barn hefir gleymt á
gólfi. Það vantar allt hold og blóð.
Skilji mig samt enginn svo, að
ég hafi eitthvað á móti slíkum
sögum, ég nýt þess að lesa þær, ef
tími minn er rúmur.
Sagan, sem hér er á söluborði,
er prýðis leynilögreglusaga, æsi-
legir atburðir, torráðnar gátur,
snilld félaga okkar, já, það mun
Bókmenntlr
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
engum leiðast. Frank og Jói er
synir frægs leynilögreglumanns,
og þó móður þeirra þyki nóg um,
þá hrífast þeir af starfi föðurins
og ganga ótrauðir til liðs við hann.
Þeir tefla fram hugviti sinu móti
skúrkshætti þorparanna og máta
þá að lokum í jarðhýsi sem engum
nema snillingum hefði tekizt að
finna.
Það ættu að vera meðmæli með
vinsældum höfundar, að ef ég
hefi talið rétt, þá er þetta 18. eða
19. bók hans um bræðurna.
Þokkaleg þýðing. Villur ekki
margar. Prentun og gerð góð.
Hanna Dóra
Höfundur: Stefán Jónsson
Umsjón með útgáfu: Einar Bragi
Teikningar: Þórður Hall
Kápa og úrlit: Kristín Þorkels-
dóttir, auglýsingastofa s.s.
Prentun og band: Isafoldarprent-
smiðja hf.
Útgefandi : Isafoldarprentsmiðja
Þetta er ein þeirra bóka sem þú
tekur fagnandi í móti, lest þér til
gagns og gleði. Höfundur er hátt
yfir meðalskáldin hafinn, hann
stóð þannig að verkum sínum, að
þau eiga ekki aðeins erindi við
eina rim þroskastigans heldur
margar, ungum og öldnum réttir
höfundur hendur, báðum jafnt.
Hafir þú gaman að fögru máli og
viljirðu auka orðaforða barna
þinna, þá réttu þeim svona bók i
hönd. Hafir þú tilfinningu fyrir
hugsunum sem búnar eru í stutt-
ar, hnitmiðaðar setningar, þá er
þetta enn bókin þín. Hafir þú
áhuga á sönnum gátum lífsins, þá
taktu þér bók Stefáns í hönd. Já,
hún mun veita læsum gleði.
Það var 1956, að Stefán sendi
Bókmenntlr
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
þessa bók fyrst frá sér, og hér
kemur hún sem tíunda bindið i
ritsafni sem útgáfan sendir frá
sér af verkum höfundar. Til
verksins er vandað, mannvinur-
inn og skáldið Einar Bragi hefir
umsjón meö útgáfunni, og er það
fljótsagt að bráðvel hefir tekizt
um alla gerð.
Hanna Dóra er saga ungrar
stúlku sem „skotizt hafði inní ætt-
ir landsins" skáhallt við sið og
venju. Hún á móður, veika móður
sem deyr, og hún á ,,föður“,
spjátrung, nærri þvi lirfu í seðla-
búntum föður sína, athafna-
mannsins Konráðs. Höfundur lýs-
ir, hvernig telpan reynir að bæta
sér einstæðingsskapinn upp, gerir
sér mynd af föður t.þ.a. leiða, og
meðan hún hittir hann ekki, þá á
hún hann, hann er nærri þvi jafn-
góður og flestir feður aðrir, en
svo er þau hittast, þá verður hún í
einni svipan bæði móður- og föð-
urlaus.
Sögusviðið er að mestu líf í
sveit, þar sem slúðrið og aldagöm-
ul stöðnun valda þvi, að fjölskyld-
ur geta ekki ræðst við, berjast
með tungum, jafnvel logum elds.
En telpan á afa sem reynist sann-
ur, og er sögunni lýkur, þá roðar
tind nýs dags fyrirheit um mennt-
un og bjartari hag.
Þetta er prýðisbók og hafi út-
gáfan kæra þökk fyrir.
Jólafötiii
frá Bonaparte