Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 50 IR-ingar hyggja á miklar fram- kvæmdir í Mjóddinni I FJÖLMENNUIVI íbúðahverfum eins og Breiðholti er mikil þörf á gróskumiklu íþróttastarfi. Hafa framtakssamir menn gert sér þaó Ijóst og í dag starfa í hverfunum tvö íþróttafélög, Iþróttafélag Keykjavíkur og Leiknir. Verdur því fyrrnefnda gerö nokkur skil hér, en Leikni síóar. íþróttafélag Reykjavíkur hasl- aði sér snemma völl í Breiðholti. Hefur félagið í nokkur ár verið með æfingar í íþróttahúsi Breið- holtsskóla, en félagið situr að öll- um-lausum tímum í húsinu utan skólatíma. Er tíminn vel nýttur að sögn Þóris Lárussonar formanns ÍR, en það hefur þó ekki reynst nóg, félagið hefur einnig æfinga- tíma í gamla iR-húsinu við Tún- götu, Langholtsskólanum, undir stúku Laugardalsvallar og í Laug- ardalshöllinni. Þórir sagði að segja mættf að félagið væri nú algerlega flutt í Breiðholtið. „Starfsemi félagsins hefur svo til að öllu leyti miðast við Breiðholtið undanfarin ár,“ sagði Þórir. ,,Þar höfum við nú komið upp félagsheimili, að Arn- arbakka 2, og höfum við nýverið sótt um 500 fm. lóð til framtíðar- bygginga í Mjóddinni, en þar mun í framtíðinni rísa mikið íþrótta- svæði,“ bætti Þórir við. Þórir sagði að lóðaúthlutun til félagsins undir byggingar íþrótta- húss og félagsheimilis væri mjög í brennidepli núna. Árið 1974 sam- þykkti borgarráð að IR hefði for- gangsrétt að íþróttasvæði sem Körfuknattleiksmaður úr IR sendir knöttinn í körfuna. 1 fjölda ára hafa körfuknattleiks- menn úr IR hreppt Islandsmeist- aratitilinn I þessari fþróttagrein. Þórir Lárusson formaður IR. bæði á íþróttasviðinu og félags- lega sviðinu. Eru íþróttamenn fé- lagsins í dag meðal þeirra allra fremstu í þessum íþróttagreinum. Allt frá þvi að félagið var stofnað i marz 1907 hefur félagið reyndar haft hverju sinni mörgum afreks- mönnum og flokkum á að skipa í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þórir Lárusson sagði í spjallinu við Mbl. að skíðadeild félagsins hefði komið sér upp góðri aðstöðu til skiðaiðkana á landsvæði félags- ins í Hamragili nálægt Hveradöl- um. Þar var fyrir stór skiðaskáli og skiðalyfta, en í sumar hefur verið unnið þar mikið starf að frekari uppbyggingu svæðisins. Reist hefur verið unnið þar mikið starf að frekari uppbyggingu svæðisins. Reist hefur verið ný 600 metra löng lyfta og grundvöll- ur lagður að annarri jafnlangri, hugsað væri að risi í Mjóddinni. Þórir sagði að í fyrsta áfanga hugsaði IR sér að reisa á væntan- iegri byggingarlóð sinni íþrótta- hús með um 44x20 metra gólffleti svo og félagsheimili. „Við biðjum um það mikió svæði að við getum reist annan eins sal og þann sem rísa mun í fyrstu og við þá verða áhorfendastæði fyrir800 manns," sagði Þórir. Þórir Lárusson sagði að á fyrir- huguðu íþróttasvæði í Mjóddinni yrðu nokkrir Iþróttavellir, einn stór knattspyrnuvöllur og tveir minni vellir. Þá er gert ráð fyrir að borgin reisi þar íþróttahöll. Segja má af þessu að nokkuð vel líti út með aðstöðu fyrir starf- semi félagsins i framtíðinni,“ sagði Þórir. íþróttafélag Reykjavíkur sam- anstendur af sex sérdeildum, fim- leikadeild, frjálsiþróttadeild, handknattleiksdeild, körfubolta- deild, knattspyrnudeild og skiða- deild. Hefur félagið átt miklum uppgangi að fagna hin siðustu ár, sem mun verða reist á næsta ári, en sú lyfta mun flytja fólk á topp fjallsins í beinu áframhaldi af fyrri lyftunni. Sagði Þórir að þarna yrði þvi góð aðstaða til skiðaiðkana i framtiðinni. Þórir sagði í lok spjallsins að ekki væri hægt að segja til um hvenær byggingar hæfust á því sviði sem sótt hefur verið um til borgarinnar. Sagði Þórir að félag- ið stæði nokkuð vel fjárhagslega og því ættu framkvæmdirnar að geta hafist von bráðar. Hjá hon- um kom fram að niðurstöðutölur rekstrarreiknings félagsins fyrir síðasta starfsár hljóðuðu upp á 13 milljónir, rekstrarhalli varð um 150 þúsund krónur. Er það betri útkoma en undanfarin ár og líkur fyrir betri afkomu í framtíðinni. Á efnahagsreikningi félagsins sagði Þórir að fram kæmi að fé- lagið á mannvirki að verðmæti 57 milljóna, samkvæmt brunabóta- mati o.þ.h., en fastafjármunir fé- lagsins á síðasta starfsári voru 58.5 milljónir króna. r w 1 1 . \ $ f vÉkh w fi Frjálsíþróllafólk IR fagnaði í sumar sjötta sigri sínum í röð í Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Islands. Sigur í þeirri keppni er að jalnaði talinn Ijósastur vottur þess hvaða félag hafi bezta frjálsíþróttafólkinu á að skipa. Það er uppi fótur og fit í púðaher- berginu og þar geta allir komið og fengiS útrás ef þeim hitnar i hamsi. Glatt á hjalla í Fellahelli ..Við höfum gert okkur far um að koma til móts við þarfir og vanda- mál unglinganna, reynt að finna út áhugamál þeirra og fengið þau til að stofna klúbba af ýmsu tagi og vinna að ólíkustu málefnum.” sagði Sverr- ir Friðþjófsson. forstöðumaður fé- lagsmiðstöðvarinnar Fellahellis, sem rekm er af Æskulýðsráði Reykjavíkur í Breiðholti 3 ..Það eru tvö sem vinna hér allan daginn,” sagði Sverrir. ..Elísabet B Þórisdóttir og ég. en starfsliðið er alls 11 manns og skiptir það með sér vöktum'' H nn sagðist sjálfur hafa verið ráðinn síðastliðið vor, en Fellahellir hefði hins vegar verið opnaður 9. nóv. 1974 Hann sagði að starfsemin í Fella- helli væri tvískipt Annars vegar væri um að ræða húsnæðisþjónustu og fengju ýmis félög inni með fundi á kvöldin, svo sem kvenfélög, skát- ar, iþróttafélög o.s.frv., en á daginn færi fram kennsla í námsflokkum eða rekinn væri tónmenntaskóli. eins og hann er kallaður Hins vegar færi fram æskulýðsstarfsemi tvisvar í viku fyrir unglinga 1 3 ára og eldri Væri dansað á föstudags- og þriðju- dagskvöldum en að auki væri um aðra starfsemi að ræða síðarnefnda kvöldið Væri spilað og spjallað i hópum, eða krökkunum leiðbeint við ákveðin áhugamál Á meðal þriðjudagskvöldi sagði Sverrir að frá 1 50—200 manns væru á staðnum Enn fremur kvað hann að jafnaði opið á daginn og gætu krakkarnir þá komið og stytt sér stundir eftir skóla, ef þeim leiddist heima Einnig gætu húsmæður, er sæktu námskeið hjá námsflokkunum, skilið börn sin eftir í gæzlu undir sama þaki og gerði það þeim stórum léttara fyrir Þá mætti nefna að Framfarafélagið i hverfinu efndi til kvikmyndasýninga fyrir börn á sunnudögum, en for- eldra óaði oft við að senda börn sin niður í bæ Fram kom hjá Sverri að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar væri einungis miðuð við þarfir íbúa í Breiðholti 3, enda væri þar næg eftirspurn eftir aðstöðunni. Hann sagði að börn úr hverfinu fengju skírteim þess efnis að þeim væri heimill aðgangur en vitanlega mættu þau bjóða með kunningjum sinum annars staðar frá ..Það er mikilvægt að ná persónu- legu sambandi við krakkana.'' hélt Sverrir áfram, ,,að fá tiltraust þeirra svo við getum hjálpað þeim til að ráða fram úr vandamálum sínum Er farið með slík vandamál sem algert trúnaðarmál Það hefur komið á daginn að krakkarnir eru yfirleitt alls ófeimin að koma til okkar og leysa frá skjóðunni Þau tjá sig oft eins og þau mundu aldrei þora eða geta heima hjá sér.” Snar þáttur félagsstarfsins er eins og áður segir fólginn i samvinnu um málefm Svo dæmi sé tekið sagði Sverrir að um tíma hefði nokkuð borið á reykingum í húsinu og ann- ars staðar þar sem unglingarnir kæmu saman og hefðu þau þá verið fengin til að stofna samtök gegn reykingum og væru nú reykingar ekkert vandamál lengur Ef tala mætti um vandamál væri það helst í sambandi við umgengni á staðnum Hefði því nýlega verið settur á lagg- irnar umgengnisklúbbur í því skyni að gera hér bragarbót Sverrir sagði að starfsliðið fundaði einu sinni í viku um starfið og árangurinn, og væri i mörg horn að lita Hann kvaðst álita að Fella- hellir væri ómissandi fyrir það sam- félag er hann þjónaði og væri hætt við að eitt og annað færi úr skorðum ef honum yrði lokað ..Það hefði nú ekki verið bagalegt að hafa aðra eins aðstöðu þegar við vorum á svipuðu reki,” sagði Sverrir að lokum Fellahellir er að sögn forstöðu- mannsins um 1000 fermetrar að stærð Þar er danssalur og annar þar sem leika má borðtennis og billjard. auk annarra herbergja Einnig er þar greiðasala Kom fram i viðtalinu að á döfinni væri hjá Æskulýðsráði að koma á fót sams konar starfsemi við Sæviðarsund og í Árbæ. en hún væri þegar fyrír hendi í kjallara Bú- staðakirkju Svona nokkuð fannst strákunum full mikið alvöruleysi, en hér æfa stelpurnar nútimadans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.