Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 Bækur — Bækur — Bækur — Bækur — Bækur — Bækur — Bækur — Bækur — Sjö bækur frá Hörpuútgáfunni HÖRPUUTGÁFAN á Akranesi sendir frá sér 7 bækur á þessu hausti, og eru þær af ýmsum toga spunnar, eins og fram kemur í þessari bókakynningu: BORGFIRZK BLANDA — sagnir og fróðleikur úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, safnað hefur Bragi Þórðarson. Bókin skiptist í þjóðlífsþætti, persónuþætti, sagnaþætti, frásagnir af draum- um og dulrænu efni, frásagnir af slysförum, ferðaþætti og vísna- þátt. Fátt af þessu efni hefur verið prentað áður. Meðal höfunda sem eiga efni i bókinni eru: Andrés Eyjólfsson í Síðu- múla, Árni Öla, ritstjóri, Björn Jakobsson,' tónskáld og ritstjóri frá Varmalæk, Guðmundur Illugason, frá Skógum í Flókadal, Hallgrímur Jónsson, f.v. hrepp- stjóri á Akranesi, Magnús Sveins- son, kennari og fráeðimaður, frá Hvítsstöðum, Ólafur B. Björns- son, ritstjóri, Akranesi, Sigurður Jónsson frá Haukagili, Sypin- björn Beinteinsson frá Draghálsi, Þórður Kristleifsson söngstjóri og kennari frá Stóra-Kroppi, Bragi Þórðarson, Akranesi. I Borgarfjarðarhéraði hefur ekki verið útgáfa af þessari gerð síðan Kristleifur Þorsteinsson fræðimaður á Stóra-Kroppi, skrifaði þætti sína, sem birtir voru í Héraðssögu Borgarfjarðar og bókunum Ur byggðum Borgar- fjarðar. Borgfirzk blanda er 240 blaðsíður í stóru broti. I henni eru myndir og nafnaskrá. FRA UMSVÖLUM er 10. frum- samda ljóðabók Jóhanns Jóhann Hjálmarsson Hjálmarssonar og sú lengsta. En fyrsta ljóðabók skáldsins, Öngull í tímann, kom út 1956. Frá Um- svölum er ævisaga ungra hjóna, sem víða hafa farið um heiminn og kynnst flestum hliðum mann- lífsins. Umhverfi bókarinnar er þó fyrst og fremst íslenskt. Hún er samin á Kópaskeri og er mann- líf og landslag þar og á Sléttu ríkur þáttur hennar, svo og jarð- skjálftarnir þar nyrðra og áhrif þeirra á fólk. Jóhann Hjálmars- son er löngu þekktur fyrir að fara ekki troðnar slóðir i skáldskap sínum, og er í þeim efnum skemmst að minnast bókar hans Myndin af langafa, sem markaði tímamót í þeim efnum. OG AÐRAR VlSUR — söng- textar með nótum, eftir Friðrik Guðna Þórleifsson tónlistar- kennara á Hvolsvelli. Vísur Friðriks Guðna og söngtextar hafa orðið vinsælir hér á landi. Söngflokkar og kórar hafa flutt þá. Hluti textanna var ortur vegna útgáfu jólalagaplötu, sem Eddukórinn syngur á og kom út 1971, svo og nokkrir sem kennslu- efni samkvæmt pöntun frá skóla- rannsóknum, en aðrir af öðrum tilefnum. SKÆRULIÐAR 1 SKJÓLI MYRKURS er 10. bókin, sem út kemur á íslensku eftir Francis Clifford. Þessi bók segir frá nútíma skæruhernaði. ELDHEIT AST er 9. bókin, sem Hörpuútgáfan sendir frá sér eftir Bodil Forsberg. Þetta er ástar- saga. Friðrik Guðni Þorleifsson LIFSHÆTTULEG EFTIRFÖR eftir Gavin Lyall. A siðastliðnu ári kom út hjá Hörpuútgáfunni bókin TEFLT A TÆPASTA VAÐ eftir sama höfund. Sú bók seldist upp fyrir jól. AST I SKUGGA ÖTTANS er ný bók eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen. I fyrra kom út bókin Hjarta mitt hrópar á þig, eftir sama höfund. Ast í skugga óttans er 2. bókin i röðinni af Rauðu ástarsögunum, sem Hörpu- útgáfan byrjaði að gefa út á síðastliðnu ári. Þrjár barnabækur koma nú fyrir jólin í endurútgáfum. Eru það bækurnar: HEIMS UM BÓL HELG ERU JÓL, jólasálmar vald- ir af séra Jöni M. Guðjónssyni. Teikningar gerði Gyða L. Jóns- dóttir. VIÐ JÓLATRÉÐ, jolavísur valdar af Hermanni Ragnari Stefánssyni danskennara. Teikn- ingar eftir Halldór Pétursson og NÚ ER GLATT HJA ALFUM ÖLLUM, álfaljóð valin af Ölafi Hauki Arnasyni fyrrv. skóla- stjóra. Teikningar eftir Halldór Pétursson. Það er áriö 1932. Kreppan leggur dauða hönd sína á atvinnulíf um land allt. í Reykjavík er fimmti hver maður atvinnulaus. Það á aö lækka kaupið um þriójung. Verka- menn úr öllum flokkum sameinast. Það slær í blóðugan bardaga. Yfir 20 lögregluþjónar særast og eru óvígir. Verkamennirnir hafa Reykjavík á valdi sínu. Verka- mannauppþot? Byltingartilraun? Þetta er 9. nóvember 1932. Þetta er Gúttóslagurinn. Ólafur R. Einarsson Einar Karl Haraldsson nóvember ; 19:12 baráttuáriö mikla í miöri heimskreppunni. AMERÍSKIR SLOPPPAR Aldrei meira úrval. Tízkuskemman, Laugavegi 34a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.