Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 Jólaglögg og fleiri nýj- ungar hjá Loftleidahóteli ÝMSAR nýjungar eru á döfinni hjá Hótel Loft- leiðum, m.a. varðandi kalda borðið. Er þar fyrst að nefna að ákveðið hefur verið að bjóða sérstakan barnaafslátt, þannig að börn til 3 ára aldurs fá kalda borðið frítt en börn 3 ára til 12 ára fá helmings- afslátt. Þá er einnig ákveðið að bjóða fyrirtækjum, sem koma með hópa og starfs- hópum, 15 manns eða fleiri, 10% afslátt af verði kalda borðsins en boð þetta gildir út jólin eða til og með 6. janúar. Hótel Loftleiðir mun taka upp þá nýbreytni að hafa á boðstólum jólaglögg í Blómasal og á Vínlands- bar sömu daga og áður eru nefndir. Kynningarvikur hafa verið teknar upp að nýju, og var Bahamavika haldin á dögunum en von er á Kenyakynningu, og síðan ungverskri viku. Kynningarvikurnar fara fram í Víkingasal hótels- ins. Á myndinni eru Flugleiða- menn við lokkandi krásirn- ar, Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi t.v., Arnar Jónsson og Emil Guðmundsson, móttöku- stjóri. Már Kristjónsson Glöpin grimm Hliðstæða HAMSUNS GUÐMUNDUR G. HAGALÍN RITAR UM BÓKINA GLÖPIN GRIMM f MORGUN- BLAÐIÐ 6. Þ.M. OG KEMST M.A. SVO AÐ ORÐI: „Ég hatði ekki lesið margar blaðsíður í þessari skáldsögu, þegar ég þóttist sjá, að þarna væri á ferð höfundur, sem hefði það mikið til brunns að vera, að hann þyrfti ekki að „gera kúnstir" — til dæmis misþyrma íslenzku máli eða reka upp popphl jóð — til þess að eftir honum væri tekið. Og þess lengur sem ég las jókst hvort tveggja: undrun mín og gleðin yfir því, að þarna væri ég komlnn í kynni við veigamikið sagnaskáld. Og ég hugsaði með mér: Mundl hann virkilega reynast fær um að verða sjálfum sér samkvæm- ur allt til bókarloka? Stundum varð mér það fyrir að skella upp úr í einrúmi við lesturinn, og mér komu í hug orð Vídalíns um að skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut. Stöku sinnum sagði ég við sjálfan mig: Get- urðu verið þekktur fyrir að hlæja að því arna? Svarið varð já ...“ „... Mér flaug í hug víð lesturinn, að þarna væri komin íslenzk hliðstæða bókar Hamsuns, Konerne ved vand- posten." Om&Orlygur Iktuigötu 42 siuri:25722 ÞESSIR ungu BreiShyltingar: Gunnar Þór Ásgeirsson. Geir Leó Guð mundsson og Gunnar Veigar Ómarsson. efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna að Þórufelli 20. Þeir og félagi þeirra Jónas Vignir Gislason, sem vantará þessa mynd. söfnuSu 4000 krónum. ÞESSAR vinkonur: Elin Guðmundsdóttir og Kolbrún Gunnarsdóttir. svo og Sigriður Gunnarsdóttir. en hana vantar á myndina, efndu til hlutaveltu að Hringbraut 65 i HafnarfirSi til ágóSa fyrir Styrktarfél. vangefinna. SöfnuSu þær tæplega 10.000 krónum. ÞESSIR krakkar. sem eiga heima vestur á Ásvallagötu i Reykjavik, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaSra og fatlaSra og söfnuSu tæplega 9000 krónum. Krakkarnir heita: GerSa Valsdóttir. Jón Örn Kristinsson. Jón Ingi FriSjónsson og Jörundur Áki Sveinsson. ÞESSIR krakkar sem eiga heima suður i Kópavogi efndu til hlutaveltu til ágóSa fyrir Krabbameinsfél. jslands og söfnuSu þeir 3200 krónum. Á myndina vantar einn. Sigurð Hauksson, en á myndinni eru Hildur Birgisdóttir. Hannes Hauksson og Gylfi Ingvarsson. ÞESSAR skólastúlkur sem reyndar eru systur. efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Krabbameinsfélag Islands að Langholtsvegi 61. Þær söfn- uðu rúmlega 4300 krónum til félagsins. Þær heita Eygló og Þóra SigurSardætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.