Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 / Rætt við Olaf Egilsson, deildarstjóra um Belgrad- fundinn og efndir á Helsinkiyfírlýsingunni „Helsinkiyfirlýsingin og þessi fundahöld eru tvímælalaust eitt mikilvægasta skrefið, sem stigið hefur verið frá striðslokum til þess að treysta samskipti milli austurs og vesturs. I svipinn held ég að tæplega sé hægt að segja annað, en að þessi mál þróist i aðalatriðum í rétta átt. Og kannski er það mikilvægast að geta sagt, að sú sé stefnan, sagði Ölafur Egilsson, deildarstjóri í utanrikisráðuneytinu, er Mbl. i ræddi við hann um ráðstefnu þá í i Belgrad, sem nú gerir úttekt á framkvæmd Helsinkiyfirlýsingar- innar. Ólafur sat ráðstefnuna frá byrjun hennar 4. október sl. og út þann mánuð, fyrstu vikuna ásamt Henrik Sv. Björnssyni, ráðuneyt- isstjóra, sem var sérstakur full- trúi utanríkisráðherra í upphafi fundarins. Fulltrúar allra Evrópuríkja nema Albaníu „Þetta er fyrsti fundurinn, sem haldinn er til þess að fara yfir framkvæmd Helsinki- yfirlýsingarinnar, sem undirrituð var 1. ágúst 1975 í lok ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, en hún hafði þá staðið nær samfellt frá árinu 1973“, seg- ir Olafur. „Helsinki-yfirlýsingin skiptist í fjóra aðalkafla: 1 fyrsta lagi ráð- stafanir til að efla öryggi í Evrópu þ.e. annars vegar tíu grundvallar- reglur um samskipti ríkja og hins vegar vissar ráðstafanir til að auka gagnkvæmt traust á hern- aðarsviðinu, til dæmis tilkynning- arskyldu um meiriháttar heræf- ingar og skipti á fulltrúum, sem eru viðstaddir heræfingar. 1 öðru lagi tekur Helsinki-yfirlýsingin til samstarfs á sviði efnahagsmála, þar á meðal viðskipta, og svo á sviði vísinda, tækni- og umhverf- ismála. I þriðja lagi er kaflinn um mannúðarmálin, sem margir telja mikilvægasta kafla yfirlýsingar- innar, en hann fjallar um frjáls- ari samskipti, einkum sameiningu fjölskyldna, sem landamæri skilja, hjónabönd þegna mismun- andi ríkja og fleira slíkt. Einnig aukna upplýsingamiðlun svo sem dreifingu blaða, tímarita og bóka — og bætta starfsaðstöðu blaða- manna og um ýmiskonar menn- ingarsamskipti. í fjórða lagi eru svo atriði, sem snerta áframhald- andi viðræður ríkjanna, sem stóðu að ráðstefnunni, um þessi mál. 1 Helsinki var ákveðið að hittast á ný eftir tvö ár, og þá i Belgrad. Og við það hefur verið staðið. Fundinn sækja um 400 fulltrúar frá 35 ríkjum, þ.e. öllum Evrópu- ríkjunum nema Albaníu og einn- ig Bandaríkjunum og Kanada. 1 þessum hópi eru þrjú ríki fá- mennari en við, Liechtenstein, Mónakó og San Marinó, auk Páfa- ríkisins sem hefur nokkra sér- stöðu. — Nú gekk ekki árekstrarlaust að koma þessum fundi á. „Nei. Það er rétt. í sumar, sem leið, var haldinn sjö vikna fund- ur, þar sem ákveðið var, hvernig fundarhöldunum í Belgrad skyldi háttað. Þar voru uppi töluvert skiptar skoðanir, sem þóttu bera keim af þvi, að aðildarríkin hefðu misjafnlega mikinn áhuga á því að farið yrði mjög djúpt í að kanna framkvæmdina á Helsinki- yfirlýsingunni á þessu stigi. t lokin náðist þó samkomulag um tilhögun, sem hefur í aðal- atriðum gefist vel.“ — Voru ekki uppi einhverjar efasemdir um þátttöku Sovét- manna? „Það var á þeim tíma, sem Cart- er Bandaríkjaforseti lagði mesta Sendinefnd tslands á lokafundi ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu f Evrópu f Helsingfors frá vinstri: Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra, Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri, Guðmundur 1 Guðmundsson, sendiherra, Einar Benediktsson, sendiherra, Björn Bjarnason, skrifstofustjóri og Kurt Juuranto, aðalræðísmaður. Þrátt fyrir snörp orðaskipti á Belgradfundinum er ekki annað að sjá en vel fari á með þeim Arthur Goldberg, aðalfulltrúa Bandaríkjanna, og Juli Vorontzov, aðalfulltrúa Sovétríkjanna; að minnsta kosti á milli funda. Hvað sem einstaka orðaskaki líður, má víða finna raunverulegan vilja til áð bæta samskipti austurs og vesturs áherzlu á mannréttindamálin. Vegna þess vöknuðu efasemdir um að Rússar mundu mæta til fundar, en sem betur fer reyndist sá ótti ástæðulaus." — Þú sagðir, að fyrirkomulagið í Belgrad hefði gefizt vel. Hvert er það í aðalatriðum? „Fundurinn hófst með því, að aðalfulltrúar allra rikjanna fluttu inngangsræður, þar sem lýst var meginafstöðu ríkjanna til mála sem Helsinki-yfirlýsingin fjallar um, nú. Þessar ræður voru allt að 30 mínútna langar haldnar á opn- um fundum, og talaði Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri af Is- Iands hálfu. (Ræða Henriks birt- ist í Morgunblaðinu 25. nóv. sl. — Innskot Mbl.) Síðan voru haldnir lokaðir alls- herjarfundir, þar sem farið var nánar út í einstök ákvæði yfirlýs- ingarinnar, og framkvæmd þeirra, hún tekin fyrir kafli af kafla. Að því loknu hófust svo nefndastörf, jafnframt þvi sem haldnir hafa verið þrir allsherjar- fundir vikulega. Fimm nefndir starfa á fundinum: öryggismála- nefnd, efnahags-, vísinda-, tækni- og umhverfismálanefnd, mannúð- armálanefnd, Miðjarðarhafs- nefnd og nefnd, um áframhald á þessu samstarfi." fíí'tvi ** fi dsm:; y ■ * íxkak' Belgradfundurinn er haldinn í nýrri ráðstefnumiðstöð á bakka Savafljóts, sem skiptir borginni I „nýju“ og „gömlu ’M ». V; — Skipta ríkin með sér nefnd- um? „Nei. Öll ríkin eiga sæti í hverri nefnd. Það gefur augaleið, að við tslendingar getum ekki tekið full- an þátt í nefndarstörfum, en ís- lenzki fulltrúinn reynir eftir beztu getu að fylgjast með öllu markverðu. Við verðum stöðugt að velja og hafna, því iðulega eru haldnir 2—3 nefndarfundir sam- tfmis auk óformlegra viðræðna ýmissa hópa til undirbúnings mál- um. Þegar ég kom heim frá Bel- grad tók Hjálmar W. Hannesson, sendiráðsritari i Brussel, við og var þar í tvær vikur. Þá kom til Belgrad Ingvi Ingvarsson, sendi- herra í Svíþjóð, en hann er einnig sendiherra í Júgóslavíu. Og nú síðast hafa Guðmundur Eiríks- son, aðstoðarþjóðréttarfræðingur, og síðan Hjálmar Hannesson aft- ur verið fulltrúar Islands á fund- inum.“ Réttarhöldin í Prag kölluðu á sterk viðbrögð — Nú hefur mannréttindamál- in borið hæst í fréttum af Bel- gradfundinum og sum Austur- Evrópuríkin sætt harðri gagn- rýni. „Já. Margir álita þennan mála- flokk hinn mikilvægasta, sem um er fjallað í Helsinki- yfirlýsingunni og á fundinum. Gagnrýnin á þau ríki, sem ekki þykja hafa staðið til fulls við þau fyrirheit, sem gefin voru í Hel- sinkiyfirlýsingunni, fólst í byrjun í því að lýst var vanefndum, án þess að viðkomandi riki væru sér- staklega nafngreind. Siðar var þó gengið lengra og áttu réttarhöldin í Prag yfir aðslandendum Mann- réttindaskrár 77 sinn þátt í því, en þau voru haldin einmitt þegar umræður voru að hefjast um ein- stök mannréttindaákvæði í Helsinki-yfirlýsingunni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.