Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
Dýraríki íslands —
Teiknibók Gröndals
Fyrsta grein, er ég reit hér í
Morgunblaðið fyrir aldarfjórð-
ungi, var um gamla íslenska
myndlist í Listasafni Islands. Þá
var nýverið lokið við að safna
saman verkum í eigu Listasafns
íslands, og hafði þeim verið kom-
ið fyrir til bráðabirgða í húsa-
kynnum Þjóðminjasafnsins. Loks-
ins hafði verið skotið skjólshúsi
yfir þetta olnbogabarn hins opin-
bera, og nú var tekið til við að
skrásetja safnið. Aður höfðu lista-
verkin verið um allar trissur, og
ég held, að enginn hafi þá vitað
með vissu, hve mörg verk safnið i
rauninni átti. Enn er Listasafn
íslands niðursetningur Þjóð-
minjasafnsins, og ekki hefur tek-
ist að koma því i eigið hús á
þessum 25 árum. Þó hefur safnið
um nokkurra ára skeið átt hús-
næði, sem enn hefur ekki verið
tekið i notkun og heyrst hefur, að
það sé meðal annars fyrir áorkan
friðunarspekinga, sem gangi laus-
ir með gullinsnið í kolli og mál-
band milli handa. Vonandi líður
þó ekki á löngu, þar til við fáum
að sjá Listasafn tslands í viðun-
andi húsnæði.
Það var einmitt í sambandi við
húsnæðismál Listasafns íslands,
sem ég hóf fyrstu skrif mín hér í
blaðinu með því að vitna í grein
Benedikts Gröndals „Reykjavík
um aldamótin 1900“. Þar segir
meðal annars: „Málverkasafnið
er í rauninni ekki safn nema að
nafninu til, því það er út um allt í
Alþingishúsinu“. Ég hafði unnið
við að koma safninu fyrir ásamt
mörgu góðu fólki, og það varð til
þess, að ég reit þessa fyrstu grein
að beiðni nafna míns Stefánsson-
ar. 1 greininni fjallaði ég ein-
göngu um íslenska listamenn
fyrri alda, eins og t.d. Helga Sig-
urðsson, Sæmund Magnússon
Hólm, Hjalta Þorsteinsson o.fl.,
en ég klykkti svo út með því að
fjalla lítillega um myndlist Bene-
dikts Gröndals og var lítið hrif-
inn. Og hér kem ég að þeirri
gömlu synd, sem mér er í mun að
bæta aðeins fyrir eiftir öll þessi ár,
þar sem ég hef uppgötvað, að önn-
ur hlið er til á myndlist Gröndals
en ég þekkti þá. Ég gerðist svo
djarfur að dæma myndlist Grön-
dals eftir tveimur eða þremur
olíumálverkum, sem Listasafn Is-
lands átti þá. Aður hafði ég aðeins
séð forkunnarfagra skrautritun
Gröndals, nem ég taldi ekki til
myndlistar og geri enn ekki, og að
auki hafði ég sem unglingur verið
heimagangur á heimili, þar sem
þjóðhátíðarspjald Gröndals frá
1874 I minningu 1000 ára byggðar
á íslandi hékk á vegg. Þetta
spjald sýndi fjallkonuna trónandi
í hásæti, þar sem hún var umvaf-
in alls konar táknum og flúri.
Þetta var reglulegur ofhleðslu-
stíll, sem átti ætt sína að rekja til
klukkutímabilsins svokallaða,
sem réð ríkjum á heimilum góð-
borgara á áratugnum fyrir og eft-
ir aldamótin og nú er að skjóta
upp kollinum aftur i dálítið
breyttri mynd. Þjóðhátíðarspjald-
ið þótti mér ekki góð myndlist, en
á því og verkum Listasafnsins var
dómur minn byggður. En hvað
um það? Það er svolítil sárabót i
þessu máli, að fleiri eru'syndasel-
ir en ég. Björn Th. Björnsson, sá
mæti maður, er heldur ekki sér-
lega hrifinn af Benedikt Gröndal
sem málara, er hann ritar hið
merka verk sitt „íslenzk mynd-
list, 1. hefti“. Þar segir hann að
vfsu, að til sé eftir Gröndal „fjöldi
fuglamynda og annarra dýra —
og jafnvel nokkur dáfalleg olíu-
málverk". Það er nú það. Þegar
ég skrifaði greinina mína, vissi ég
ekkert um dýramyndir eða fugla
Gröndals, og var mat mitt á mynd-
verkum Gröndals því einskorðað
við það, sem Listasafn Islands átti
af verkum hans. Þessi staðreynd
afsakar þó ekki fávisku mína, svo
forláts verð ég að biðja, það ætti
að koma í ljós í þeim línum, er
fylgja. Ég vil þvi notfæra mér
þetta 25 ára skrifaraafmæli til að
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
iðrast að minnsta kosti einnar
syndar af mörgum. En þegar mað-
ur gerir syndajátningu, verður
hún að vera alger, svo að almættið
taki á henni mark, eins og þeir
kaþólsku halda fram. Því skal sag-
an sögð hér eins heiðarlega og
mér er unnt, enda sálarheill min í
veði. Og pistillinn hljóðar svo: —
Bókaforlagið örn og Örlygur
réðst í það stórvirki að gefa út hið
mikla verk „Dýraríki tslands,
teiknað af Benedikt Gröndal"
(Viðhafnarútgáfa þessi er gerð til
þess að minnast 150 ára afmælis
höfundarins 6. október 1976 er
undirtitill þessa merka verks). Ég
hef hér tekið mér það bessaleyfi
að kalla verkið TEIKNIBÖK
GRÖNDALS, og felur það nafn
fyrst og fremst í sér aðdáun mína
á myndlist Gröndals og einnig
þægilegan greinartitil.
En snúum okkur aftur að efn-
inu. Þegar þetta verk kom út,
veitti ég þvi enga athygli og hélt,
að hér væri aðeins gamalt nátt-
úrufræðirit á ferð. Meira var nú
ekki álit mitt á Benedikt Gröndal
sem myndlistarmanni. Svo er það
einn góðan veðurdag, að leið min
liggur til vinar míns, Sigurjóns
Ölafssonar á Laugarnesstanga.
Ekki man ég hverra erinda ég
kom í þetta sinn. til Sigurjóns, en
hann var þá mjög upptekinn af
þessari bók Gröndals, sem hann
hafði nýlega eignast. Hann var í
rauninni i eins konar uppnámi
yfir, hvað þarna væri um merki-
legt myndlistarafrek að ræða og
vildi helst ekki um annað tala. Ég
skal játa, að ég hélt í fyrstu, að
Sigurjón væri að gera að gamni
sinu eða jafnvel að gera mér
grikk. Svo hrifinn var þessi meist-
ari forms og efnis, að mér var
ekki um, hélt jafnvel, að vinur
minn Sigurjón hefði verið að
gantast við Bakkus, en því fór
fjarri. Það var varla, að ég vildi
hlusta á lofgjörð Sigurjóns, og ef
ég man rétt, varð mér að orði:
„Já, Gröndal var merkilegur. Mik-
ið skáld og góður skrautritari, en
myndlistin var ekki hans sterka
hlið.“ Með þessu ætlaði ég að láta
málið útrætt, en til allrar ham-
ingju komst ég ekki upp með það.
Sigurjón var stifur á hrifning-
unni og vildi vita, hvort ég hefði
séð bókina. Nei, það hafði ég ekki
og hafði heldur engan áhuga á
myndlist Benedikts Gröndals og
síst þó á dýramyndum, sem hlutu
að vera nákvæm eftirlíking teg-
undanna og ekki annað. Þannig
var nú stemningin hjá mér þá
stundina. En nú tók Sigurjón að
fletta þessu mikla riti og benti á
hverja síðuna eftir aðra og sagði
jafnt og þétt: „Hefur þú séð betur
farið með formið i hvalfiskinum?
Sjáðu þessa fugla! Þessir litir!
Hér er nú ekki verið með neina
popp-vitleysu. Sjáðu, hvernig
hann setur þetta upp á örkina!
Ha, er ég að gera að gamni mínu!“
— Sigurjón fletti og fletti, og áð-
ur en ég vissi, var ég farinn að
fylgjast með honum, og eftir svo
sem hálfa klukkustund uppgötv-
aði ég mér til mikillar undrunar,
að þetta var aldeilis sannleikur
hjá Sigurjóni, hér var eitthvað á
ferðinni, sem ég hafði aldrei séð
áður. Eitthvað alveg óvænt, sem
steig fram af þessum stóru blöð-
um. Sumt með mikilli plastík, við-
kvæmni og óendanlega næmúm
pensilförum. Þetta var furðulegt.
Hér gaf að líta óendanlega vel
gerða hluti, sem voru þrungnir af
listrænum krafti. Það er stundum
sagt um fólk, að það hafi orðið
fyrir vitrun eða opinberun. Ef
slíkt er til, gerðist það þarna hjá
Sigurjóni i Laugarnesinu. Þetta
varð ég að skoða nánar, og þetta
varð ég að umgangast til að sann-
færast um, hvað hafði gerst.
Þannig hugsaði ég á leiðinni í
bæinn, og sannast að segja held
ég, að oftar en einu sinni hafi
legið við árekstri hjá mér. Mér er
að minnsta kosti óhætt að segja,
að ég hafi verið annars hugar, og
þessar dýramyndir Gröndals sóttu
á mig dag eftir dag. Já, ég varð að
kynnast þessum verkum betur, og
þannig endar þessi kafli, að ég
varð mér úti um þetta öndvegisrit
og hef lagt mig allan fram við að
skoða það og reyna að gagnrýna
það að undanförnu.
Ekki ætla ég að skipta mér af
náttúrufræði Gröndals i þessu
riti. Það fylgir þessum myndum
ágætur eftirmáli, sem ritaður er
bæði á íslensku og ensku af Stein-
dóri Steindórssyni frá Hlöðum.
Hann segir þar margt um Gröndal
og rekur til að mynda, hvað Grön-
dal segir sjálfur um vinnubrögð
sín við teikningarnar. Hann var
svona og svona lengi að gera þetta
eða hitt dýrið. En það er ekki
lesmálið I þessu verki, sem er efni
þessara lína, heldur myndirnar i
verkinu, prentun þess og allur
frágangur, sem er með eindæm-
um, að ég held. Ef svo mætti að
orði kveða, eru það listaverk
Gröndals, sem tekið hafa hug
minn fanginn, og í þessari bók er
farið eins nærri frummyndum og
mögulegt er. Stærð arka er látin
halda sér og uppsetning öll eins
og Gröndal gekk frá henni, list-
ræn og meistaralega unnin.
Það mun hafa tekið Benedikt
Gröndal um þrjátíu ár að fullgera
verkið „Dýrariki íslands". Að
vísu lagði hann gjörva hönd á
margt annað samtimis, enda einn
fjölhæfasti maður sinnar samtið-
ar hérlendis. Það mætti því freist-
ast til að kalla þetta stórvirki hjá-
verk. En hvað er hjáverk, og hvað
er aðalstarf? Stundum er ekki
gott að greina þar á milli. Það var
til að mynda sagt í eina tið um
meistarann Paul Klee, að hann
hefði unnið margar bestu vatns-
litamyndir sinar í hjáverkum frá
uppþvotti í eldhúsi og bleyju-
þvotti, meðan kona hans vann fyr-
ir fjölskyldunni. Hverjum dytti
nú i hug að taka þannig til orða.
Eins er það með Gröndal; hann
var önnum kafinn við ýmisleg
önnur störf: kennslu, yrkingar,
skrautritun, náttúrugripasöfnun
og þýðingar. Hvað voru hjáverk
hjá þessum alhliða hæfileika-
manni?
Eins og allir vita, sem læsir eru
á íslenska tungu, var Gröndal með
vinsælustu ljóðskáldum sins tima.
Dægradvöl, ævisaga hans, er si-
gilt heimildarit og þrungið per-
sónutöfrum. Það er nýlokið við að
lesa þá bók í útvarpi svo snilldar-
lega sem Benedikt Gröndal væri
þar sjálfur að verki. Þar var Flosi
Ölafsson á ferð, og mundi með-
ferð hans á verki Gröndals á
skáldamáli heita hinn eini rétti
tónn. Heljarslóðarorusta verður
yndi íslendinga, svo lengi sem
þeir kunna það mál, er þeir tala í
dag, og mörg er sú ánægjustund,
sem þessi þjóð hefur haft af
dæmalausu hugarflugi og þeirri
gamansemi, sem Benedikt Grön-
dal spilar á i því verki. Margt
annað mætti nefna, sem sýnir
snilli Gröndals, en látum þetta
nægja um orðsins list. Miklu
hljóðara hefur verið um myndlist
hans, og mætti segja mér, að
margur ætti eftir að dá hann sem
litashilling og teiknara eftir að
Dýraríki íslands er komið fyrir
almennings sjónir. Samtíð Grön-
dals var honum nokkuð óþjál, svo
að ekki sé meira sagt, enda var
hann óvenjulegur fyrir margra
hluta sakir og óskiljanlegur sér-
vitringur í augum þess fólks, sem
byggði hér við Faxaflóa í hans tíð.
Maður, sem óð sjó og safnaði
pöddum, leit grös og jurtir með
stækkunargleri, hlaut að verða
fyrir aðkasti. Gröndal sjálfur var
heldur ekki neinn friðsemdar-
maður. Hann var orðhvatur og
hafði eigin skoðanir á mönnum og
málefnum, lét allt vaða, ef sá gáll-
inn var á honum, og kom sér
þannig út úr húsi hjá mörgum
samtíðarmanninum, sem hann oft
á tíðum fyrirleit fyrir vanþekk-
ingu og spjátrungsskap. En Grön-
dal var mannlegur eins og aðrir
og átti það til að taka það óstinnt
upp, ef honum þótti sér misboðið,
og hann var nokkuð góður með
sjálfan sig og leit stórt á sig. Allt
kemur þetta fram í ævisögu hans,
og það er alkunna, að hann átti
heldur erfitt með að lynda við
samtið sina i heild. Þá varð hon-
um stundum á að vera heldur
stórtækur til flöskunnar, sem er
engan veginn óskiljanlegt með
annan eins hæfileikamann, er
augum er rennt yfir þann tíma,
sem hann lifði hér við Faxaflóa.
Sálufélagar hans voru ekki á
hverju strái, og persónuleiki eins
og Benedikt Gröndal hlaut að eiga
í sifelldum erjum við umhverfi
sitt.
Þegar Iitnar eru þær teikningar
og vatnslitamyndir, sem er að
finna í Teiknibók Benedikts
Gröndals, verður maður fullkorn-
lega agndofa. Sá frágangur og sú
vandvirkni, sem einkennir þessar
myndir, er í mikilli fjarlægð frá
götumynd Reykjavíkur sama
tíma. Listræn átök Gröndals í
þessum myndum eru, að ég held,
ómeðvituð. Honum virðist svo
eðlilegt að gera dýr sín plastísk,
að hvergi er að finna þann hortitt
í formi, sem svo erfitt er að forð-
ast, þegar fylgt er fyrirmyndum
jafn nákvæmlega og Gröndal ger-
ir. Hann hefur að mínu viti ekki
haft hugmynd um, að hann var að
skapa ótvíræð listayerk, og það
má vel vera, að hann hafi ein-
göngu talið sig vera að vinna nátt-
úrufræðilegt verk. En ég ætla að