Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 45
x h,i;m MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978 45 i í k II í i 4 .JU Wa VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI r\y (iJAmfiK-aa'u ir þrýstihópi þegar eitthvert mann- úðarmálið þarf að ná til hafnar farsællega. Það er án efa rétt að lítill árangur næst í deilum manna á meðal nema með ein- hvers konar þrýstingi, en það er hins vegar ekki sama á hvern hátt þessi þrýstingur er settur fram og á hvað er þrýst. Mér hefur alltaf þótt undarleg sú kröfugerð á hendur ríkisvaldinu að það eigi að gera allt, og leggja allt af mörk- um til að eitt og annað tiltæki geti þrifizt. Ég nefni að ef eitthvert fyrirtæki er rekið með halla, fyr- irtæki sem veitir mörgum at- vinnu, þá er talað um að ríkið verði bara að styrkja það ef illa gengur, en ekki er talað um að greiða neitt til ríkisins þegar vel árar hjá því sama fyrirtæki. Það vill jafnvel helzt ekki greiða sína skatta. En er það ekki undarlegt að verá sifellt með einhverjar kröfur á hendur ríkinu, þegar það er athugað arð ríkið það erum við, þegnarnir og þegar talað er um að ríkið eigi að greiða eitt eða annað þá er það bara við sjálf sem við eigum við. Þetta finnst mér svo mikil skammsýni að tala svona um það er engu líkara en börn eigi í hlut. Ríkið er alltaf eitthvað óper- sónulegt bákn, sem engum kemur við og sífellt á að krefjast af rík- inu, en aldrei að gera neitt fyrir rikið. Þegar komið er að því að borga skatta væla allir og segja að skattar séu alltof hái-r, en þegar verið er að ræða um framkvæmd- ir á vegum ríkisins væla allir líka og segja: þvi er ekkert gert? Þetta raus verður sjálfsagt allt- of langt hjá mér og varla lesið af einum eða neinum, en það fer þá bara í körfuna. Það sem ég vildi benda á er að menn' eiga ekki sýnkt og heilagt að gera kröfur á hendur öðrum, heldur reyna að gera eitthvað sjálfir. Talað er um að við eigum í erfiðleikum, afurð- ir okkar seljast ekki, loðna er ekki veidd, verðið er ekki nógu hátt, landbúnaðurinn á i erfiðleikum og sjóðþurrð er hér og þar. Geng- isfelling framundan, eða aðrar íeiðir til að rétta þetta við, erlend- ar lántökur eru orðnar alltof margar og miklar þeim verður að hætta, en hvað á að gera? Þarf ekki einhver að herða sína sultar- ól? Erum það ekki við sjálf, þegn- arnir? Á kannski ríkið að gera það eingöngu? Nei, það verða all- ir að gera, þú og ég lesandi góður. En nú er kominn alltof mikill prédikunártónn í þetta svo ég hætti snarlega. Hugsandi skattgreiðandi." Þessir hringdu . . . % Að lækka bílverð? Maður sem ekki hefur getað eignazt bíl gerði að umtalsefni umræðu um álögur á bílaeigend- ur, sem ræddar voru hér nýlega: „Mér fannst það ágæt hug- mynd, sem kom fram í rabbi hjá Velvakanda um daginn, þar sem bíleigandi var að kveina undan álögum á sig og sína líka, en hræddur er ég um að þessi hug- mynd hafi farið framhjá mörgum, svo ég vona að mér leyfist að taka hana upp. Hún var á þá leið að ef bílverð yrði lækkað verulega, þ.e. innflutningsgjöld af bifreiðum, myndu mun fleiri hafa efni á þvl að kaupa og eignazt bíl og reka hann. 1 dag kostar meðalbfll kannski milli 2 og 4 milljónir og hver hefur efni á að kaupa slíkt í þessari dýrtíð? Sumir hafa kannski efni á því, ef þeir eiga innhlaup í banka hvar sem er. Það sem ég held að verði góð hugmynd er að lækka verulega tolla og innflutningsgjöld þannig að mun fleiri hefðu efni á að kaupa bíl. Segjum að af verði hvers bíls myndi verða tekið um helmingur þess sem rennur til ríkisins, kannski 400—800 þús- und og bílverðið lækkaði með öðr- um orðum um þá upphæð, sem áðan var tilgreind. Það þyrfti ekki að selja marga bíla til að ná aftur inn því sem tapaðist og án efa myndi það fljótlega sýna sig að tekjur ríkisins af bílum myndu aukast enn, og allir bilaeigendur, bæði nýir og eldri verða himinlif- andi yfir því hvað ódýrt væri að eignast bíl og reka hann. Þessari hugmynd vil ég gjarnan skjóta að og bið um leið um að einhverjir hlutlausir hagfræðingar og við- skiptafræðingar reikni út hversu mikið hugsanlega mætti lækka bíla og hversu mikið fleiri bíla þyrfti að selja til að ná aftur inn þeirri lækkun. Tölurnar nefndi ég nánast af handahófi svo þær geta verið ónákvæmar, en það hlýtur að vera hægt að reikna þetta nákvæmlega út. Velvakandi hefur ekki hag- fræðilegt eða viðskiptalegt vit til að tjá sig um þessa hugmynd, en tekur í sama streng og sagt var hér að framan að einhver við- skiptafróður aðili taki sig til að reikna þetta dæmi til enda. , HÖGNI HREKKVISI , ©1*7S /- 9 McNaafbt Sy»d„ he. Gæli ég ekki heldur fengið gulllitaóa skó? Bankastrœti 9 sími 11811 ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU 03^ SVG6A V/GGÁ 8 lilVEOAM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.