Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978 15 „ogstjórnin bað herlið Sovét- ríkjanna aðstoðar...” LÖND OG LVÐIR X. bindi. Ungverjaland og Rúmenía. Samið hefur’Þórunn Magnús- dóttir. Bókaútgáfa Menr.ingarsjóðs 1977. Ungverjaland og Rúmenía er tíunda bókin í bókaflokknum Lönd og lýðir. Sumar þessara bóka eru gagnlegar og fræð- andi, aðrar veigaminni. Ekki er sanngjarnt að gera kröfur til að bækur af þessu tagi séu skemmtiefni. Þær eru ekki ferðabækur í venjulegum skiln- ingi og þess vegna yfirleitt laus- ar við persónulegt mat og reynslu. Kennslubókastíll ræð- ur oft ferðinni. En það verður að segja að bækur sem eru fyrst og fremst safn fróðleiksmola úr ýmsum ■ áttum eru heldur dapurlegur lestur þótt þær geti að einhverju leyti dugað sem handbækur. Ef ég ætlaði að ferðast til Ungverjalands og Rúmeníu þætti mér ekki ólík- legt að ég gluggaði i bók Þór- unnar Magnúsdóttur. Langaði mig aftur á móti til að auka skilning minn á þessum þjóð- um, fá innsýn í líf fólksins, færi ég í geitarhús að leita ullar ef ég veldi þessa bók. Besta leiðin væri að lesa eitthvað eftir ung- verska og rúmenska rithöf- unda. Ljóðurinn á bók Þórunnar Magnúsdóttur er að mínum dómi sá að höfundurinn er of háður margvíslegum heimildar- ritum og þá ekki sist opinber- um gögnum sem stjórnvöld þessara þjóða láta frá sér fara, stundum til að viila um fyrir trúgjörnu fólki. Flestum lesendum mun leika forvitni á hvernig sagt er frá uppreisninni í Ungverjalandi í bók eins og þessari. Henni eru gerð skil í fáeinum línum og m.a. á þessa leið: „Haustið 1956 dundi reiðar- slagið yfir, þegar friðsamlegri mótmælagöngu stúdenta í Budapest var snúið upp i alls- herjar aðför að miðstöðvum verkalýðssamtakanna, skrif- stofum . kommúnista og stjórnarstöðvum ríkisins og bæjarfélaganna. Þessir atburð- ir hófust í Budapest 23. október 1956, en næstu tvo dagana á undan höfðu nokkrir kommún- istar verið myrtir í bæjum suð- vestan til í landinu. Barist var á götum Budapest í nokkra daga, og stjórnin bað herlið Sovét- ríkjanna aðstoðar til þess að vinna bug á gagnbyltingunni." Greinilega er þetta samið eftir forskrift þeirra sem hafa fengið pólitískt uppeldi í vin- áttufélogum, svokölluðum menningartengslum við „al- þýðulýðveldin'*. Slíkt á erindi til aðeins þröngs hóps, hinir vita betur. En um þróunina í Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Ungverjalandi má annars segja það að mikil gróska hefur verið þar í listum, ekki síst bók- menntum. Það getur þess vegna verið rétt sem Þórunn Magnúsdóttir segir að „mennta- menn, vísinda- og listafólk njóta góðra starfsskilyrða f Ungverjalandi“l' Auk þess sem Þórunn Magnúsdóttir dáist mjög að framvindu menningar í Ung- verjalandi heillast hún lika af iðnaði: „Þungaiðnaðurinn hefur þróast sem undirstaða vélvæðingar í landbúnaði og iðnaði, en smíði flutningatækja orðið einskonar sérgrein í sam- vinnu við önnur alþýðulýð- V veldi. Aburðarframleiósla hefur stóraukist, svo og léttur iðnaður og matvælaiðnaður". Þórunn Magnúsdóttir leggur áherslu á' að halda til haga ýmsum tölfræðilegum upplýs- ingum og leggur mikið upp úr ártölum. Hún segir ítarlega frá menningarmálum beggja land- anna. Enginn skyldi halda að hún sé öll i þungaiðnaðinum. Upplýsingar hennar um listir og skáldskap eru þó þess eðlis að greinilegt er að heimildir koma frá öðrum, þar sem sjald- an lýst eigin reynslu af verkun- um. Berfætlinga Rúmenans Zaharia Stancu í þýðingu Hall- dórs Stefánssonar hefur hún þó áreiðanlega lesið því að nokkr- um sinnum er minnst á þá í bókinni. í lokakafla bókarinnar, Sam- skipti Rúmena og íslendinga, er getið nokkurra manna sem Framhald á bls. 38 SIGURÍADSTURRÍKI, DANNÖRK N/EST? Um leió og vió þökkum handknattleikslandslióinu fyrir vióskiptinásíóastliónuári óskum vió því góós gengis í úrslitum hei msmeistarakeppni nnar ADAffliOAf^T frá Kóróna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.