Morgunblaðið - 27.01.1978, Side 3

Morgunblaðið - 27.01.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978 3 Innflutningur nýrra fólksbifreiða jókst um 78% á s.L ári í NVÚTKOMNU yfirliti frá Hag- stofunni yfir innfluttar og tollaf- greiddar bifreiðar kemur (Ijós að um verulega aukningu er að ræða árinu á undan og er það fyrst og fremst ( innfiutningi fólksbif- reiða, sem þessi mikli munur keniur fram. A s.l. ári voru alls fluttar inn og tollafgreiddar 7776 bifreiðar, en á árinu 1976 voru aðeins fluttar inn 4477 bifreiðar. Af þessum fjölda eru 6750 nýjar fólksbifreiðar á móti aðeins 3784 árið 1976. Einnig hefur auki/t verulega innflutningur á vörubif- reiðum eða úr 176 árið 1976 í 284 1977. Skoda bifreiðar eru sú tegund fólksbifreiða sem mest var flutt inn af á síðasta ári eða alls 579, næstmest var flutt inn af Ladabif- reiðum eða 362. Þá má nefna, Datsun 120, Cortina, Chercolet Nova, Mazda 323, Mazda 929 og Volvo 244, en af þeim tegundum var flutt inn meira en 200 bílar á s.l. ári. Af sendibifreiðum var mest flutt inn af Ford Econoline og Renaúlt 4 Van og af minni vörubifreiðum var mest flutt inn af Datsun og Toyota en af þeim stærri var mest flutt inn af Scania-bifreiðum. Baráttufundur til studn- ings verndunar Grjótaþorps ARIÐ 1971 stóðu umræður og deilur um Bernhöftstorfuna, danskar fúaspýtur. Tæpum sjö ár- um sfðar, f janúar 1978, ná um- ræður yfir öll gömul hús f Kvos- inni og Grjótaþorpi og víðar. t stað fárra spýtna er deilt um heila borgarhluta, mál sem mátti virðast smátt er orðið að stórmáli. Borgaryfirvöld hafa kynnt tillög- ur um niðurrif 10 húsa sem standa ( röð austan Aðalstrætis, sem flest eru frá 19. öld. 1 stað þeirra eiga að rfsa firnarmiklar byggingar, þriggja til fimm hæða háar. i þessu sambandi boða nú baráttumenn fyrir varðveizlu Bernhöftstorfunnar og húsa f Grjótaþorpi til baráttufundar máli sínu til framdráttar á „Hótel islands planinu" á morgun, laugardag, segir f frétt frá bar- áttusamtökum til verndar Grjóta- þorpi. „Við teljum að níðurrifsmenn borgarstjórnar sýni lítilsvirðingu fyrir gömlum verðmætum, hand- verki horfinna kynslóða. Með til- lögunni er miskunnarlaust höggv- ið á ómetanleg tengsl við liðna tima eða stefnt að því. Við teljum að nýtt líf verði ekki glætt i gamla miðbænum án náinna tengsla við fortíðina. Við mælumst því ein- dregið til þess að gamla byggðin fái að halda sér í aðalatriðum, að ný byggð verði felld að hinni gömlu, og'að mynduð sé samræmd heild,“ segirf frétt samtakanna. Baráttuskemmtun okkar verður haldin við Björnsbakari á laugar- daginn eins og áður sagði og hefst klukkan 14.00. Meðal efnis á fundinum verða ávörp, söngur, leikþáttur og að lokum borin fram ályktun fundarins, segir að lokum i frétt Samtakanna til verndar Grjótaþorpi. Greiddist úr inn- anlandsfluginu FLUGFÉLAGI Norður- lands tókst loks í gær að fljúga áætlunarflug til Raufarhafnar frá Akureyri en þá hafði ekki verið hægt að fljúga þangað frá því 19. janúar sl., bæði vegna óveðurs og hálku á flug- brautinni. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafull- trúa var veður einnig svo hagstætt í gær að Flugfé- lagi Norðurlands tókst að ljúka þeim flutningum sem safnazt höfðu fyrir og auk þess að fara til Raufarhafn- ar var flogið til Egilsstaða, Grímseyjar, Kópakers og Vopnafjarðar. Félagið flýg- ur einnig til ísafjarðar, en áætlun þangað hefur geng- ið allvel. Sveinn kvað samvinnu Flugfé- lags Norðurlands og Flugleiða hafa gefið mjög góða raun til þessa, en Flugleiðir eru einnig með áþekka samvinnu við Flugfé- lag Austurlands. Að öðru leyti gekk innanlandsflug Flugleiða i gær vel og unnt að fljúga sam- kvæmt áætlun á öllum flugleið- um. Erfiðlega' gekk hinsvegar i utanlandsflugi Flugleiða t.d. varð flugvél héðan að lenda í Boston í stað New York, þar sem þar var ófært vegna óhagstæðs veðurs. Einnig var útlit fyrir það um tíma í gærmorgun að Loftleiðaflugvél gæti ekki lent í Luxemborg vegna sjókomu þar, en úr rættist á sfðustu stundu. AUGLÝSÍNGASÍMINN ER: ««8B ‘03 JRaroimMabib Þorrabakkin Kr. 139015 tegundir Innihald svióasulta — lundabaggi — hrútspungar — svinasulta — bringukollar — lif rapylsa — blóðmör — sild — hákarl — hvalur — harðfiskur — smjör — hangikjöt — flat- kökur — seitt rúgbrauð álÖR SMIÖK IÖRISMIÖR W', • > fyý: •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.