Morgunblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTÚDAGÚR 27. JANÚAR 1978
7
„Heimskt,
ómerkilegt og
illa innrætt”
Alþýðublaðið segir í
leiðara í gær:
„Kommamir, sem
skrifa í Þjóðviljann, hafa
vart getað vatni haldið
undanfarna mánuði vegna
prófkjöra annarra flokka.
Þjóðviljinn reynir allt
hvað af tekur að hæðast
að þessum sjálfsögðu lýð-
réttindum bæði í frétta-
skrifum og stjórnmála-
skrifum.
Rök kommanna minna
helzt á rök franska aðals-
ins á árunum áður en bylt-
ingin mikla brauzt út í
Frakklandi árið 1798.
Rök þeirra eru einfaldlega
þau, að fólk sé svo
heimskt, ómerkilegt og
illa innrætt, að því sé alls
ekki treystandi til þess að
fá að greiða atkvæði í al-
mennum kosningum.
Kommarnir reyna að
Ijúga því að lesendum sín-
um, að það sé eingöngu
sama fólkið, sem tekur
þátt i prófkjörum flokk-
anna. Þeir leggja forsiður
blaðs sins undir það, að
fjalla um úrslit í prófkjör-
um flokkanna, og hella
salti i sár þeirra, er biða
lægri hlut.
Siðast telur Þjóðviljinn
á forsiðu, að þátttakendur
i prófkjöri Framsóknar-
flokksins hafi sýnt Þórarni
Þórarinssyni einstakt van-
þakklæti með því að kjósa
hann ekki á þing eftir
fjörutiu ára dygga þjón-
ustu.
Þetta er einkennileg af-
staða og aumkvunarverð.
Kjartan Ólafsson, ritstjóri
Þjóðviljans, hóf ungur að
sleikja frimerki fyrir
Sósialistaflokkinn. Hann
starfaði árum saman á
skrifstofu hernámsand-
stæðinga og siðan var
hann í fjölmörg ár fram-
kvæmdastjóri Sósialista-
flokksins. Þá varð hann
ritstjóri Þjóðviljans.
Þetta er auðvitað löng
og dygg þjónusta. Sam-
kvæmt formúlu Þjóðvilj-
ans ætti auðvitað að gera
Kjartan Ólafsson að þing-
manni ævilangt. Kosning-
ar eru hvort sem er fyrir-
tæki, þar sem fólk aðeins
þvælist fyrir háleitum
hugsjónum manna á borð
við Kjartan Ólafsson."
„Öllum
ofbýður”
Enn segir Alþýðublaðið:
„Það er stundum engu
likara en að þetta fólk,
sem ritar Þjóðviljann, hafi
ismola þar sem annað fólk
hefur nauðsynlegustu lif-
færi. Hugmyndir þess um
lýðræði og lýðréttindi eru
svo ótrúlega freðnar og
steinrunnar, fyrirlitningin
á fólki og réttindum þess
er svo alger að öllum of-
býður.
Fámennar uppstillinga-
nefndir hafa komið saman
á vegum komma út um
allt land og stillt upp
gomlum og þreyttum list-
um. Þar tróna Stefán
Jónsson og Helgi Seljan,
mennirnir, sem leggja til á
opnum fundum Alþingis,
að munur hæstu og
lægstu launa skuli vera
tveir á móti einum, en
samþykkja svo innan við
luktar dyr, þar sem al-
menningur á ekkert að fá
að vita, að hækka eigin
laun mest allra í landinu.
Og fólk er að fá nóg.
Alþýðublaðið hefur
undirstrikað, að fram-
kvæmd prófkjöra er ekki
og hefur ekki verið galla
laus. En leiðin til úrbóta
er ekki sú sem sjálfkjörnir
aðalsmenn íslenzkra
stjórnmála, kommamir á
Þjóðviljanum, leggja til.
Þeir em á móti prófkjör-
um og þeir vilja að valdið
sé hjá þröngum flokks
klikum, eins og það hefur
verið i 25 ár.
Þeir eru hræddir við
fólk og þeir hafa fulla
ástæðu til þess. Það gæti
nefnilega komið i Ijós,
þegar allt kemur til alls,
að fólkið vilji hvorki sjá
Lúðvik, Gils eða Kjartan.
Og slikt geta kommar
ekki hugsað sér.
Leiðin til úrbóta er að
flytja aðferðir prófkjörsins
inn i sjálft kosningakerfið.
Þá nýtast kostir prófkjöra
og hætta á misnotkun er
úr sögunni. En auðvitað
eru kommar á móti slikri
breytingu. Af eðlilegri
sjálfsbjargarhvöt hafa þeir
nefnilega fundið það upp,
að pólitik snúist eingöngu
um málefni en aldrei um
menn.
Gerið
Leyft Okkar
verð verð
Nesquik kókómalt 800 gr. dós .... kr. 659 592
Melrose's te 100 grisjur ........ kr. 601 539
C-11 3 kg. poki ................. kr. 868 778
Ota haframjöl 2 kg............... kr. 515 464
Ritz kex einn pakki ............. kr. 202 182
Jakob's tekex einn pakki.......... kr. 162 146
Hangikjöt frampartar 1 kg......... kr.1018 829
Síríus suðusúkkulaði 200 gr. st... kr 534 481
1 2 stk. Emmess vanilluíspinnar . kr. 960 864
Athugið: Breyttan opnunartíma.
Opið til kl. 8 föstudaga.
Lokað laugardaga.
©
Armúla1A Sími 86111
Vörumarkaðurinn hf.
plotur
af ýmsum
gerðum og
þykktum
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
Útsala
Útsala
Terelynebuxur. Nylonúlpur. Terelynefrakkar
Skyrtur. Peysur o.fl.
Andrés Skólavörðustíg 22.
Nú er rétti tíminn að huga að
klippingu trjá og runna.
Getum bætt við verkefnum.
Pantanir teknar í síma 86340
skrúðgarðadeild.
NY ÞJONUSTA
Reykjavfk — Akureyri
Á tímum óvissu í skattamálum eru menn
í vafa um réttarstöðu sína.
Hvernig væri að vera ávallt viss « sinni sök?
Við bjóðum einstaklingum og fyrirtækjum
nýja þjónustu.
Tryggingin felur í sér:
1. Skattframtal 1 978
2. Skattalega ráðgjöf alltárið 1 978
3. Allt annað sem viðkemur skatti
yðar á árinu 1 978.
SÍ.
Langholtsvegi 115, Reykjavík, simi 82023.
Bergur Guðnason hdl.
Skaftaþjónusfan sf. Útibú
Einilundi 2 C, Akureyri, sími 96-19977.