Morgunblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978
11
Prófessor, Tómas Helgason yfir-
læknirá Kleppsspitalanum.
skólagöngu sem menn hafa að baki.
Samkvæmt töflu. er þeir Tómas.
Gylfi og Jóhannes bregða upp hafa
70 af hundraði þeirra, er hafa verið
átta ár eða minna í skóla. neytt
áfengis og fer siðan tala þeirra
hækkandi með hverju viðbættu ári í
skóla. þannig að 87,8 af hundraði
þeirra, er hafa 1 3 ára menntun eða
meira að baki, neyta þess. Sökum
þess að ekki hefur verið kannað
hvort kyn- og aldursdreifing þeirra.
sem lokið hafa skyldunámi er sú
sama og hinna, er numið hafa leng-
ur ber þó ekki að taka niðurstöður
þessar of bókstaflega
Rannsóknir og niðurstöður eins
og hér hefur stuttlega verið greint
frá eru nauðsynlegar mótun heildar-
stefnu í áfengismálum. en til þess
hrökkva innflutningsskýrslur og al-
menn nasasjón of skammt. Að sögn
Tómasdar Helgasonar liggur nú fyrir
töluverður efniviður, sem safnað
hefur verið og verið er að vinna úr
og má vænta niðurstaðna áður en
langt um líður Ætla má að nokkurt
hagræði sé að því að geta borið
íslenzkar tölur saman við tölur í
nágrannalöndum okkar, sem okkur
er gjarnt að draga lærdóm af Eins
og sést á listanum yfir áfengisneyslu
í nokkrum löndum er nokkur munur
á íslandi og hinum Norðurlöndun-
um þótt munur þessi sé ekki ýkja
mikill samanborið við til dæmis
þann mun sem er á neyslu Dana og
Frakka Ýmislegt bendir til aðmunur-
inn á Islandi og hinum Norðurlönd-
unum lýsi sér ekki síður í drykkju-
venjum en magni Sýna rannsóknir
að íslendingar drekka sjaldnar en
meira í hvert skipti, en þó virðist
ölvunartíðni í Reykjavík og öðrum
höfuðborgum á Norðurlöndum vera
mjög svipuð Þótt ársneysla Finna
sé rúmlega tvisvar sinnum meiri en
íslendinga, er tala ..sjússa" er þeir fá
sér í hvert skipti nokkru lægri Sam-
anburður Finna og Dana er hlið-
stæður. Danir drekka nærri þriðj-
ungi meira en Finnar en þó minna í
hvert skipti Danir drekka meira en
helmingi meira af sterku öli en Finn-
ar, en þeim mun minna af sterkum
veigum Gaman væri að kunna á
þessu skýringu. Og af hverju er það
sagt um íslendinga oftar en flestar
aðra að þeir ..korni óorði á vínið'?
— gp
báðum Drykkjarföngin eru yfirleitt
ódýrari en á kránum en þó ivið
dýrari en í Englandi.
Ráða má af heildartölum fjármála-
ráðuneytisins að peningalegt and-
virði áfengisneyslunnar fer vaxandi
— úr u.þ.b. 264 milljónum ísl kr
árið 1974 í u þ b 501 milljón á
síðasta ári Verður það um 23 þús
isl króna á klúbbfélaga í Belfast, en
aðeins fjórðungur drakk helming
alls áfengis sem neytt var á árinu. f
Antrim. átthögum mótmælenda og
lan Paisleys. var talan aðeins lægri
eða um 20 þús. en lægst var hún í
Fermanagh þar sem klúbbfélagar
létu sér nægja 1 3 þús að meðaltali.
Heilbrigðismálaráðuneytið i
London harmar að hafa ekki tölur til
samanburðar frá öðrum landshlut-
um á Bretlandseyjum og getur þvi
ekki sagt til um, en aðeins gizkað á
að sumstaðar svolgra menn ósleiti-
legar en annars staðar En talsmaður
ráðuneytisins kvaðst telja að þar
sem áfengisvandinn væri alvarleg-
astur drykkju menn a.m.k. hálfa
flösku af sterkum vinum á dag að
meðaltali. en það jafngildir um 300
þús. isl kr á ári
j/gp
Sendiherrann á Islandi
þekkt nafn í Frakklandi
Brezka blaðið Evening Standard
vekur athygli á því 6 janúar s.l., að
franskir aðalsmenn hafi óumdeilan-
lega sérstaka hæfileika til að gegna
störfum i utanrikisþjónustunni. Og
það sannist i nýútgefnum lista yfir
skipaða sendiherra. Síðan segir orð-
rétt i blaðinu:
,.A listanum eru göfug nöfn á
borð við Jacques Pradelle de la Tour
de Jean, sem hefur af öllum ólikleg-
ustu stöðum verið sendur til íslands,
Loiseleur des Longchamps de Ville
(til Panama), Bertrand de Guilhen de
La Taillade (til Tanzaniu), Xaigier
Daulfresne de La Chevalerie (til
Kanada) og Francois Lefebre de
Labuhaye (til Washington)" Og
blaðið bætir við „Gaman væri að
sjá Carter forseta snúa upp á tung-
una til að bera það nafn fram."
Þarna er semsagt fyrst getið
franska sendiherrans á íslandi Að
visu er ekki nú verið að útnefna
hann, því Jacques Pradelle de la
Tour de Jean hefur verið sendiherra
Frakka á íslandi i yfir 5 ár, kom
hingað i júlimánuði 1973. Hann
hefur verið góður fulltrúi lands sins
og einkum beitt sér að þvi að kynna
franska menningu á íslandi. M a
hefur hann fengið hingað og nokkr-
um sinnum staðið fyrir frönskum
kvikmyndavikum. beitt áhrifum sin-
um til að fá til kynmngar i bókasafni
Alliance Francaise við Laufásveg
merkar málverka- og eftirprentana-
sýningar, og nú siðast mjög góða
Ijósmyndasýningu Og fyrir hans
áhrif eru þar ávallt öðru hvoru sýnd-
ar gamlar þekktar kvikmyndir, auk
þess sem franskar bókmenntir eru
þar til útláns
Jacques Pradelle de la Tour de
Jean sendiherra er af gamalli
franskri, þekktri aðalsætt, sem nær
langt aftur i aldir og á hann ættar-
óðalið og höll ættarinnar. Chateau
de Caliviac. i La Salle i Le Gard-
héraði i Midi i Frakklandi og þar
verja þau hjónin venjulega sumar-
leyfi sinu. Sendiherrann hefur starf-
að í utanrikisþjónustu Frakka síðan
1945 Hingað kom hann frá Brúss-
el. þar sem hann var stjórnmála-
ráðunautur Frakka hjá Atlantshafs-
bandalaginu, en þar á undan var
hann i sendiráði Frakka i Bankok i
Thailandi
Jacques Pradelle de la Tour de
Jean, sendiherra.
Verðfráca. 76.000-
ÍSETNING SAMDÆGURS
ALLTÍBÍUNN
BUÐIN
sími 29800, (5 línur)