Morgunblaðið - 27.01.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978
13
samkvæmt skilgreiningu Alþýðu-
bandalagsmanna. Og hve hjáróma
verða svo ekki vandlætingarræð-
urnar, þegar verið er að brigzla
Sjálfstæðismönnum um áratuga-
ianga óstjórn í borgarmálum?
Sannleikurinn er sá, að þessi
ánægjulega þröun er fyrst og
fremst að þakka skeleggri forystu
í borgarstjórn Reykjavikur og
hverjum áfanganum af öðrum í
langri röð stórhuga framkvæmda
eins og hafnargerð, hitaveitu og
rafvæðingu. Ytri skilyrði til að
viðhalda blómlegum atvinnu-
rekstri i Reykjavík eru þvi að
mörgu leyti svo langtum betri en í
nokkru öðru byggðarlagi á land-
inu. Viðvörunarorð atvinnumála-
skýrslunnar og tiliagna borgar-
stjóra eru hins vegar i tima töluð
og við hljótum að leggja allt kapp
á að búa i haginn fyrir komandi
kynslóðir þannig að kjör þeirra
verði ekki lakari en okkar, sem
nú byggjum þessa borg. Atvinnu-
málatillögur borgarstjóra fjalla
ekki um neyðarráðstafanir af
neinu tagi heldur skipulega sókn
að framtíðarmarkmiðum.
Einstök atriði atvinnumálatil-
lagnanna verða teknin siðar til
umræðu í borgarstjórn og því
ekki ástæða til að fjölyrða um þau
að sinni. Þó er ástæða til að leggja
ríka áherzlu á að hér eftir sem
hingað til verði þungamiðja at-
vinnureksturs í Reykjavík hjá
einkaframtakinu. Ekkert kallar á
að hér verði stofnsett framleiðslu-
samvinnufélög eða fleiri opinber
atvinnufyrirtæki. Hins vegar er
full ástæða fyrir borgaryfirvöld
að taka aukið tillit til aðstæðna og
þarfa fyrirtækjanna, sem fyrir
eru, á hínum ýmsu tímum, og
hvetja til stofnunar nýrra með ný
atvinnutækifæri í huga. Fjöl-
margar leiðir koma þar til greina
en mest er um vert að Reykjavík-
urborg hefji reglubundið sam-
starf við fulltrúa atvinnulifsins til
að ákvarða markmið og leiðir.
Atvinnureksturinn i Reykjavik
hefur ekki komið fram sem ein
heild gagnvart borgaryfirvöldum.
Þörfin fyrir gagnkvæmt upplýs-
ingastreymi og náið samband við
hann er þó augljós. Mörg dæmi
eru um það erlendis frá, að félags-
skapur, sem atvinnurekstur og
borgar- eða bæjaryfirvöld eiga að-
ild að, gegni, mikilvægu hlutverki
til að örva athafnalíf i viðkom-
andi umdæmum. Reykjavikur-
borg og fyrirtækin i borginni
þurfa að eiga slíkan sameiginleg-
an vettvang, er byggist á frjálsu
samstarfi. Væri vel ef sú góða
samvinna, sem tekizt hefur við
mótun atvinnumálatillagnanna,
yrði til frambúðar og öllu ákveðn-
ari en til þessa og með það sjónar-
mið fyrir augum, sem borgar-
stjóri ieggur áherzlu á í tillögum
sinum: að saman fari markmið
atvinnureksturs um ábatavon og
markmið borgarinnar um aukið
atvinnuöryggi.
Um endurskoðun
stj ómarskrárinnar
Ritgerð eftir Gunnar G. Schram komin út
NÝLEGA er komið út hjá bókaforlag-
inu Erni og Örlygi ritið „Um endur
skoðun stjórnarskrárinnar". Megin
efni þess er samnefnd ritgerð eftir
Gunnar G. Schram prófessor við
lagadeild Háskólans. Þá er þar einn
ig birt sameiginleg álitsgerð um kjör-
dæmaskipan og kosningaréttarmál-
efni, sem samvinnunefnd yngri
manna í þremur stjórnmálaflokkum
hefur gengið frá. í ritinu er einnig
birt Mannréttindayfirlýsing Samein
uðu þjóðanna i islenzkri þýðingu og
texti lýðveldisstjórnarskrárinnar.
I ritgerð Gunnars G Schram er fjall-
að um helztu hugmyndir varðandi
breytingar é ákvæðum þeirrar stjórnar-
skrár, sem nú er í gildi. Er þar meðal
annars rætt um breytingar á þingrofs-
réttinum, aukið vald forseta íslands og
stofnun embættis varaforseta. afnám
deildaskiptingar Alþingis, aukna
möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslu
um mikilvæg mál og fjölgun mannrétt-
indaákvæða til þess að tryggja sem
bezt réttaröryggið í landinu. í síðari
hluta ritgerðarinnar er rætt ufn hugs-
anlegar breytingar á kjördæmaskipan
og kosningalögum. Er þar m a fjallað
um það á hvern hátt unnt er að gera
kosningar persónubundnari en nú er
og fá kjósandanum þannig aukið vald í
hendur Jafnframt er bent á leiðir til
þess að draga úr misvægi því, sem
myndast hefur varðandi atkvæðisrétt-
inn milli hinna ýmsu kjördæma lands-
ins, bæði með stjórnarskrárbreytingu
en einnig með lagabreytingu Birtist
ritgerð þessi í síðasta hefti Timarits
lögfræðinga.
í bókinni er einnig að finna sameig-
inlega álitsgerð um kjördæmaskipan
Gunnar G. Schram
og kosningaréttarmálefni, sem sam-
vinnunefnd frá Sambandi ungra fram-
sóknarmanna, Sambandi ungra jafnað-
armanna og Sambandi ungra sjálf-
stæðismanna tók saman. Eru þar gerð-
ar ýmsar athyglisverðar tillögur í þess-
um efnum. Birt er og Mannréttingayfir-
lýsing Sameinuðu þjóðanna og jafn-
framt texti lýðveldisstjórnarskrárinnar.
svo sem fyrr sagði
Atvinnu-
ástand
mjög gott
Akranes, 25. janúar
ATVINNUÁSTAND hér á
Skaganum er mjög gott um þessar
mundir, ekki einn einasti maður
atvinnulaus. Togararnir hafa
fengið allþokkalegan afla í veiði-
ferðum sínum. Verksmiðjan er nú
að bræða af fullum krafti loðnu
úr Víkingi sem landaði hér í
vikunni. Veður er með ágætum og
færð um sveitir góð, litill snjór.
Menningarlif hefur verið með
mesta móti í vetur og nú um
þessar mundir eru fyrirtæki og
stofnanir að halda sinar árvissu
árshátiðar, en á þeim skemmta
jafnan menn hér úr bænum eða
jafnvel innan fyrirtækjanna
sjálfra.
Júlfus
Laugavegi 89 & 37
símar 13008 & 12861
Vatteraóir vindjafekar í öllum
stæróum
bjóóum vetrinum byrginn í vindjakka fm Faco