Morgunblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978
Rekstrar- og afurða-
lán beint til bænda
Niðurgreiðslur og útflutningsbætur einnig
Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður:
FUNDUR var í sameinuðu þingi í gær. Eyjólfur Konráð
Jónsson mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um rekstr-
ar- og afurðalán bænda, sem hann flytur ásamt Jóhanni
Hafstein. Fer framsaga hans hér á eftir. Miklar umræður
urðu um málið, sem raktar verða á þingsíðu Mbl. á
morgun. Pálmi Jónsson mælti fyrir tillögu til þingsálykt-
unar um öryggisbúnað smábáta. Framsaga hans verður
rakin á þingsíðu Mbl. eftir helgina.
Réttur
bóndans
Tillögu þá, er ég flutti á þingi í
fyrra um greiðslu rekstrar- og
afurðalána landbúnaðarins beinj
til bænda, endurflyt ég nú ásamt
háttvirtum þingmanni Jóhanni
Hafstein. Tillaga þessi var í fyrra
mikið rædd, bæði innan þings og
utan, og voru undirtektir yfirleitt
góðar. Margir mæltu með sam-
þykkt tillögunnar, þ.á m. forystu-
menn stjórnarandstöðunnar, því
háttvirtir þingmenn Lúðvík
Jösepsson og Gylfi Þ. Gíslason.
Aðrir töldu nayðsyn til bera, að
megintilgangi tillögunnar yrði
náð, þeim, að bændur fengju fjár-
muni sína strax í hendur, þótt
þeir teldu, að annmarkar kynnu
að vera á framkvæmdinni. Aftur
á móti er mér ekki kunnugt um,
að neinn maður hafi, hvorki inn-
an þings né utan, opinberlega
andmælt þessari tillögu. Þó kom
það fram hjá forstjóra Sambands
ísl. samvinnufélaga, að rétt væri
að grennslast fyrir um það, hvað
bændur vildu í þessu efni. Því er
ég sammála, enda held ég, að
aldrei hafi verið spurst fyrir um
það, hvort bændur vildu fá fjár-
muni sfna beint eða hvort þeir
óskuðu þess, að þeir gengju í
gegnum afurðasölu- og verzlunar-
fyrirtæki. Þar hafa aðrir ráðið en
þeir.
Hitt er svo annað mál, að þótt
aðeins einn bóndi óskaði eftir því
að fá sitt eigið fé greitt beint til
sín, en ekki til einhverra annarra,
þá ætti hann auðvitað að eiga rétt
á því. Á sama hátt getur sérhver
sá, sem þess æskir, að óbreytt
fyrirkomulag verði, þ.e.a.s. að
hans fjármunir verði greiddir til
afurðasölufyrirtækjanna eða
verzlunarfyrirtækjanna, óskað
þess, og þá myndi viðskiptabank-
inn að sjálfsögðu senda ávísunina
þangað, en ekki til eigandans. Um
þessa hlið málsins ætti því engar
deilur að þurfa að rísa. Hér virð-
ast allir vera sammála, þ.e.a.s. að
það sé sjálfsagt mál, að bændur
sjálfir ráði þessu — og hver og
einn.
Hverjir
geta veðsett
vöru?
Á það hefur verið bent, að veð
þurfi að taka í afurðum fyrir
afurðalánunum, og sumir virðast
álíta, að afurðasölufyrirtækin ein
geti veðsett sauðfjárafurðirnar.
Þannig er því þó ekki varið. Þvert
á móti mætti halda því fram, að
hæpinn væri sá háttur, sem á er
hafður, að afurðasölufyrirtækin
veðsetji vöru, sem þau ekki gera.
Getur það naumast helgazt af
öðru en hefð. Það er margyfirlýst
af Sambandi ísl. samvirmufélaga,
sem telst vera samtök stærstu
afurðasöluaðilanna, að allar
afurðirnar séu í umboðssölu,
þ.e.a.s. að bændur eigi vöruna þar
til heildsöluaðilarnir hafa selt
hana. Bændur einir ættu því að
geta veðsett vöruna. Erfitt er að
andmæla þessum sjónarmiðum
SÍS, a.m.k. er fyrirkomulag allt
eins og tiðkað er við umboðssölu.
Varan er ekki að fullu greidd fyrr
en hún hefur verið seld, og þá er
reiknaður út kostnaður, og á
stundum er ekki greitt fullt verð
fyrir vöruna, þar sem söluaðilum
hefur ekki tekizt að selja hana
fyrir nægilega hátt verð eða
kostnaður þeirra hefur orðið það
rríikill, að þeir telja sér heimilt að
greiða lægra verð en grundvallar-
verðið.
Þessi mótbára gegn þvi, að
bændur fái fé sitt beint er þvi
ekki marktæk. En ef einhver
vandkvæði kynnu að vera á að
breyta um fyrirkomulag af þess-
um sökum, þá er auðvitað hægur-
inn á að fá sérstaka löggjöf í þvi
efni.
Á tímum
mikillar
verðbólgu.
Ljóst ætti að vera hverjum og
einum, að kjör bænda þurfi að
bæta. Kerfið er að keyra þá niður,
en ekki athafnaleysi þeirra eða
úrræðaleysi. Sjálfir hafa þeir að
undanförnu fjallað um þann
mikla vanda, sem að landbúnaðin-
um steðjar og bent á margháttuð,
raunhæf úrræði til að bæta hér
um. Naumast hefur þó fram að
þessu nægilega verið undirstrik-
að, hve þýðingarmikið það er fyr-
ir landbúnaðinn að fá þær greiðsl-
ur, er honum ber, sem allra fyrst.
Á timum mikiller verðbólgu, eins
og hér hefur geisað árum saman,
hefur það að sjáfsögðu grund-
vallarþýðingu, að bændur fái
rekstrar- og afurðalánin eins
fljótt og auðið er til eigin afnota,
þannig að þeir geti i ríkari mæli
rekið bú sin með eigin fjármun-
um og þurfi ekki að sæta því, að
fjármagn þeirra sé skert af verð-
Eyjólfur Konráð Jónsson, al-
þingismaður.
hækkunum. Ljóst er því, að ein-
hver þýðingarmesta úrbótin fyrir
bændastéttina væri sú, að
rekstrar- og afurðalán hækkuðu
og yrðu greidd beint til bænd-
anna, sem þá gætu notað fjármun-
ina á hinn hagkvæmasta hátt. En
fjárskortur veldur því tíðum í
landbúnaði, eins og raunar í fleiri
atvinnugreinum, að hagkvæm-
ustu innkaupum og vinnubrögð-
um verður ekki við komið. Við
fjármögnun landbúnaðarins í
heild hygg ég, að nauðsynlegt sé
að taka mið af þessum sjónarmið-
um og stefna markvisst að því að
stórauka rekstrarlánin og haga
afurðalánum þannig, að bændur
geti fengið afurðir sínar að fullu
greiddar við innlegg á haustnótt-
um.
„Vilja ekki
leita af
ótta við
að finna”
Einhverjum kann að finnast
þetta ábyrgðarlaust tal í fjár-
magnsþröng þeirri, sem við búum
við og þensluástandi, en skoðum
það nokkru nánar. Er naúðsyn-
legt, aðfjármagn það sem til land-
búnaðarins rynni í heild á næstu
árum þyrfti að vera meira en á
undanförnum árum miðað við
aðrar atvinnugreinar, þótt þessu
markmiði yrði náð á nokkru ára-
bili? Ég held ekki.
Minni
fjárfesting —
styrkari
rekstrarstaða
Almennt hafa menn nú viður-
kennt, að fjárfesting i sjávarút-
vegi megi minnka. Við eigum nú
nægilega stóran skipaflota til að
taka þann afla, sém skynsamlegt
og leyfilegt er að veiða. Auðvitað
þarf að fylgjast með nýjungum og
sinna endurbótum og endurnýjun
flotans, og auðvitað þarf að halda
áfram uppbyggingu fiskvinnslu-
stöðva og endurbótum á eldri
mannvirkjum. En afkastagetuna
þarf ekki að auka til muna, ein-
faldlega vegna þess, að hráefnið
eykst ekki, nema þá á alllöngum
tíma. Allir vona að vísu, að
sigrarnir í landhelgismálinu leiði
til þess, að aflamagn muni smám
saman aukast, og þá verður að
sjálfsögðu að fjárfesta til að nýta
það.
I landbúnaðinúm. er ástandið
ekki óáþekkt. Þar er það raunar
markaðurinn, sem er fullnýttur, á
sama hátt og hráefnið er í sjávar-
útvegi. En mér sýnist, að við þeim
vanda verði að bregðast meó
svipuðum hætti og vandamálun-
um, sem við sjávarútvegi blasa,
þ.e.a.s. að hægja á fjárfestingu —
og raunar hafa áhrifamenn í
bændastétt, bæði í orði og verki,
sýnt að framhjá þessari staðreynd
verður ekki gengið.
Það fjármagn, sem unnt væri að
spara með minni fjárfestingu á
næstu árum, mætti auðvitað nota
til að styrkja rekstaraðstöðu land-
búnaðarins. Og það fjármagn yrði
í veltunni, en ekki bundið, og
notaðist þvi aftur og aftur, þannig
að tiltölulega lítill árlegur sam-
dráttur fjárfestingar gæti haft
mikla þýðingu fyrir rekstrarstöð-
una, ef fjármununum væri varið
til að styrkja hana. Þá hefði land-
búnaðurinn innan fárra ára í velt-
unni það fjármagn, sem nægja
myndi til eðlilegra rekstrar- og
afurðalána. Þannig gæti kostnað-
ur við búrekstur lækkað og
afurðaverðið þar með, án þess að
útheimta aukna hlutdeild í tak-
mörkuðu fjármagni þjóðarinnar.
Afurðasölu-
fyrirtæki ^
Gagnrýni sú, sem beinzt hefur
að afurðasölufyrirtækjunum, hef-
ur ekki einskorðast við það, að
greiðslur þeirra til bænda kæmu
of seint, heldur hefur einnig ver-
ið á það bent, að rekstrarkostnað-
ur þeirra væri of mikill. Hefur
einkum verið bent á sláturhúsin
og margsinnis verið um það rætt,
að sláturkostnaður væri óhæfi-
lega mikill. Ut í þá sálma skal ég
ekki fara langt nú. En hinsvegar
vil ég vekja á því athygli, að sára-
litið hefur verið rætt um rekstar-
kostnaö mjólkurbúa. Hygg ég þó,
að ástæða væri til að skoða hann,
ekki síður en kostnaðinn við
sláturhúsin. Að minnsta kosti á ég
erfitt með að skilja, að ekki skuli
vera unnt að framleiða osta hér á
nokkurn vegin sama verði og er-
lendis, jafnvel þótt mjókurfram-
leiðsla sé hér talsvert dýrari en
þar, þvi að anpar kostnaður en
hráefniskostnaður er auðvitað
talsverður, og ekki hafa verið
færðar sönnur á, að hann þurfi að
vera hér hærri en erlendis. Sumir
halda því meira að segja fram, að
laun hér séu miklu lægri en í
nágrannalöndum. Ég held, að
eðlilegt væri að gera á þessu
athugun og skal enga dóma fella
fyrr en hún liggur fyrir.
Betri
nýting
fjármagns
En þegar um fjármögnun land-
búnaðarins almennt er -rætt, er
vert að víkja að þvi, hve mikil-
vægur iðnaður úr landbúnaðar-
afurðum er, og hann þarf að sjálf-
sögðu að fjármagna og einnig nýj-
ar búgreinar eins og t.d fiskrækt-
ina, sem smánarlega litið hefur
hér verið sinnt.
Þá er það lítið efamál, að bygg-
ingarkostnaður gæti lækkað og
þar með fjármagnsþörf, ef
byggingarframkvæmdir væru
betur skipulagðar og staðlaðar, og
á það raunar við víðar en í land-
búnaði. Og byggingarkostnaður
nýju sláturhúsanna er auðvitað
óhæfilegur, eins og margsinnis
hefur verið á bent, og lengra má
ekki ganga á þeirri braut.
Niðurstaðan af öllu þessu er sú,
að fjármagn það, sem ýmist er
þegar bundið í landbúnaði og
afurðum landbúnaðarins eða
verður veitt til þessara þarfa á
næstu árum, megi nýta mun bet-
ur. A þessu sviði sé að finna einn
meginvandann, sem að land-
búnaðinum steðjar, aðeins ef
menn vilja leita hans. Og vart
verður því trúað, að menn vilji
ekki leita af ótta við að finna. En
samþykkt þessarar þings-
ályktunartillögu mundi stuðla að
því, að við vandanum yrði hreyft
og þannig leiða til mikilvægs
árangurs fyrir landbúnaðinn og
þar með þjóðina alla.
Rödd bóndans
Að lokum vil ég hér aðeins
nefna niðurgreiðslurnar og út-
flutningsuppbæturnar, sem raun-
ar ætti að nægja að nefna út-
flutningsbætur. Sá háttur er á
hafður að því er þær varðar, að
greiða þær til afurðasölufyrir-
tækja eins og' rekstrar- og afurða-
lánin í flestum tilfellum. Ekki fæ
ég séð, að minnsta þörf sé á þessu.
Ur þvi að ríkisvaldið ákveður að
greiða landbúnaðarvörur niður,
fyrst og fremst sem hagstjórnar-
tæki, virðist liggja alveg beint við
að greiða eigendum vörunnar þá
fjármuni, sem þeim ber, en ekki
einhverjum öðrum. Ef verðbæta á
vöru við útflutning á eigandi
hennar líka að fá þær bætur.
Afurðirnar eru í umboðssölu, en
ekki í eigu afurðasölufyrirtækj-
anna. Þess vegna getur ekki verið
að þau eigi neitt tilkall til niður-
greiðslnanna og útflutningsbót-
anna. Þær eru hluti af því fé, sem
bændur eiga að fá fyrir fram-
leiðsluvöru sína og eiga því að
ganga beint til þeirra, en ekki að
staðnæmast annars staðar i lengri
eða skemmri tíma. Eru það til-
mæli mín, að nefnd sú, sem til-
lögu þessa fær til athugunar, at-
hugi, hvort samstaða gæti náðst
um að láta hana einnig taka til
niðurgreiðslnanna og útflutnings-
bótanna, þannig að bændum væri
greitt beint samkvæmt skýrslum
um innlagðar mjólkur- eða sauð-
fjárafurðir.
Útflutn-
ingsbætur
Þegar máli þessu fyrst var
hreyft á þingi í fyrra, töldu sumir
erfiðleika á framkvæmd þess. Við
nánari skoðun kom þó í ljós, að
svo er ekki. Ég get búizt við, að nú
segi einhverjir, að erfiðleikum sé
háð að koma niðurgreiðslunum og
útflutningsbótunum beint til
bænda. Það byggist líka á mis-
skilningi, og nær er mér að halda
að kerfið allt yrði einfaldara ef
þessi háttur yrði upp tekinn, og
a.m.k. gætu menn þá betur áttað
sig á því, hvað um þá fjármuni
verður, sem til landbúnaðar eiga
að renna.
Margar athyglisverðar hug-
myndir hafa komið fram í þeim
miklu umræðum, sem orðið hafa
um landbúnaðarmálin, fyrst og
fremst af bænda hálfu. Þeir vilja
leita vandans til að finna hann.
Mig langar að vekja athygli á
einni þessara hugmynda. Hana
setur fram Halldór Gunnarsson,
Holti undir Eyjafjöllum, í grein i
Mbl. 7. janúar s.l. í hugleiðingum
hans segir m.a.:
„Styrkur rfkissjóðs við land-
búnaðinn myndi í framtiðinni
miðast við hlutfall núverandi
fjárveitinga alþingis af fjárlögum
til niðurgreiðslna og útflutnings-
uppbóta. Þessi styrkur myndi
skoðast í heild til þess viðfangs-
efnis, að bændur, sem hafa meiri-,
hluta tekna sinna af landbúnaðar-
framleiðslu, nái sínu lögbundna
viðmiðunarkaupi og jafnframt til
þess, að neytendur fái land-
búnaðarafurðir á sem hagstæð-
ustu verði.
Til jákvæðrar stjórnunar á
framleiðslunni yrði slíkur
heildarstyrkur til landbúnaðarins
greiddur að verulegum hluta
beint til þessara sömu bænda
mánaðarlega."
Þessar hugmyndir eru náskyld-
ar þeim, sem ég hef reynt að setja
fram. Að vísu vil ég ekki nefna
greiðslur þær, sem renna eiga
beint til bænda, styrki, þvi að þær
eru það ekki, nema þá að litlum
hluta. En það er ekki aðalatriðið,
heldur hitt, að bændur fái milli-
liðalaust það fé, sem þeim ber.
Þegar þvi marki er náð, hafa
bændur unnið mikla sigra, sem
hafa munu úrslitaáhrif á hag
landbúnaðarins. Þessir sigrar eru
i sjónmáli, og lengur má ekki
draga að fylgja málinu fram.
Ég legg til, hr. forseti, að tillögu
þessari verði visað til háttvjrtrar
Allsherjarnefndar.
(Millifyrirsagnir eru blaðsins).