Morgunblaðið - 27.01.1978, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 27. JANÚAR 1978
17
mM
íbúar viö Farragutgötu í Boston hafa átt heldur betur í erfidleikum með að
komast leiðar sinnar undanfarna daga eftir að mikið fannfergi hefur verið þar
sem og víða annars staðar á austurströnd Bandaríkjanna.
Gerðu aðsúg að
innanríkisráðherra
Barcelona, Spáni, 26. jan. Reuter/AP.
FJÖLDI hægrisinnaðra öfgamanna hafði uppi mótmæli gegn spænsku
rfkisstjórninni við jarðarför fyrrverandi borgarstjóra Barcelona og
konu hans, sem voru myrt í gær. Múgurinn hrópaði slagorð um að
herinn ætti að taka völdin f landinu f sfnar hendur. Viðamiklar
ráðstafanir hafa verið gerðar til að hafa uppi á morðingjum hjónanna.
Þegar innanrfkisráðherra Spán- Voru allir látnir lausir — gegn
Svíar:
Leggja bann við
notkun úðunarefna
1. JANÚAR 1978 tóku í
gildi í Svíþjóð lög um bann
gegn notkun flestra þeirra
úðunarefna (spreyefna)
sem framleidd eru í
heiminum, en lögin eru
sett á þeim grundvelli að
slík efni geti haft slæm
áhrif á gufuhvolfið. Svíar
eru fyrsta þjóðin sem hef-
ur stigið það spor að setja
slíkt bann með lögum.
Bannið tekur til þúsunda
tegunda hárlakka, svita-
meðala, lofthreinsiúðara,
skordýraeiturs og fleiri
efna. En það tekur ekki til
efna sem notuð eru í
lækningaskyni, eins og úð-
ara sem asmasjúklingar
hafa þurft á að halda.
Brezka blaðið Times
skýrir frá því að Svíar hafi
með þessari lagasetningu
tekið til greina aðvaranir
vísindamanna sem halda
því fram að áframhaldandi
notkun slíkra efna geti um
síðir haft skemmandi áhrif
á gufuhvolf jarðarinnar.
Ózon-lagið um hnöttinn ver
jörðina að mestu gegn út-
fjólubláum geislum sólar-
innar. Það hefur valdið
áhyggjum vísindamanna
að ef þetta lag þynnist
vegna áhrifa ofangreindra
úðunarefna eigi slík geisl-
un greiðari leið í gegn og
geti í ríkari mæli orsakað
húðkrabba meðal hvítra
manna. Um síðir gæti það
orsakað að hitinn í gufu-
hvolfinu aukist svo að jökl-
ar og ísjakar á jörðinni
bráðni, þó að það myndi að
sjálfsögðu taka lengri tíma.
I aðildarlöndum EBE
hafa verið uppi raddir um
að banna beri notkun
úðunarefna, en þó hafa
ráðamenn ekki talið
ástæðu til þess fyrr en nán-
ari rannsóknir hafa verið
gerðar varðandi þau áhrif
sem þau eru talin geta haft
á andrúmsloftið.
ar, Rodolfo Martin Villa, mætti
við jarðarför Joaquin Viola og
konu hans, sem fulltrúi ríkis-
stjórnarinnar, gerði mikill mann-
fjöldi aðsúg að honum og frá
hópnum heyrðust slagorð eins og
„herinn til valda“, ,,Franco“ og
„drepum svikarana". Fjöldinn
veifaði þjóðfánanum og fána
falangista og hrópaði nafn leið-
togans, einræðisherrans
Francicsko Francos sem lést fyrir
tveimur árum. Ráðherrann þurfti
aðstoð og vernd lögreglu til að
komast burt að athöfninni lok-
inni.
Víðtækar ráðstafanir hafa verið
gerðar við landamæri Spánar og
Frakklands og leit haldið áfram á
Spáni að morðingjum Viola og
konu hans. En lögreglan hefur
sett morðin i samband við morðið
á Jose Maria Bulto, iðnrekenda í
Barcelona fyrir 10 mánuóum. 1
báðum tilvikum réðust þrtr menn
og ein kona á fórnarlömb sfn og
myrtu þau með sprengjum. eftir
að hafa krafist lausnargjalds.
Fjórir námsmenn, þrír karlmenn
og ein kona, voru handteknir í
júlí á síðasta ári grunaðir um að-
ild að morðinu á Bulto, en þeir
Frakkland:
Enn er fylgi
vinstri-
manna meira
París, 26. jan. Reuter
NIÐURSTÖÐUR þriðju skoðana-
könnunarinnar á tíu dögum um
kosninga úrslitin í Frakklandi
bentu til að bandalag vinstri
manna myndi bera sigur úr být-
um ef kosningar færu fram nú.
Urslit voru birt í blaðinu
L’Aurore sem er hægri sinnað.
Þar kom fram að vinstri menn
fengju 258 þingsæti en stjórnar-
flokkarnir 233 sæti. Þessari
niðurstöðu ber heim og saman við
fyrri slíkar. Kosningarnar fara
fram 10. marz.
VEÐUR
víða um heim
Amsterdam 7 rigning
Aþena 14 sól
Berlfn 5 skýjað
Brússel 3 heiðskfrt
Chicago 1 snjókoma
Kaupmannah. 4 skýjað
Frankfurt 6 skýjað
Genf 6 skýjað
Helsinki +4 snjókoma
Jóhanncsarb. 21 skýjað
Líssabon 17 rigning
London 8 rigning
Los Angeles 20 heiðskfrt
Madrid 13 sólskin
Montreal 1 snjókoma
Moskva + 7 skýjað
New York 5 rigning
Ösló +2 skýjað
Parfs 8 skýjað
Rómaborg 8 bjart
San Francisco 14 bjart
Stokkhólmur + 1 skýjað
Tel Aviv 16 skýjað
Tókfó 5 skýjað
Vancouver 7 skýjað
Vfnarborg 6 skýjað
By MCMuý aoí «h» nJconioaa Mevs Leaoer
Endurminningar Brezhnevs:
andmælum innanríkisráóuneytis-
ins, í sakaruppgjöf á síðasta ári
fyrir pólitiska fanga. Þeir voru
allir félagar i róttækri fylkingu
vinstrisinna i Katalóníu.
Talsmaður lögreglunnar hefur
látið hafa það eftir sér að engar
sannanír séu fram komnar fyrir
því að pólitísk ástæða liggi að
baki morðinu á Viola, en hann
komst til áhrifa i stjórnartið
Francos, og átti ennfremur sæti i
ráðgjafarnefnd Juan Carlos kon-
ungs þar til hann lét af borgar-
stjórastörfum á síðasta ári.
Lög og alls-
herjarregla
keppikeflið
London, 26. jan. Reuter.
SAMKVÆMT Gallup-
skoðanakönnun telja Bret-
ar mikilvægara að lögum
og reglu sé uppi haldið, en
að barist sé gegn verðbólgu
og atvinnuleysi.
Skoðanakönnunin sem tók til
981 manns sýndi að 83% þjóðar-
innar telur það „geysilega mikil-
vægt“ að lög landsins og reglur
séu virt, 76% telja það „geysilega
mikilvægt" að barist sé gegn verð-
bólgu og atvinnuleysi. 55% telja
það „geysilega mikilvægt" að
lækka skattana.
Samkvæmt könnuninni settu
kjósendur, bæði Verkamanna-
flokksins og Ihaldsflokksins, lög
og reglur efst á lista.
Kynæsandi
bók bönnuð
í Brasilíu
Brasilíu, 26. jan. AP.
BRASILÍSKA ríkis-
stjórnin bannaði í dag
sölu og dreifingu á
bókinni „Erótískar
endurminningar smá-
borgara" sem var ný-
komin á markaðinn.
Bókin er skrifuð undir
-dulnefni og er fimmta
bók þessarar gerðar
sem forlagið Livros do
Brasil gefur út á ári og
.er jafnskjótt bönnuð.
Þá hefur brasilíska
stjórnin nú einnig
bannað útgáfu á tíma-
riti sem forlagið gefur
út og hefur þótt all-
djarft í frásögnum
sínum og myndbirt-
ingu.
Sovétar frelsarar Evrópu í stríðslok
Moskvu, 26. jan. AP. Reuter.
SOVEZKA fréttastofan TASS,
sagði I dag ítarlega frá endur-
minningum Leonids Brezhnevs
um seinni heimsstyrjöldina. Þar
var lögð mikil áherzla á nauðsyn
þess að koma f veg fyrir að
nokkru sinni verði stríð framar.
Gefið er f skyn að við ákveðin
pólitfsk vandamál hafi verið að
etja þegar Sovétrfkin voru að
vinna traust Austur-Evrópuþjóða,
sem Kauði herinn hafi frelsað
undan nasistastjórnum.
Brezhnev fer f endurminning-
unum mörgum orðum um fögnuð
og gleði fbúa Ungverjalands, Pól-
lands og Tékkóslóvakfu við frels-
unina. „Aratugum saman hafa
heimsvaldasinnar rægt flokk okk-
ar. Reynt var að berja inn f höfuð-
ið á fólki hræðilegum og fárán-
legum staðreyndum. Og svo...
eftir allt saman eru Sovétríkin f
augum Evrópu frelsarinn.“
Brezhnev segir að það hafi kostað
mikið erfiði að standa við þær
glæstu vonir sem við þetta hafi
verið bundnar en Sovétmönnum
hafi tekizt það. þrátt fyri allt.
Endurminningar Brezhnevs úr
strfðinu munu birtast í febrúar-
blaði bókmenntaritsins Xovy >1 ir.