Morgunblaðið - 27.01.1978, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978
Öskubuska (Edda Þórarinsdóttir), Kóngurinn (Árni Tryggvason), Prinsinn (Þórhallur Sigurðsson)
og Stjúpan (Bríet Héðinsd.).
• •
Oskubuska
handa öllum
Þjóðleikhúsið:
Öskubuska:
Þýðing og sviðsgerð
Eyvindar Erlendssonar
eftir kvikmyndahandriti
Évtenf Schwarz.
Söngtextar: Þórarinn Eldjárn.
Tónlist: Sigurður Rúnar Jóns-
son.
Dansar og leikhreyfingar: Þór-
hildur Þorleifsdóttir.
Leikmynd og búningar:
Messíana Tómasdóttir.
Leikstjóri: Stefán Baldursson.
Évgení Schwarz er orðinn
kunnur höfundur hér á landi
og farinn að veita Thörbjörn
Egner harða samkeppni um val
leikrita handa börnum. Þessi
þróun er ánægjuleg því að
Évgenf Schwarz er athyglis-
verður höfundur, verk hans í
senn barnsleg og fullorðnisleg.
Hann er ævintýraskáld og hef-
ur sígildan boðskap að flytja.
Það sem mér hefur þótt lýta
verk Schwarz er hvað langdreg-
in þau eru. Stundum er líkt og
sviðsetning sögu verði aðalatr-
iði, minna fari fyrir hínu leik-
ræna (samanber Snædrottning-
una). Um Öskubusku má að
vísu segja að sögunni sé fylgt út
í æsar, en meira fer þó fyrir
ýmsum leikrænum skemmtileg-
heitum en oft áður hjá
Sehwarz. Eyvindur Erlendsson
hefur með þýðingu sinni og
sviðsgerð unnið gott og þarft
verk þótt ekki sé mér fyllilega
ljóst hve þáttur hans í Ösku-
busku Þjóðleikhússins er stór.
Ef til vill hefur aldrei tekist
betur en nú að ljá verki eftir
Schwarz líf á íslensku leiksviði.
Ég vil þó ekki fullyrða það
minnugur sýningar Mennta-
skólans við Hamrahlíð á Drek-
Lelkllst
eítir JÓHANN
HJÁLMARSSON
anum. En hér hefur kunnáttu-
fólk stefnt að ákveðnu marki og
náð því. Árangurinn er barna-
leikrit handa fullorðnum og
fullorðinsleikrit handa börn-
um.
Það eina sem ég gæti hugsan-
lega fundið að þessari sýningu
er það að söngtextar Þórarins
Eldjárns séu of fyrirferðar-
miklir. En þeir eru skemmtileg
viðbót við verkið, laglega orðað-
ir og hnyttnir. Til dæmis Hver
er hún?:
Öskubuska virdist horfin héðan,
höldum uppi sýnunginni á meðan.
Hún er flogin eitthvaö útf buskann,
elska litla gre.vskinnræfiltuskan.
Allsk.vns fólk til sjávar og til sveita
segist vera að hamast við að leita.
Sunnanlands finnst hvorki haus né sporð-
ur,
hún er sjálfsagt farin eitthvað norður.
Er hún kannski í lúðrasveit á Laugum?
Lögga í Grfmsey, snarvitlaus á taugum?
Eða jafnvel kennari við Kröflu?
krftar einhver fræði á svarta töflu?
Tónlist Sigurðar Rúnars
Jónssonar fellur vel að efni
leikritsins, á þátt í þeim gáska
og léttleika sem einkennir sýn-
inguna. Leikmynd og búningar
Messiönu Tómasdóttur eru trú-
ir ævintýrinu og dansar og leik-
hreyfingar Þórhildar Þorleifs-
dóttur gefa verkinu aukið gildi.
Þung á metunum er að sjálf-
sögðu leikstjórn Stefáns Bald-
urssonar.
Árrii Trýggvason leikur sam-
kvæmt þeirri grundvallarhug-
mynd verksins að allir séu
mannlegir, líka kórigar. Þór-
hallur Sigurðsson er enginn
glæsiprins, en prins samt. Gísli
Alfreðsson er kúgaður eigin-
maður í hlutverki skógarvarð-
arins. Stjúpa Bríetar Héðins-
dóttur er eftirminnileg túlkun í
klassískum ánda. Edda Þórar-
insdóttir er hin sæta og ljúfa
Öskubuska og gerir henni góð
skil. Systurnar vondu og hé-
gómlegu eru leiknar af Stein-
unni Jóhannesdóttur og Önnu
Kristínu Arngrímsdóttur.
Valdemar Helgason er galdra-
meistari sem lítið kann saman-
borið við Dís Sigríðar Þorvalds-
dóttur. Þau Valdemar og Sig-
ríður leika bæði af innlifun og
sama er að segja um Sigurð
Sigurjónsson, lærisvein dísar-
innar. Þannig mætti lengi telja.
Ekki má gleyma Rauðhettu og
Sfígvélaða kettinum, ókunna
prinsinum og hirðmeyjum.
Þáttur hljóðfæraleikaranna og
söngvaranna skal einnig met-
inn, en þeir eru Árni Blandon,
Haraldur Þorsteinsson og Pét-
urHjaltested.
I 1
W'M Lt'i
Skórinn mátaður. Stjúpan (Bríet Héðinsdóttir), Öskubuska (Edda Þórarinsdóttir). I fjarska: Herfor-
ingi (Jón Gunnarsson) og dætur stjúpunnar (Steinunn Jóhannesd. og Ánna Kristfn Arngrímsdóttir.
Starfsmenn kjarn-
orkuvers verða
fyrir geislavirkni
Ekki alvarlegt —
Brlissel, 25. jan. Reuter.
FORSTJÖRI kjarnorkuvers í
austurhluta Belgfu skýrði frá þvf
í dag, að 30 starfsmenn hefðu
lftillega veikzt af völdum geisla-
virkni eftir að hættuleg efni láku
út í verinu fyrir 12 dögum. Hann
vfsaði til baka ásökunum um-
hverfisverndarmanna og sagði, að
— Rhodesía
Framhald af bls. 1.
þar sem allir hafa jafnan kosn-
ingarétt, og einnig hve sú stjórn á
að sitja lengi við völd.
Búizt er við að Smith og blökku-
mannaleiðtogarnir Muzorewa, sr.
Sithole og Jerimiah Chirau muni
gefa út formlega tilkynningu um
samkomulagið á mánudag, þegar
þeir haf kynnt það og fengið sam-
þykkt í samtökum sínum. Samn-
ingsaðilarnir hafa lagt áherzlu á
að samkomulagið næðist fyrir
mánudag, en þá mun brezki utan-
ríkisráðherrann David Owen,
bandariski fulltrúínn Andrew
Young og fulltrúar rhodesískra
útlaga, sem heyja skæruhernað i
landinu, éiga með sér fund á
Möltu um framtíð Rhodesiu og
brezk-bandarísku tillögurnar um
það efni. Skæruliðaleiðtogarnir
Mugabe og Nkomo hafa algjör-
lega hafnað fyrirfram samkomu-
laginu í Salisbury.
— Stórhættuleg
geislavirkni
Framhald af bls. 1.
ef fjarlægja ætti hlutana úr hnett-
inum af þessu svæði. Ráðherrann
sagði að enn hefði reynzt ómögu-
legt að áætla stærð þeirra hluta
s.em þarna væru og það gæti tekið
marga daga áður en kanadiskir og
bandariskir vísindamenn gætu
komið náerri þeim.
Kanadiski varnarmálaráðherr-
ann skýrði frá því að Kosygin
forsætisráðherra Sovétríkjanna
hefði sent Trudeau forsætisráð-
herra Kanada persónuleg skila-
boð þess efnis að Sovétmenn
væru þess albúnir að veita alla
aðstoð í málinu.
Aðrir talsmenn varnarmála-
ráðuneytisins í Ottawa sögðu síð-
ar í kvöld að nákvæmari mæling-
ar yrði að gera áður en hægt væri
að segja með vissu hversu nærri
sérfræðingar gætu komist hinum
geislavirku hlutum úr njósna-
hnettinum.
Það var fyrst snemma í dag sem
flugvél varð vör við óeölilega
geislavirkni á þessum svæðum í
Norður-Kanada, en hnötturinn
hrapaði eins og áður sagði af
braut sinni sl. þriðjudag.
— Nýjar
viðræður
Framhald af bls. 1.
Arabarfkin sem taka
vilja harða afstöðu til
Israels hafa ákveðið að
efna til annars fundar
sin f milli, í þetta sinn f
Alsfr. 1 dag var ákveðið
að fundur þessi skyldi
hefjast á fimmtudag í
Algeirsborg og var til-
kynnt þar í borg að þátt-
takendur yrðu Sýrland,
Suður-Jemen, Lfbýa og
Samtök palestfnu-
skæruliða. Irak, sem
hefur tckið einna harð-
asta afstöðu gegn ísra-
el, var ekki nefnt á
nafn, en ráðamenn þar
hafa talið að hin rfkin
gangi ekki nógu langt f
afstöðu sinni gegn Gyð-
ingarfkinu.
segir forstjórinn
þeir gerðu úlfalda úr mýflugu.
Hann sagði að enginn starfs-
mannanna hefði orðið fyrir meira
en einum fimmtugasta hluta þess
geislunarmagns, sem mönnum
getur stafað hætta af á einu ári.
Neitaði hann því að nokkur
þeirra væri á sjúkrahúsi eða f
umsjá læknis.
í fréttinni, sem forstjórinn, van
den Damme, sagði að væri
uppspuni hafði komið fram að 80
manns væru á sjúkrahúsi og að
geislavirkni á vinnustað hefói
mælzt 900 sinnum meiri en leyfi-
legt er. En eftir að nokkrir starfs-
mannanna veiktust var verinu
lokað í þrjá daga. Að sögn
embættismanna átti lekinn sér
stað meðan tekinn var vökvi af
kjarnorkuofni í því skyni að kæla
hann. Kjarnorkuver þetta er sam-
eign Frakka og Belga og var
byggt fyrir tveimur árum.
Fimmtungur allrar raforku í
Belgíu er framleiddur með kjarn-
orku.
— 40% Skota
Framhald af bls. 1.
Skotlandi undanfarin ár hafa að
meðaltali 77% kjósenda greitt at-
kvæði og mundu svo margir taka
þátt f atkvæðagreiðslu um heima-
stjórn þyrftu 52% þátttakenda að
lýsa sig samþykka henni til þess
að henni yrði komið á.
Er nú þegar hafin í Skotlandi
skipuleg barátta fyrir því að sem
flestir Skotar greiði atkvæði í
væntanlegri atkvæðagreiðslu og
að teir styðji heimastjórn, en
Kilbrandon lávarður sem er for-
maður undirbúningsnefndar
þeirra samfaka sem berjast fyrir
heimastjórn sagði í dag að barátta
þeirra yrði nú mun erfiðari en
áður.
Þingmenn íhaldsflokksins
brezka en þeir eru andvígir
heimastjórn nutu stuðnings all-
margra þingmanna Verkamanna-
flokksins við atkvæðagreiðslu á
miðvikudagskvöld um þessi
ákvæði þjóðaratkvæðagreiðslunn-
ar og önnur mál sem að heima-
stjórn lutu. Leiðtogar Verka-
mannaflokksins höfðu lagt
áherzlu á að flokkurinn væri and-
vígur þessum ákvæðum, og nutu
þeir stuðnings frjálslyndra þing-
manna, en nægilega margir
verkamannaflokksþingmenn
skoruðust undan merkjum til að
þess að tillagan var samþykkt.
Stjórn Verkamannaflokksins
hefur lofað skozkum og velskum
þjóðernissinnum aukinni sjálf-
stjórn á þessu ári, en andstæðing-
ar þessara áforma telja að þau
kunni að leiða til þess að hið
Sameinaða konungdæmi leysist
upp. ________ ________
— Samvinna
Vesturlanda
Framhald af bls. 5.
dreifa barmmerkmu og halda um
leið áfram fundarstarfseminni Ef
fólk hefði áhuga á að skrifa saratök '
unum, t d í því skyni að fá fulltrúa
þeirra á fund, væri hægt að senda
bréf í pósthólf nr 10066, Reykja-
vík, eða hringja í Skafta Harðarson í
símum 25366 eða 85298
— Soares
Framhald af bls. 1.
Miguel, eins og í fyrri stjórn, en
innanrfkisráðherra Alberto
Oliveira e Silva.
Soares sagði í kvöld á blaða-
mannafundi að stjórn sfn mundi
byggja á sósíalískum grundvelli,
en í henni yrðu nokkrir íhalds-
samir einstaklingar. Hann sagði
að stjórnin mundi þegar á morg-
un byrja að undirbúa lagafrum-
vörp sín, sem í fyrstu myndu
einkum beinast að lausn efna-
hagsvanda landsins.