Morgunblaðið - 27.01.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978
19
ítalskir kommúnistar vilja
á ný í stjórn með Andreotti
Róm, 26. jan. Reuter
ITALSKI kommúnistaleiðtoginn
Enrico Berlinguer ftrekarði f dag
kröfur kommúnista um aðild að
stjórn landsins og sagði að ef
kristilegir demókratar gengju
ekki til samstarfs við þá mundi
það hafa f för með sér nýjar kosn-
ingar sem myndu skipta lands-
mönnum f andstæðar fylkingar f
stað þess að sameina þá. Berling-
uer lét þessi ummæli falla í ræðu
sem hann flutti á fundi 180
manna miðstjórnar kommúnista-
flokksins sem köliuð var saman
til að ræða stjórnmálaviðhorfin.
„Hrafninn
flýgur...”
- Leiðrétting
NAFNARUGLINGUR er hvim-
leiður, hvort sem er í ræðu eða
riti. Ég hef nýlega orðið þess
áskynja að hann lætur til sin taka
í einu kvæðann í bók minni
„Hrafninn flýgur um aftaninn",
sem kom út skömmu fyrir síðustu
jól. Þar vitna ég til minningar-
ljóðs eftir Jónas Hallgrímsson og
læt sem það sé ort eftir lát vinar
hans, Tómasar Sæmundssonar, en
þetta er raunar hending úr öðru
jafn fögru og frægu kvæði Jónas-
ar til minningar um Bjarna
Thorarensen skáld.
Þetta bið ég lesendur og hand-
hafa ljóðakversins að leiðrétta,
hvern f sinu eintaki. (I óseldum
forlagabókum verður þetta leið-
rétt). Tvær efstu línurnar á bls.
22 skulu vera:
Skjótt hefur sól brugðið sumri
orti Jónas að skáldbróður
gengnum.
Hér þarf að breyta einu þriggja
atkvæða orði, í stað Tómasi komi
skáldbróður, og er þá öllu til skila
haldið.
Islenzkur málsháttur segir: All-
ir eiga leiðréttinga orða sinna og
jafnvel presturinn í stólnum. Ég
tek mér þann boðskap til þakka.
í janúár 1978,
Baldur Pálmason.
Flugmenn á
fyrsta samn-
ingafundinum
FYRSTI samningafundur með
Félagi íslenzkra atvinnuflug-
manna, en félagið semur fyrir
flugmenn, sem vinna hjá Flugfé-
lagi íslands, var haldinn í gær. Á
fundinum voru kröfur flugmanna
yfirfarnar, en eiginleg samninga-
vinna er enn ekki hafin. Fundur
hefur enn ekki verið haldinn með
Loftleiðaflugmönnum. Deila
Flugleiða við flugmenn hefur
ekki verið send sáttasemjara
ríkisins.
Eins og kunnugt er hafa Flug-
leiðir þegar samið við flugvirkja
og flugfreyjur. Þeir samningar
tókust án milligöngu sáttasemj-
ara.
Andreotti, leiðtogi kristilegra
demókrata sem nú reynir að
mynda nýja stjórn, lauk í dag
fyrstu fundum sínum með leiðtog-
um annarra flokka, en viðræðurn-
ar voru ekki sagðar hafa leitt til
neinnar ákveðinnar niðurstöðu.
FÆRRI jarðskjálftar voru í
heiminum á árinu 1977 en á mað-
alári. Eldfjallavirkni var hins
vegar í meðallagi og þrisvar sinn-
um meiri en á árinu á undan.
Kom þetla fram I skýrslu banda-
rísku jarðrannsóknastöðvarinnar
á þriðjudag.
Samkvæmt skýrslunni létu
2.800 manns lífið í jarðskjálftum
1977, en ársmeðaltal er um 10.000
manns. Á árinu á undan voru
jarðskjálftar mjög mannskæðir
og var það annaó versta árið í
skýrslum með um 700.000 dauða-
slys af völdum jarðskjálfta, en
meiri hluti þeirra fórst í hörm-
ungunum i Kina. Flestir biðu
bana i jarðskjálftum árið 1556,
830.000. Mælingar rannsókna-
stöðvarinnar leiddu í ljós að 35
eldfjöll hefðu verið virk á síðasta
ári, en árið 1976 voru þau aðeins
Flokkar kommúnista, sósialista
og lýðveldissinna halda enn fast
við kröfur sinar um ríkisstjórn
með aðild kommúnista, sem taki
að sér að gera nauðsynlegar
neyðarráðstafanir i málum
landsins.
10. I Afrikuríkinu Zaire létu 70
manns lífið af völdum eldgoss á
árinu. Á meðal óvenjulegra at-
burða má nefna að gaus úr bor-
holu á íslandi. Að sögn vísinda-
manna eru eldgosin 10 á árinu
1976 óvenju fá, því yfirleitt eru
þau frá 20 til 30 árlega.
Að sögn yfirmanns jarðrann-
sóknastöðvarinnar fóru Banda-
ríkjamenn ekki varhluta af eld-
gosum. Má nefna gos í Akutan og
Pavlov í Alaska og sérkennilegt
hraunflæði frá fjallinu Kilauea á
Hawai.
Flest dauðsföll á síðasta ári af
völdum jarðskjálfta urðu í Rúm-
eníu. Þar fórust 1.400 manns hinn
4. marz. Einnig varð manntjón í
þremur jarðskjálftum í Íran og
fleiri í Indónesiu og Argentinu.
20 jarðskjálftar mældust í Banda-
ríkjunum 1977 og ollu þeir
minniháttar tjóni í um 11 rikjum.
Berlinguer sagði i ræðu sinni í
dag að forðast ætti kosningar í
lengstu lög, heldur ætti
núverandi þing að koma sér
saman um stjórn og væri það
þvermóðsku kristilegra demó-
krata að kenna að ný stjórn hefði
ekki þegar verið mynduð.
Enn um Bem-
höftstorfuna
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi samþykkt frá
Bandalagi íslenzkra lista-
manna:
„Stjórn Bandalags íslenzkra
listamanna hvetur stjórnvöld
eindregið til að taka endanlega
ákvörðun um varðveizlu Bern-
höftstorfunnar, svo loks linni
leiðu þófi í mikilvægu menn-
ingarmáli."
Forseti
Kýpur
sjalfkjormn
Nikosí, Kýpur, 26. janúar.
AP. Reuter.
SPYROS Kyprianou var á
fimmtudag sjálfkjörinn forseti
Kýpur til næstu fimm ára. Hann
hefur gegnt forsetaembættinu frá
láti Makariosar erkibiskups í
agúst s.l.
Enginn bauð sig fram á móti
Kyprianou sem nýtur stuðnings
Demókrataflokksins og Kommún-
istaflokksins, sem eru öflugustu
stjórnmálasamtökin á fulltrúa-
þingi landsins.
— 4 milljarðar
Framhald af bls. 32.
þar af gaf, vetrarvertíðin 1977
164,6 millj. kr. af sér. Þá eru 67
millj. kr. á reikningi vegna
framleiðslu á fiskmjöli, en
fjóra fyrstu mánuði síðasta árs
bættust 46,5 millj. kr. inn á
þennan reikning. Siðan var
viðmiðunarverði breytt, þannig
að ekki hefur borizt ört i sjóð-
inn síðan frá þessari afurð.
— Í árslok, voru 2.381,6 millj.
kr. á reikningi saltfiskdeildar-
innar, sagði isólfur. Kvað hann,
að þá hafi verið lokið uppgjöri
vegna vetrarvertíðarinnar, en
allar líkur væru nú á að greitt
yrði úr sjónum vegna sumar- og
haustframleiðslu, sem þýddi að
innstæðueign gæti breytzt
nokkuð.
Að lokum gat isólfur þess, að
221,2 millj. kr. væru nú á reikn-
ingi skreiðardeildar. Um af-
komu þessarar deildar ríkti nú
meiri óvissa en nokkurrar
annarrar deildar og þvi erfitt
að segja neitt ákveðið vegna
óvissuástandsins á Nigeriu-
markaði.
— Ríkissjóður
Framhald af bls. 32.
samninginn fyrir hönd rfkissjóðs.
Samkvæmt upplýsingum Hösk-
ulds Jónssonar, ráðuneytisstjóra,
er lántaka þessi í samræmi við
ákvæði lántökuáætlunar. Vextir
lánsins eru 7,3% á ári og lánstím-
inn 12 ár. Lánið er afborgunar-
laust fyrstu 6 árin og yrði síðasta
greiðsluár 1990. Lánið hefur
ríkissjóður tekið fyrir milligöngú
Seðlabankans, sem séð hefur um
allan undirbúning lántökunnar.
-<CROWN>
MEST SELDfl TÆKI LANDSINS
1977 0G 1976 Þetta eru meðmœlL
1978ÁRGERÐIN K0MIN
\ BÚÐIN
Sfciphohi 1 9 simi 29800 5 iWuir
2 / ár i fararbroíidt
Verð frá kr. 135.600 til 199.500-
Færri jarðskjálftar
en á meðalári 1977
WashinKton, 25. jan. AP.
Sigurður út
í næstu viku
GERT er ráð fyrir að Sigurður RE
4 verði drcginn til Gautaboegar í
lok næstu viku, þar sem skipt
vcrður um vél í skipinu. Það er
björgunarskipið Goðinn, sem
dregur Sigurð út og tekur dráttur-
inn nokkra daga.
CROWN RADIO CORP. japan
V e i ð h t e y t i n t) a r v íe n t a n I e t) a f