Morgunblaðið - 27.01.1978, Page 20

Morgunblaðið - 27.01.1978, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Kona óskast á tanniækningastofu 4 daga í viku. Upplýsingar í Domus Medica milli kl. 3—4 í dag og mánudag milli kl 5 — 6. Geir R. Tómasson. Starfsmaður óskast í matvælaiðnað Aldur 25 — 30 ára. Um- sóknir sendist Mbl. fyrir 31.1 '78 merkt: „R—899". » Stálvík h.f. Garðabæ óskar að ráða konu/karl til símavörzlu og almennra skrifstofustarfa. Starfsreynsla æskileg. Tilboð með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 27, Garðabæ fyrir 30. janúar. R! Vagnstjórar Strætisvagnar Kópavogs óska eftir að ráða 3 vagnstjóra. Umsóknir sendist undirrituðum á eyðublöðum sem fást á bæjarskrifstofunum. Upplýsingar veitir undirritaður kl. 11 —12 alla virka daga í síma 41570 Umsóknarfrestur er til 6 febr. n.k. Rekstrarstjórinn i Kópavogi, Sigurður R. Gís/ason. Vogar, Vatnsleysuströnd Umboðsmaður óskast, til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið i Vogunum. Upplýsingar hjá umboðsmanni í Hábæ eða afgreiðslunni í Reykjavik, sími 10100 Skrifstofustarf Starfskraftur óskast til söfnunar og úr- vinnslu tölulegra upplýsinga Viðkomandi þarf að geta hafið störf hið fyrsta Um- sóknir sendist Mbl. fyrir n.k. mánudag merktar: „Z—4098" Símavarzla Óskum eftir að ráða starfskraft til sima- vörzlu og annarra algengra skrifstofu- starfa. Góð vélritunarkunnátta nauðsyn- leg Umsækjandi vinsamlega hafið samband við skrifstofu vora sem fyrst. Bræðurnir Ormsson hf. Lágmúla 9, sími 38820. Starf fulltrúa fræðslustjóra á Akranesi er laust til umsóknar. Um er að ræða hálft starf, kennaramenntun áskilinn. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist fræðslustóra Vesturlandsumdæmis, fyrir 20 febrúar n k Fóstra Fóstra óskast sem fyrst til starfa á dag- heimili Tálknafjarðar Upplýsingar i síma 94-2538 Háseta vantar á 130 tonna netabát sem stundar veiðar frá Vestmannaeyjum Upplýsingar í síma 98-1 751 . Verslunarstjóri óskast til sjónvarps og hljómtækjaverslun- ar. Æskilegt að viðkomandi sé radíóvirki eða hafi góða þekkingu á þvi sviði. Tilboð sendist fyrir 12 á hádegi laugardag 28 janúar merkt: „TV — 4364". Auglýst er laus til umsóknar staða Skatt- endurskoðanda hjá embætti skattstjóra Vesturlandsum- dæmis, Akranesi Væntanlegir umsækj- endur mega búast við að þurfa að sækja námskeið i skattamálum og sýna hæfni sína að því loknu. Laun samkv launakerfi starfsmanna rikis- ins. Starfið veitist frá 15. marz 1978. Umsóknir óskast sendar skattstjóranum í Vesturlandsumdæmi, Akranesi, eigi síðan en 1 marz n k og veitir hann allar nánari upplýsingar. Fjármá/aráðuneytið, 23. janúar 19 78. radaugiýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæði /' boði | 500 ferm. húsnæði til leigu við Ármúla frágangi við hita og lýsingu að fullu lokið. Skrifstofuaðstaða, stórar vörudyr. Upp- lýsingar í sima 8649 T á skrifstofutirria. fundir — mannfagnaöir Vopnfirðingar Munið þorrablótið í Lindarbæ föstudag 27 janúar kl. 19 30. Ómar Ragnarsson skemmtir. Mætið vel og stundvislega. Skemmtmefndin. húsnæöi Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu á Reykjavikursvæðinu. 200—450 ferm. á jarðhæð með góðum innkeyrsludyrum. Tilboð berist auglýsingadeild Mbl. fyrir lokun mánud. 30. janúar merkt G — 900". Sigurrós Sigurðar- dóttir — Fædd 26. ágúst 1894. Dáin 4. janúar 1978. Sigurrós Sigurðardóttir var fædd að Bjarnastöðum Kolbeins- dal, Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Jóhanna Pétursdótt- ir og Sigurður Stefánsson. Þau Jóhanna og Sigurður eignuðust tvær dætur, Sigurrósu og Gunn- hildi, sem lést fyrir nokkrum ár- um. Aður hafði móðir Sigurrósar Minning eignast son er Jón hét. Þau Jó- hanna og Sigurður bjuggu um skeið að Bráðræði Skagaströnd, þar sem Sigurrós ólst upp. Er Sigurrós varð eldri, var hún mjög hneigð til allra verka, hvort sem það var handavinna eða önn- ur verkefni og hætti þeim ekki fyrr en hún var búin að íjúka þeim af. Um átján ára aldur fór hún, að Söndum Húnavatnssýslu sem vinnukona og var þar um það bil eitt ár. Hinn 26. des, 1915 giftist hún Sigurbirni Jónssyni, og eign- uðust þau þrjú börn, Huldu, Skúla og Elínu, sem dó í bernsku. Eftir nokkurra ára sambúð, slitu Sigurrós og Sigurbjörn samvist- um. Þá fór Sigurrós með börn sín tvö, þau Huldu og Skúla, til Skagafjarðar á bæ við Hóla í Hjaltadal. Sigurrós fluttist til Sauðár- króks 1925. Hún var kjarkmikil kona og lét aldrei bugast, þó hún væri með tvö börn. Hún þurfti oft að erfiða mikið en aldrei gaf hún neitt eft- ir. Hún stóð ætíð föst á fótum sínum hvað sem gekk á, og missti aldrei kjarkinn. 1. febrúar 1941 giftist Sigurrós Ágúst Hreggviðs- syni verkstjóra hjá vita- og Hafna- málastjórninni. Eignuðust þau einn son, Sigurð Jóhann, búsettan í Reykjavík. Ágúst átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, Hreggvið sem er látinn og Jónu. Og var Sigurrós þeim sem besta móðir, EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU jafnt sem Agúst var Huldu og Skúla sem besti faðir. Mann sinn Ágúst missti Sigur- rós hinn 5. nóvember 1970. En Sigurrós lét ekki bugast þó að sorgin væri mikil við þann stóra missi, er hún lá sjálf á sjúkrahúsi. Sigurrós bjó ein á heimili þeirra að Lindargötu 63, þó að heilsan væri léleg og sjónin ekki sem best. Hún undi sér vel hjá sínu handavinnudóti og alltaf var hreint í kringum hana, þvi alltaf vildi hún hafa allt fágað i kringum sig. Ætíð var hún sterk þó að hún væri slæm í fótunum, og ætíð fóru henni verk vel úr hendi. Vorið 1977 var Sigurrós orðin það slæm til heilsunnar, að hún gat ekki verið lengur ein og tók Sigurður sonur hennar hana inn á sitt heimili, og var hún þar um tíma, uns hún fór á Elliheimilið Grund. Síðustu mánuði sem hún lifði fór henni síversnandi uns hún loks fékk þann frið er hún þráði. Hún lést á Elliheimilinu Grund hinn 4. jan. 1978. Blessuð sé minning hennar. Sonardóttir hennar Sigurrós Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.