Morgunblaðið - 27.01.1978, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978
22
Minning:
Stefán R. Pálsson
frá Kirkjubóli
Fæddur 30. janúar 1896.
Dáinn 17. janúar 1978.
Höfðingi er fallinn frá. Höfð-
ingi, sem setti svip á samtíð sína
og sveit. Væru til aðalsættir á
íslandi, myndi hann verið hafa
framarlega í hópi þeirra.
A Sturlungaöld myndi hann
ekki talinn meðal vígamanna,
þótt vel á sig kominn, en í krist-
inni tíð, friðflytjandi. —
Til eru menn, sem fæddir eru
undir þeirri heillastjörnu, að geta
ósjálfrátt miðlað samferðamönn-
um sínum lífsunaði, með návist
sinni einni saman! Ösjálírátt er
ekki rétt orð, því að slíka eigind
fær enginn, nema í þjálfaðri
hugsun og tilbeiðslu á höfund til-
verunnar. Þennan fríða flokk
fyllti Stefán Pálsson með sóma.
I önundarfirði eru mörg
Kirkjuból. Öll hafa þau alið ágæta
syni og dætur. Og þeim er það
sameiginlegt, að hin eldheita, log-
ar.di hugsjón aldamótakynslóðar-
innar, með kjörorðinu „íslandi
allt“, setti mark sitt á þessa kyn-
slóð, sem er að mestu horfin, en
nú hverfur senn af vettVangi með
öllu.
A Stefáni sönnuðust orð Einars
Benediktssonar: „Maðurinn einn
er ei nema hálfui\ með öðrum er
hann meiri en hann sjálfur.“
Minning:
Fæddur 6. júní 1933
Dáinn 31. desember 1977
Það er komið undir kvöld á
gamlársdag. Síðasti dagur ársins
er senn liðinn. Myrkrið er að fær-
ast yfir. Ég sit og læt hugann
reika í tilraun til uppgjörs við
árið sem er að kveðja. Spurning-
arnar leita á hugann. Hvað hafði
mér orðið ágengt? Hvað hafði ég
fengið? Hafði ég nokkuð að
þakka? Mér varð það ljóst að ég
var eins og allur þorri manna,
tilætlunarsamur og vanþakklátur,
gerandi mér far um að biðja um
og krefjast, en gleyma að vera
þakklátur. Jú, svo sannarlega
mátti ég þakka. Ekkert hafði ver-
ið frá mér tekið. Síminn hringir.
Konurödd sem ég þekki er í sím-
anum. Mér dylst ekki að það er
eitthvað að. „Hann Kalli er dá-
inn.“ Þessi helfregn kom mér
Kona hans, Guðrún Össurardóttir
var honum slík, hún var hans
styrkur og stoð, og barnalán
þeirra var mikið. Samheldni
þeirra hjóna var einstök. Gest-
risni, góðvild og hjálpsemi mættu
hafa verið þeirra einkunnarorð.
Að leiðarlokum skal Stefáni
þökkuð samfylgdin og honum
beðið blessunar á ókomnum slóð-
um.
Drottinn styrki og styðji ástvini
hans.
Sveinbjörn Finnsson.
Frá því Stefán Pálsson fór um
hlað heima i minum foreldrahús-
um, frá því ég renndi oft um
hlaðið heima hjá honum að
Kirkjubóli, og þar til ég kvaddi
hann í síðasta sinni þessa lífs, er
það brosið í augum hans og glað-
legt yfirbragð sem er mér minnis-
stætt, svo að til undantekninga er,
að minu mati.
Fyrir um 20 árum lágu svo leið-
ir okkar saman í litlum hópi eldri
nemenda Núpsskóla í Dýrafirði.
Hann valdist sem foringi hópsins
og við tókum að hittast og vinna
saman að fjáröflun til greiðslu á
gjöfum til skólans. Það fylgdi
þessum fundum sannarlega viss
eldmóður. Við vorum 7 sem í mik-
mjög á óvart. Það var svo stutt
síðan hann hafði komið í heim-
sókn. Hann sem var svo stór og
hraustlegur, fullur áhuga fyrir
starfinu, trúandi á framtíðina og
betri tíma. Það var svo margt sem
átti að gera og gaman væri að
gera. Minningarnar gerast áleitn-
ar. Hve oft höfðum við ekki rifjað
upp löngu liðnar stundir frá æsku
og uppvaxtarárum okkar austur á
Fáskrúðsfirði. Búið okkur til ljós-
lifandi myndir af því liðna. A
þessari stundu var nær ógerning-
ur að trúa, að við ættum ekki eftir
að fá okkur kaffisopa og rabba
saman. En þetta var bláköld stað-
reynd. Sá fyrsti úr jafnaldrahópn-
um hafði verið kallaður brott.
Maðurinn með Ijáinn spyr ekki
um stund né stað. Sjómaðurinn
hefur ekki alltaf mikinn tíma til
heimanbúnaðar þegar „ræsið“
illi bjartsýni töluðum margt og
létum okkur dreyma um margar
hendur er legðu okkur lið úr hin-
um geysistóra hópi Núpsskóla-
nemenda.Okkur förlaðist þar. Við
Ví -um frá þeim tíma að það þótti
't ikill og góður viðurgerningur að
fá að fara í héraðsskóla. Við vor-
um ein af þeim, og sá hópur var
ekki svo stór. Stóri hópurinn er
frá þeim tíma sem þetta nám var
orðin hlýðni við kerfið og fróð-
leiksþorstinn átti vísa svölun. Við
litum með augum gamla tímans á
skólann. Sáum hann sem sólar-
hæð í hádegisstað, eitthvað sem
hafði gefið okkur lífsorku, eitt-
hvað sem gerði okkur djarfari og
færari um að láta álit okkar í ljós.
Við fundum að við vissum heil-
mikið og gátum auðveldara dregið
ályktun án ótta við að hún væri
röng. Með stuðningi frá góðu
fólki, gáfum við skólanum nokkr-
ar gjafir. En svo fór, að fundum
okkar fækkaði og við hættum að
leita fleiri, eða nýrra handa. En
þessi hópur er ekki runninn úr i
sandinn. Við erum eftir fimm.
Langvarandi veikindi binda eitt
okkar við rúmið og Stefán er all-
ur. Við munum bráðlega gera
hópinn formlega upp.
í ys og þys þessara tíma lifa nú í
minningu okkar sérlega ánægju-
legar stundir, þar ber brennandi
áhugi Stefáns kærleikur til og
virðing fyrir Núpsskóla var hans
rauði þráður. Við vitum að þær
stundir verða ekki fleiri.
Bjarminn á ásjónu Stefáns
Pálssonar hefur tekið sina hinstu
mótun. Þegar við komum saman
næst, eru flugfjaðrir okkar horfn-
ar og gælum okkar við stórar hug-
myndir er lokið. Við sigldum ekki
hátt, þrátt fyrir það veit ég að
kemur. Svo var og í þetta sinn. I
samtölum okkar höfðum við það
mikið rætt eilífðarmálin, að ég er
þess umkominn að geta fullyrt, að
vinur minn fékk óskabyr að leið-
arlokum.
Karl Guðjón Siggeirsson var
fæddur á Fáskrúðsfirði 6. júní
1933, sonur hjónanna Helgu Finn-
bogadóttur og Siggeirs Stefáns-
sonar skipstjóra og útgeróar-
manns á Fáskrúðsfirði. Þau hjón-
in eignuðust sex börn og eru nú
þrjú þeirra á lífi. A Fáskrúðsfirði
átti Kalli, eins og hann var jafnan
kallaður, sín æsku og uppvaxtar-
ár.
Æskubyggðin var dæmigert
sjávarpláss þeirra tfma. Umhverf-
ið gat ekki verið betra. Þorpið
innundir fjarðarbotninum, fjalla-
hringurinn fagur, fjörðurinn
framundan þorpinu kjörinn leik-
vangur verðandi sjómanna. Engin
barnaheimili eða dagvistunar-
stofnanir. Móðirin helgaði sig
móðurhlutverkinu og faðirinn var
fyrirvinnan. Þá varðaði það ekki
orðið við lög, að greina milli karls
og konu. Snemma var leitað á
athafnasvæði þeirra fullorðnu,
sem þá helst voru beituskúrarnir,
bátarnir og bryggjurnar. Þetta
umhverfi var óneitanlega mót-
andi fyrir þá, sem ólust upp í
sjávarþorpum úti á landi á
þessum tíma. í þetta umhverfi
sóttu verðandi menn starfsþjálf-
un og margskonar fróðleik, með
samskiptum sfnum við sér eldri
menn, er miðluðu óspart af
reynslu sinni og þekkingu, sem
síðarmeir varð mönnum nota-
drjúgt í starfi. Snemma var Kalli
orðinn þátttakandi f störfum
manna við sjóinn. Það voru ekki
allir háir í loftinu þegar byrjað
ekkert okkar hefði viljað missa af
þessum stundum og í dag sendum
vin einhuga alúðarþakkir þessum
horfna vini okkar og minnumst
hans.
„Ef við eigum bæn og trú er
okkur borgið, þessa heims og ann-
ars,“ sagði hinn látni við mig með
innilegu handtaki, þar sem ég
stóð og horfði yfir „móðuna
miklu“. Ég fann að hugur fylgdi
máli.
Nú veit ég, að í þeim hugblæ
standa ástvinir hans allir. Frá
okkur þessum vinum hans flyt ég
þeim öllum, konu, börnum og öðr-
um innilegar hluttekningar
kveðju og þakkir.
Jónfna Jónsdóttir
frá Gemlufalli.
var að beita línu. Afköstin voru
ekki mikil í fyrstu, en þeir full-
orðnu höfóu vilja og þroska til
þess að leyfa börnum og ungling-
um að vera með í daglegum störf-
um, enda urðu margir vel liðtækir
og eftirsóttir til starfa síðarmeir.
Um fermingu er Kalli farinn að
stunda sjó á sumrum, en það þótti
merkisviðburður og manndóms-
merki þegar ungir menn sögðu
skilið við beituskúrinn og fóru að
„róa“.
Árið 1952 ræðst Kalli i skiprúm
hjá Guðna Grímssyni skipstjóra
og útgerðarmanni í Vestmanna-
eyjum, á m.b. Maggy VE III. Með
Guðna var hann fjórar eða fimm
vertíðir og minntist Kalli veru
sinnar þar ávallt með hlýhug og
ánægju, enda kvað hann atlæti og
aðbúnað allan hafa verið með
miklum ágætum, en þau Guðni og
Eftirminnilegur Vestfirðingur
er í dag til moidar borinn frá
Bústaðakirkju; Stefán R. Pálsson
söðlasmiður, Gautlandi 21 hér f
borg, fyrrum bóndi á Kirkjubóli i
Korpudal, Önundarfirði. Með
honum er góður maður genginn,
sem margir munu sakna og ekki
gleyma.
Þótt persónuleg kynni mín af
Stefáni mættu heita á aðeins tak-
mörkuðu sviði sameiginlegs
áhugamáls nú á efri árum hans,
er mér hann samt minnisstæðari
flestum öðrum, sem ég hefi þó
haft meira saman við að sælda.
Því olli sérstæður persónuleiki
hans; hversu hann lifði lífinu lif-
andi alla stund. Áhugi hans var
eldlegur og framkvæmdaþróttur-
inn þar eftir. Og hæst rís Stefán i
minningu minni, þegar öðrum var
um og ó og töldu jafnvel kapp
hans meira en forsjá. Þá var hríf-
andi að heyra hann og sjá; augun
leiftrandi og einlæga mælskuna
freyða af vörum hans. öll hálf-
velgja var Stefáni andstyggð. Fáir
lifa frekar eftir boðorði postulans
en hann gerði: „Verið brennandi í
andanum ...“
Nú við leiðarlok í þessum heimi
get ég ekki annað en minnst þessa
um leið og ég votta syrgjendum
samúð og þakka honum ógleym-
anlegar samverustundir bæði hér
og vestra. Og mér finnst húna
eins og á mig leiti I sambandi við
Stefán frægar ávarpsljóðlfnur
Matthiasar Jochumssonar til Þor-
bjargar Sveinsdóttur:
„Þú varst Eldborg,
nú ertu orðin Hraun.2
Baldvin Þ. Kristjánsson.
Lúlla höfðu vertíðarmenn sína í
heimilinu hjá sér. Veturinn 1952
— ’53 fór Kalli á vélstjóranám-
skeið og aflaði sér réttinda sem
vélstjóri. Árið 1956 er Kalli sina
síðustu vetrarvertíð í Vestmanna-
eyjum og þegar hér er komið sögu
verður nokkurt hlé á sambandi
okkar án þess það rofni þó nokk-
urntíma alveg. Hann fer austur
og stofnar heimili á æskustöðvum
sínum, en sá er þetta ritar var þá
orðinn búsettur í Vestmannaeyj-
um. Á gamlársdag 1957 giftist
Kalli eftirlifandi konu sinni, Sæ-
unni Þorleifsdóttur ættaðri af
Akranesi. Þau hjónin bjuggu
fyrstu búskaparár sín á Fáskrúðs-
firði, en fluttu síðan upp á Akra-
nes, en hér í Reykjavík hafa þau
búið síðustu árin að Hvassaleiti 6.
Þeim hjónum varð fimm barna
auðið og eru þau: Aðalbjörg,
Ragnheiður, Daníel, Harpa og
Finnbogi sem er yngstur og varð
hann 10 ára á nýársdag s.l.
Þá má ekki gleyma litla dóttur-
syninum sem ber nafn afa síns og
heitir Karl Sæberg, en litli Kalli
var sannkallaður augasteinn afa
sins enda var Kalli sérstaklega
barngóður og góður félagi barna
sinna. Kalli var sannur vinur vina
sinna. Vinátta hans og trygglyndi
náði út yfir öll hreppamörk og
fjarlægðir. Ég minnist heimsókna
hans ef skip hans kom að landi í
Vestmannaeyjum. Það var stutt
viðdvöl í höfn ef hann gaf sér
ekki tíma til að líta inn og treysta
vináttuböndin. Kalli var sjómað-
ur alla sína starfsæfi og þótti það
rúm vel skipað þar sem hann var,
lengst af var hann vélstjóri, eða í
tvo áratugi. Hann var samviskú-
samur og heiðarlegur maður,
traustur og góður liðsmaður, fs-
lenskri sjómannastétt til sóma.
Kalli var þéttur á velli og þéttur ;
lund og bar ekki tilfinningar sín-
ar á torg. Hann hafði gott skop-
skyn, sá alltaf það skemmtilega í
fari samferðamannanna, en fór
vel með það svo enginn hafði
skaða af. Hann var vel látinn af
félögum sinum, dagfarsprúður og
umtalsgóður og kunni að gleðjast
með glöðum. Siðustu fimm árin
vorum við Kalli nágrannar og við
höfðum því tækifæri til að hittast
oftar. Nú er leiðir skiljast vil ég
með þessum fátæklegu orðum,
þakka þessum vini mínum, marg-
ar góðar stundir fyrr og síðar,
tryggð hans og vináttu við mig og
fjölskyldu mína. Eiginkonu, börn-
um, móður, systkinum og öðrum
vandamönnum votta ég innileg-
ustu samúð mina. Guð gefi honum
góða landtöku handan móðunnar
miklu. Góðar minningar geymast
um góðan dreng.
Olgeir Jóhannsson.
+
Elskulegur eiginmaður minn. faðir, sonur og bróðir.
SIGURÐUR JÓNASSON
húsasmíðameistari,
Sundlaugavegi 16,
andaðist í Borgarspítalanum 25 janúar Jarðarförm auglýst síðar
Guðrún Ragna Ragnarsdóttir og börn,
Steinunn Sigurjónsdóttir og systkini
og aðrir vandamenn.
+
Jarðarför móður ökkar,
GUÐBJARGAR GÍSLADÓTTUR
sem andaðist 18 þ m . fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30
þ m kl 10.30 f.h. Sigríður Jónasdóttir,
Hólmfríður Jónasdóttir,
Karl Jónasson,
Birgir Jónasson
Páll M. Jónasson.
+
Þökkum innilega vmáttu og h.lýhug við andlát og útför föður okkar,
GUÐMUNDAR ÁSBJORNSSONAR,
Hellissandi
Ása Guðmundsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson.
og aðrir ættingjar.
+
Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför.
SIGFÚSAR BJÖRNSSONAR,
Skógargötu 20,
Sauðárkróki.
Bergþóra Þórðardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur vmsemd og samúð við
andlát og útför.
ÓLAFSBENÓNÝSSONAR
frá Háafelli i Skorradal,
Tunguheiði 14, Kópavogi,
Sigríður Sigurðardóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
Karl Siggeirsson
frá Fáskrúðsfiröi