Morgunblaðið - 27.01.1978, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978
n
VELVAKANDI
SVARAR j SÍMA
0100 KL. 10 — 11
FRÁ MANUDEGI
‘InvuMmrtn-iin'ini
% Óþarfa klappkór?
Fyrst ég er farinn að ræða
um sjónvarp get ég ekki stillt mig
um að minnast á annað atriði,
þessu óskylt. Á laugardagskvöld-
um er um þessar mundir á skján-
um svonefndur Gestaleikur,
þokkalegur spurningaþáttur og
rösklega stjórnað. En hví í ósköp-
unum er verið að hafa á sviðinu
einhvern fíflalegan klappkór til
þess að trufla áhorfendur með
bjánalegum lófasmellum og
hlátrasköllum i tima og ótíma, svo
að stundum heyrist varla, hvað
þátttakendur leiksins eru að
segja?
Ég leyfi mér að leggja til, að
klappkórinn verði látinn hverfa.
en áhorfendur taki að sér, hver á
sinu heimili, að klappa eftir þörf-
um og hlæja, ef þeim þykir eitt-
hvað afburðasnjallt eða smellið.
Sveinbjörn Sigurjónsson.“
0 Vantar
skemmtistað
„Kæri Velvakandi.
Við erum hér fjórar óánægðar
stúlkur og okkur langar til þess
að koma kvörtun á framfæri. Við
erum á aldrinum 17—18 ára og
okkur langar til þess að spyrja
ráðamenn þessa lands hvert á
fólk á þessum aldri að fara út að
skemmta sér? Þá eigum við við
dansstaði sem hægt er að fara á
um helgar. Þar sem þessi aldurs-
hópur er yfirleitt eða meirihluti
hans i skóla og hefur því ekki ráð
á þvi að fara á þessi fokdýru
sveitaböll.
Þessi aldurshópur hefur einna
mestan áhuga á því að skemmta
sér af öllum aldurshópum. Við
viljum eindregið skora á krakka
sem eru sömu skoðunar að láta i
sér heyra svo að eitthvað verði nú
gert i málinu.
6338-0105.“
Þetta bréf sendu fjórar stúlkur
og fara sem sé fram á að þvi verði
svarað hvar þær og þeirra jafn-
aldrar eigi að skemmta sér. Væri
vel að fá einhver svör frá ráða-
mönnum eins og þær biðja um og
verður það að sjálfsögðu birt. Er
ekki einhver sem finnur sig knú-
inn til að svara hér? Þvi hér tala
þær áreiðanlega fyrir hönd fleiri.
Leikhúsgestir
í vetur getið þið byrjað leikhúsferðina hjá okkur því um
helgar, á föstudögum, laugardögum og sunnudögum
munum við opna kl. 18,00 sérstaklega fyrir leikhúsgesti.
Njótið þess að fá góðan mat og góða þjónustu í rólegu
umhverfi áður en þið farið í leikhúsið.
Þessir hringdu . . .
% Af hverju allir
á sama stað?
Utiverumaður:
— Ég hef aðeins verið að velta
fyrir mér útiveru og ýmsu í sam-
bandi við hana, þó að það sé e.t.v.
ekki alveg rétti tíminn til þess að
margra mati svona um hávetur.
En mér varð eitthvað hugsað til
þess að á sumrin má oft sjá
hundruð eða jafnvel þúsundir
manna streyma i bilum sinum út
fyrir borgina, eða höfuðborgar-
svæðið og fara margir á sömu
staðina t.d. hins margfræga Þing-
vallahrings. Eg minnist grinþátt-
anna (sem fylgdi að vísu þó nokk-
ur alvara) um Jónas og fjölskyldu
er voru i útvarpinu eitt eða tvö
sumur, þar sem Jónas og fjöl-
skyldan voru alltaf að fara Þing-
vallahringinn. En af hverju fara
allir á þessa sömu staði? Er virki-
lega ekkert að skoða hér nær okk-
dur, einhvers staðar á Reykjavik-
ursvæðinu, Seltjarnarnesi, Hafn-
arfirði, Alftanesi, og þannig
mætti lengi telja. Og ekki má
gleyma fjörunum. Það sést varla
nokkur hræða á þessum stöðum á
laugardögum og sunnudögum,
það fara allir út úr bænum. Þvi
ekki að spara svolitið benzínið og
aka styttra, og njóta þeirra úti-
verustaða sem eru hér rétt við
hvers manns dyr. Svo eru menn
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti f Sovétríkjunum í
fyrra kom þessi staða upp í skák
þeirra Kiziz, sem hafði hvítt og
átti leik, og Asanovs:
28. Hxc5! — dxc5, 29. Rb4! Mát.
Þessi skák var tefld í meistara-
keppni unglingasveita i Sovétríkj-
unum, sem mun vera árlegur við-
burður þar eystra, en til þess að
taka þátt í mótinu þurfa sumar
sveitirnar að fara úr einni heims-
álfu f aðra.
að fjasa yfir rykinu á Þingvaila-
veginum, þeim glæpamönnum
sem aka of hratt og svo mætti
lengi telja, það er svo margt sem
getur farið i skapið á ökumönn-
um. Væri nú ekki betra að ganga
sér til hressingar i einhverri fjör-
unni eða virða fyrir sér fallegt
útsýni frá góðum stað á Álftanesi,
fjallahringinn t.d. og svo mætti
lengi telja af þeim gæðum. Eg
held að þetta mættu margir
ihuga, það er svo margt sem menn
gera bara af því að aðrir gera það
og geta ekki talið sig vera menn
með mönnum nema að gera eins
og hinir. Á þetta vildi ég aðeins
benda mönnum til umhugsunar,
þó að helgarferðirnar séu ekki að
ráði byrjaðar ennþá.
HÖGNI HREKKVÍSI
Örugglega snæugla!
SlG&A V/öGA £ 1/LVE^W
Nýbílasala
Höfum opnað nýja bílasölu
í Skeifunni 11 undir nafninu
Iiílasalaii SKIiII AX,
'A' Bjartur og rúmgóður sýningarsalur
'A' Þvotta-aðstaða fyrir hendi.
★ Kappkostum fljóta og örugga þjónustu.
Skeifunni 11, norðurenda,
sími 84848.
Opið frá kl. 10—21 virka daga og
10—19 laugardaga.