Morgunblaðið - 27.01.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.01.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978 Rússnesku birnirnir voru ofjarlar íslenzka liðsins: vonir þrátt fyrir tapið Brottvísanir af leikvelli: Axel Axelsson 2 mínútur, Arni Indriöa- son útilokaður. Misheppnuð vítaköst: Juk og Gassi áttu vítaköst í slá og stöng og Gunnar varði víti frá Gassa. Spán- verjarnir brustu í grát SPANVERJAR verða engin lömb að leika sér við á sunnudaginn. Þeir sýndu það í gærkvöldi á móti Dönum, að þeir eru miklir bar- áttumenn og það var fyrst og fremst þeirra eigin klaufaskap að kenna að þeir náðu ekki betri árangri gegn Dönum, en Danirnir unnu leikinn 19:15. I leiknum í gærkvöldi höfðu Danir ekkert nýtt fram að færa, þeir voru ósköp svipaðir og í Norðurlandamótinu heima í haust en þeir hafa þó náð betri tökum á línuspili. Enda voru beztu menn þeirra í leiknum línu- og hornamennirnir Thor Munkager og Henrik Jakobs- gaard. I spilinu eru Anders Dahl Nielsen og Michael Berg aðal- mennirnir og þá þekkja Islenzku landsliðsmennirnir vel. Berg og Nielsen skoruðu 5 mörk hvor og voru markhæstir. Spánverjarnir eru klaufskir I leik sínum. Þeir leika ekki kerfis- bundinn handbolta, hraði þeirra er mikill en úthaldið greinilega ekki eins og bezt verður á kosið. Leikurinn gefur lömb að leika sér við. Þeir reyndu mikið að ná hraðaupphlaupum og gáfu þau þeim góð færi sem ekki nokkur vegur var fyrir Gunnar markvörð að ráða við. Það var varla nokkur leið að koma skoti yfir rússnesku birnina á miðju vallarins og reyndu íslensku leikmennirnir undirskot sem gáfu misjafna raun. Rússarn- ir höfðu öll tök á leiknum I fyrri hálfleiknum og komust I fimm marka forystu og sá munur var á liðunum I leikhléi, 14:9 fyrir Rússa. Janusz Cervinsky hefur örugglega talað ærlega yfir höfð- um fslensku Ieikmannanna í leik- hléi og það var nýtt lið sem hljóp inn á völlinn I seinni hálfleiknum. Maður var farinn að óttast slæma útreið, en með stórskemmtilegum leik og gífurlegri baráttu var staðan allt I einu orðin 16—15, aðeins eins marks munur, og við áttum gott færi á að jafna leikinn. Gunnar Einarsson reynir að finna smugu 1 rússnesku vörninni, til Myndin sýnir vel risavöxt rússnesku leikmannanna. Sfmamynd AP. ÞEGAR litið er á gang leiksins í tölum kemur i ljós að tæpur helm- ingur markskota Islendinga end- aði mað marki. Skotin voru 37, mörkin urðu 18. 13 sinnum vörðu sovésku markmennirnir, 4 sinn- um fór knötturinn framhjá og tvisvar I stöng, auk þess sem bolt- inn tapaðist hvorki meira né minna en 15 sinnum I misheppn- uðum sendingum á línu og öðrum misnotkunum. Gunnar Einarsson varði 12 skot og náði sér verulega á strik I seinni hálfleik og átti stærstan þátt I því að sá hálfleik- ur vannst. Enginn Islendingur skarar fram úr hvað skotanýtingu snertir að Janusi undanskildum sem skaut einu sinni og skoraði eitt mark, Einar skaut 5 sinnum og skoraði 3 mörk, Axel skaut 10 sinnum og skoraði 5 mörk, Gunn- ar 4 skot og 2 mörk, Björgvin 6 skot og 3 mörk, Þorbergur 2 skot og 1 mark, Þorbjörn 4 skot ekkert varnar eru Tchernyshev og Iljin. mark Geir skaut 5 sinnum 0g skoraði 3 mörk. ÞAÐ ER ekki annað hægt að segja en að íslenzka liðið hafi staðið sig vel á móti Rússum I fyrsta leik sfnum f lokakeppni HM hér f Arósum f kvöld. Að vfsu tapaði fslenzka landsliðið 22:18, en rússnesku birnirnir, sem voru mótherjar þess virkuðu frekar á mann sem vélar en mennskir menn. Það verður þó að viðurkennast að f fyrri hálfleiknum gerði liðið of mörg mistök og þau riðu sfðan baggamuninn í seinni hálfleiknum, er fslenzka liðið kom tvfeflt til leiks. En þegar hér var komið sögu voru 15 minútur eftir af leiknum og allt virtist geta gerzt. Næstu mínútur voru æsispennandi, liðin skiptust á um að skora og þegar aðeins nfu mínútur voru eftir var staðan 18—17 fyrir Rússa. Þá var allur vindur úr íslenzku leikmönnunum og af siðustu fimm mörkum leiksins voru fjög- ur þeirra rússnesk. Lokastaðan 22—18 eftir stórskemmtilegan og á margan hátt góðan leik íslenzka liðsins. Að þessu sinni voru beztu menn íslenzka liðsins þeir Gunnar markvörður Einarsson og Einar Magnússon, þann tfma sem hann var notaður. Björgvin og Axel komust mjög vel frá sínu. Þorbjörn tók við hlutverki Árna í vörninni f stað þess að hafa hann við hlið sér og skilaði Þorbjörn sínu vel í seinni hálfleik. Geir og Gunnar sýndu góða takta á milli og sömuleiðis sýndi Þorbergur að honum óhætt að treysta. Janus gerði engar vit- leysur í leiknum og skilaði sínu eins og leikreyndur maður þó hann sé í raun nýliði með lands- liðinu. Bjarni Guðmundsson var lítið notaður, Kristján Sigmunds- son ekkert og Árni var útilokaður eftir 8 mínútur. Rússarnir voru einfaldlega of góðir fyrir okkur í þessum leik, en með sömu baráttu og í kvöld á islenzka liðið að geta komist í 8 liða úrslitin. Mörk Islands: Axel 5 (3v), Björgvin 3, Geir 3, Einar 3, Gunn- ar 2, Þorbergur 1, J anus 1. Mörk Rússlands: Gassi 4 (lv), Kravcov 3, Tschernyshev 3, Juk 3, Kidajew 3, Maksimov 3, Rézanov 1, Below 1, Iljin 1. Margir Ijósir punktar voru í þessum Ieik, sem gerðu leik liðs- ins eins góðan og raun ber vitni. Einar Magnússon sýndi á köflum hvers hann er megnugur, sýndi grimmd aldrei slíku vant, oggerði 3 mörk. Samvinna Axels og Björgvins var eins og hún gerist bezt í fyrri hálfleiknum. Gunnar Einarsson markvörður stóð sig eins og hetja í leiknum og þá sérstaklega fram- an af seinni hálfleiknum, þegar íslenzka liðið var að vinna upp 5 marka forskot Sovétmanna frá fyrri hálfleiknum og breyta stöð- unni úr 14:9 í 16:15. Þorbergur Aðalsteinsson er maður framtíð- arinnar f handknattleiknum. Það sýndi hann í kvöld og Gunnar Éinarsson er.hættulegur leikmað- ur, sem gott er að setja inn á annað slagið til að fá meiri fjöl- breytni í sóknarleikinn. íslenskir áhorfendur hér í Árósum byrjuðu að hvetja sína menn um leið og liðið birtist á vellinum og ekki var hægt að kvarta yfir úthaldsleysi íslensku áhorfendanna. Það var þó ekki nóg og byrjun liðsins var slæm. Varið var frá Geir og Þorbirni og Björgvin steig á línu. Rússarnir skoruðu hinsvegar úr sínum fær- um og gerðu tvö fyrstu mörkin og var greinilegt að þeir yrðu engin Éá Ágústi I. Jónssyni blaðamanni Morgunblaðsins á Heimsmeistarakeppninni f handknattleik: Áberandi áhorfendur HATT f 500 tslendingar fylgd- ust með leiknum gegn Rússum og eru þeir ýmist að heiman komnir til keppninnar eða þá héðan frá Danmörku og Sví- þjóð. Óþarflega margir þeirra voru undir áhrifum áfengis og er ekki of mikið sagt að heyrst hafi f þeim eins og þeir væru á fimmta þúsund, en þeir hvöttu fslenzka liðið dyggilega. Gunnar x/arði 12 skot

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.