Morgunblaðið - 27.01.1978, Page 32

Morgunblaðið - 27.01.1978, Page 32
aucílVsimíasímínn ER: 22480 Tilbod opnuð i Hrauneyjafoss eftir viku: 40 aðilar haf a sýnt áhuga—þar á meðal Kínverjar og So vétmenn Þjóðarbókhlaðan: Fyrsta skóflu- stungan á morgun FYRSTA skóflustungan að Þjóðarbókhlöðu, sem rísa mun við gamla íþróttavöll- inn á Melunum verður tek- in í fyrramálið, laugardag klukkan 10. Stunguna tek- ur Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann gengi að slíku starfi með gleði. Hér væri um mikið mál að ræða. í Þjóðarbókhlöðunni, þegar hún verður komin upp, verða tvö söfn, Lands- bókasafn og Háskólabóka- safn. Þessi tvö söfn búa nú við mikil þrengsli. Þá er þriðja safnið, sem einnig býr við mikil þrengsli Þjóð- skjalasafnið. Verður það eftir í gamla safnahúsinu við Hverfisgötu. Þegar - Landsbókasafnið fer þaðan batna húsnæðismál þess til mikilla muna. RlKISSJÓOUR hcfur .>uo:„ út á japönskum fjármagnsmarkaöi fán að upphæð 4,5 milljarðar yena, sem er jafnvirði 4,04 milljarða fslenzkra króna. Lánið er tekið hjá japönsku samvinnuhreyfing- unni og Iffeyrussjóðum f Japan. TILBOÐ í vélar og rafbún- að væntanlegrar Hraun- eyjafossvirkjunar verða Fulltrúar lánveitenda, tveir Japanir, koma til tslands og munu f dag undirrita lánssamn- inginn f Ráðherrabústaðnum ásamt Matthfasi A. Mathíesen, fjármálaráðherra, sem undirritar Framhald á bls. 19 opnuð föstudaginn 3. febrúar næstkomandi, að því er Halldór Jónatans- son, aðstoðarframkvæmda- stjóri Landsvirkjunar, skýrði Morgunblaðinu frá í gær. Eru þetta fyrstu til- boðin í þessar virkjunar- framkvæmdir, en í undir- búningi er útboð á öðrum framkvæmdum við virkj- unina. Alls hafa um 40 aðil- ar sýnt áhuga á fram- kvæmdinni, en frestur til þess að skila tilboðum er til klukkan 14 hinn 3. febrúar, en klukkan 15 verða tilboð- in síðan opnuð. Enn hafa engin tilboð borizt, en 40 aðilar hafa fengið tilboðsgögn og þar á meðal er sovézkt fyrirtæki og kínverskt. Meðal helztu aðila, sem sýnt hafa áhuga og fengið tilboðsgögn, eru AEG í Þýzkalandi, Braun Boveri í Þýzkalandi, Mitsui í Japan og Mitsubisi í Jap- an, General Electric í Bandaríkjunum og West- inghouse í Bandaríkjun- um. Þá má nefna Energo- projekt í Júgóslavíu, Kon- tram í Finnlandi, Teknoprom Export í Sovét- ríkjunum, Siemens í Þýzkalandi, Sorefame í Portúgal og kínverskt fyr- irtæki, sem ekki er vitað um nafnið á, en útboðs- gögn voru afhent sendiráði Kína í Reykjavík. Halldór Jónatansson kvað ekki enn ákveðið, hvenær útboð færi fram á mannvirkjagerð við Hrauneyjafoss, en hann kvaðst búast við því að stjórn Landsvirkjunar myndi taka ákvörðun um það áður en langt um liði. Suðurland fékk á sig hnút FLUTNINGASKIPIÐ Suðurland fékk á sig hnút úti fyrir Reykja- nesi í gærmorgun og þurfti af þeim sökum að leita inn til Vest- mannaeyja um miðjan dag i gær. Lunning lagðist inn á kafla og varð að gera við það, áður en skipið sigldi utan. Skipið er á leið til Spánar með saltfisk og kavíar. Það er drekk- hlaðið og risti svo djúpt að það verður að sæta færis á flóði til þess að fara úr höfninni f Eyjum. Var í gærkveldi búizt við að skip- ið léti úr höfn á flóðinu f nótt. Farmur skipsins mun ekkert hafa kastast til við hnútinn og engan mann sakaði um borð. Gott veður á loðnumiðunum BEZTA veður var komið á loðnu- miðunum í gær og var allur loðnu- flotinn, yfir 60 skip, að leita loðnu á svæðinu frá Langanesi vestur fyrir Kolbeinsey. Um kvöldmatar- leytið í gær var ekki vitað til þess, að skipin hefðu fundið mikið magn, nema hvað fréttist af nokkrum loðnutorfum á um 100 faðma dýpi norður af GrímSey. Þá hafði einn bátur fengið 200 tonna kast, rétt upp við Kolbeinsey. 4 milljarðar kr. í Verðjöfn- unarsjóði fiskiðnaðarins 2,3 milljarðar í saltfískdeildinni INNSTÆÐUR f Verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins námu um s.I. áramót tæpum 4 milljörð- um kr., en f sjóðnum eru starf- andi nfu deildir og er hver deild sjálfstæður aðili. Inn- stæðutölurnar geta enn átt eftir að breytast nokkuð, þar sem margvfsleg uppgjör frá sfðasta ári eiga enn eftir að berast. Af þessari 4 milljarða kr. inn- stæðu er langmest f saltfisk- deild sjóðsins eða 2,3 milljarð- ar kr. Til samanburðar má geta þess að í frystideild sjóðsins eru nú aðeins 85,9 milljónir króna. Það er gjaldeyriseftirlit Seðlabanka íslands, sem hefur umsjón með Verðjöfnunar- sjóðnum. ísólfur Sigurðsson viðskiptafræðingur starfs- maður sjóðsins sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann f gær, að sjóðurinn skiptist í raun í níu deildir. Þar bæri fyrst að nefna deild, sem kölluð hefði verið stofhfjárdeild, en í henni væri óráðstafað fé sjóðs- ins, þ.e. fé frá afurðum, sem ekki væru komnar beint inn í sjóðinn, en Verðjöfnunar- sjóðurinn spannaði nú yfir um það bil 80% sjávarafurða. I þessari deild eru nú 80,9 millj. króna. Þá sagði Isólfur að í freðfisk- deildinni væru nú 85,9 milljón- ir kr. Þessi deild sjóðsins hefði verið tóm um áramótin 76—77, hins vegar hefði vetrarvertíðin gefið um 205 millj. kr. af sér í sjóðinn, og ættu þvi um 120 millj. kr. eftir að koma enn af þessari upphæð, en færi síðan vafalaust fljótlega út úr sjóðn- um á ný. 194 millj. kr. standa nú á reikningi humardeildar- innar, humarvertíðin frá því í fyrra er enn óuppgerð, en að sögn ísólfs, má reikna með að 20—25 millj. kr. bætist við á reikning þessarar deildar, þegar vertfðaruppgjörið liggur fyrir. Innstæða á reikningi rækjudeildar er nú 86.2 millj. kr. Síðasta veiðitímabil er enn óuppgert, en gert er ráð fyrir að það gefi nokkurt fé af sér í sjóðinn. Um mjöl- og lýsisdeildina sagði ísólfur, að 599,4 millj. kr. væru nú á reikningi fyrir mjöl, eftir vertríðarvertíðina 1977 bættust 485,5 millj. kr. í sjóð- inn, en uppgjör vegna sumar- og haustloðnuvertíðar liggur ekki ehn nákvæmlega fyrir. Þá eru 199,8 millj. kr. sem eru á reikningi vegna framleiðslu á lýsi, svo til eingöngu loðnulýsi, Framhald á bls. 19 Ríkissjóður tek- ur 4,5 milljarða yena lán i Japan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.