Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 Listamaðurinn að störfum Breiðamerkursand og Ingólfs- höfða. Urðu af því nokkrar deilut. Schmidt hefur tekið fyrir óvenjulegt myndefni í bók þessari og er honum það ljóst. Má í rauninni skoða lunga þess 90 síðna lesmáls er teikningun- um fylgir, sem átak höfundar til að gera grein fyrir viðfangs- efni sínu. Fyrir Schmidt er það þó ekki áhlaupaverk og kann þar að koma til að hann er myndlistarmaður fremur en maður orðsins. Til að skýra val sitt og efnistök kýs hann að hafa textann í viðræðuformi. Hann stendur einu sinni sem oftar í upplýstum námugöng- um við iðju sína, er námu- maður víkur sér að honum og spyr: „Af hverju teiknar þú námuna?“ Schmidt svarar um hæl: „Ég teikna námuna af því náman er til og af því tilvist námunnar hefur vissar af- leiðingar." Hann játar þó með sjálfum sér, og undir það taka námumaðurin og lesandinn eflaust, að þetta er ekkert Sækir myndefni sitt í mannlíf nedanjaróar „ER líf án listar líkt og hattlaust höfuð eða höfuðlaus bolur?“ spyr Alfred Schmidt í bók sinni „Unter Tage“. í svari höfundar kemur fram að hann telur það vera eitt af aðalhlutverkum listar að stríða gegn dofamætti vanans. Sá, er athvarfs leitar í lögmáli og vana, kýs sér asklok fyrir himin í heimi, sem í raun er stór og víður. Lífið snýst nefnilega ekki um að reisa því skorður heldur þvert á móti að koma auga á óvæntar staðreyndir og samhengi, sem skýrist æ betur því dýpra sem skilningurinn kafar og sam- viskan hefur lausari tök á okkur. Svo lengi sem benda má á eina staðreynd utan við lögmál heimsins er það sök okkar manna sem heimurinn á engan hlut í. En á meðan svo er er þó engu síður hætt við að við reynum að lögleiða ákveðnar skoðanir og þjösn- ast síðan á staðreyndunum un/ þær vilja lúta þeim. Það eru þess konar lögmál, boð og bönn, sem hindra að við öðlumst æskilega heimsyfir- sýn. Við stöndum andspænis þeim eins og múr og finnst við vera afskipt og utanvið. En í miðju þessu hugarangri öllu verður svo skyndilega á vegi okkar kísilsteinn. Við tökum hann i lófann og á samri stund liður okkur eymd úr sinni. Veruleikinn tendrast lífi á ný. Það er þess konar undur og hamingja, sem við mætum í listinni, segir Alfred Schmidt. í þessu efni varðar mestu að gæða staðreyndirnar merkingu, að skilja þær og brjóta til mergjar og fá þannig hlutdeild í þeim. En umfram það er listamanninum nauðsyn að fá þeim mynd í listaverki og leiða svo fyrir sjónir annarra á þann hátt sem örvar mannleg- an skilning og sköpunargáfu. Sú list, sem þjónasr settum lögum og reglum, leggur rækt við falskar fyrirmyndir, slævir ímyndunaraflið, firrir okkur eigin sjálfi, sníður hugsun þröngan stakk og telur okkur trú um að við getum ekki réttlætt stöðu okkar í lífinu. Hún sviptir okkur hamingju sjálfsábyrgrar tilveru. Listin, segir Schmidt, hervæðist gegn tóminu, hún er frelsandi . afl og dregur merkingu fram í dagsljósið. Listin göfgar manninn. Listin er lífið og ekkert líf án listar. Hun er því sem höfuðið er bol og útlimum og látum við hana fyrir róða þá glötum við sjálfum okkur. Að loknum lestri svohljóð- andi formála myndabókar mætti ætla að höfundur væri að undirbúa lesandann undir meiriháttar atlögu við gamal- gróna listhefð. Þegar bókinni er flett kemur þó í ljós að með tilliti til handbragðs og efnis- meðferðar er ekki um neitt gegnumbrot að ræða. Það, sem einkum vekur athygli, er á hinn bóginn efniviður lista- mannsins. Bókin „Unter Tage“, á íslenzku „Neðanjarðar", und- irtitill „Myndir og texti úr námu“ er að því leyti frábrugð- in öðrum listaverkabókum að höfundurinn velur öll mynd- efni sn kílómetra undir yfir- borði jarðar. Náma sú, er listamaðurinn leitar fanga í, er 75 ára gömul kolanáma í Marl í V-Þýzkalandi og komu teikningar hans þaðan út á bók á síðasta ári. Alfred Schmidt hefu komið til Islands og kannast vafa- laust margir við hann. Hélt hann sýningu á teikningum sínum á Mokka fyrir nokkrum árum og ferðaðist víða um land. Þegar hann dvaldist hér skrifaði hann í blöð þar sem hann bar m.a. frarri hugmyndir um að reist yrðu listaverk yfir svar. Samræðan heldur síðan áfram og námumaðurinn held- ur áfram að spyrja tor- tryggnislegra en þó blátt áfam spurninga. Hann skilur ekki hvers vegna nokkur maður skyldi taka sér fyrir hendur að teikna einvörðungu slöngur, teina, verkfæri og annað drasl í myrkum og andþungum neðanjarðargöngum. En lista- maðurinn fæst ekki til að svar því afdráttarlaust. Hann teikn- ar ekki námuna eingöngu að gamni sínu eða til að auðgast. Tilgangur hans er óhlutkennd- ari og sprottinn af köllun, sem á sér djúpstæðar rætur í hjartfólgnu listviðhorfi Schmidts. Hann segir í lok fyrsta kaflans: „Með myndum mínum úr námunni langar mig eins og ég hef þegar sagt, að kynna þennan part af veröld- inni og færa „ekki-námufólki“ námumenn nær.“ Markmið Schmidts er því tvenns konar. I fyrsta lagi að sýna námumönnunum sjálfum fjölbreytilegt umhverfi sitt í stóru sem smáu, því það er alltaf hætt við að ákveðin starfsskilyrði reisi athygli verkamannsins skorður og hann hætti að gefa gaum að eiginleikum umhverfis síns. I öðru lagi er markmið hans að bregða upp lifandi mynd af lísaðstæðum námuverkamanna til að gera öðrum kleift að skilja þær. Myndirnar varða þannig ekki aðeins námuna eða námumennina heldur fólk hvar sem er. Það, sem um er að ræða, eru sterkustu hugsanleg tengsl milli manna og allra hugsanlegra kringumstæðna í okkar heimi, segir Schmidt. Skilningur Schmidts er sá að maðurinn geti og verði að ná tökum á veröldinni í hugsun sinni og öðlast þannig hlut- deild í henni. Náman með öllu, sem þar er að finna, saman- stendur af mörgum einstökum hlutum. Hluttekning okkar vex því fleiri slíkum hlutum við höfum kynni af. Því víðfeðmn- ari skilningur okkar er því ljósari verður náman í vitund okkar. Schmidt tekur oft hátíð- lega til orða og í bókinni tekur hann á sig gervi heimspekilegs kenniföður. Hann segir á ein- um stað: „Mennirnir lifa í heiminum. Þeir lifa einnig frá e<ia af honum — ekki aðeins í þeim skilningi að þeir leggi sér til munns jarðeplin af ökrum hans, heldur er heimurinn einnig fyrirburður hugans. Hann er viðfang skynjunarinn- ar, grundvöllur lífsreynslunnar og efniviður meðvitundarinnar. Mannsandinn nærist af honum eins og líkaminn af kartöflum Því fleiri smáatriði sem við gaumgæfum því nær þokumst við öðru fólki og aðstæðum þeirra. Með því að beina athyglinni djúpt í undirheima námunnar verður hlutur okkar stærri í veruleikanum. En snerting okkar við veruleikann skapar því aðeins tengsl við annað fólk að hún sé tjáð í máli og fái þannig samfélags- lega merkingu. Eins og Schmidt orðar það fáum við snert part af heiminum gegn- Framhald á bls. 50 f * rmm V «-*F 'feljís r. :-'v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.