Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 19
- Lýðveldið Eistland Framhald af bls. 4 9. brottfararleyfi? Sjumilin hefur orðið: „Fólk sem flytzt til annarra sósíaliskra landa greiðir 30 rúblur fyrir afgreiðslu á nauðsynlegum pappírum, en fólk sem fer til kapítalískra landa greiðir 300 rúblur. En umsaekjendur sem hafa lágar tekjur eða búa við kröpp kjör geta fengið undanþágu og ókeypis fyrirgreiðslu." Svo mörg voru þau orð og allt virðist þetta vera ofur einfalt, eins og ráðherrann setur það fram. En þegar þess er gætt að mánaðar- laun verkamanns í Eistlandi eru um 100 rúblur, má ljóst vera hve erfitt það hlýtur að vera fyrir venjulegan verkamann að safna sér fyrir brottfararleyfi til kapi- talísku landanna. Eins og annars staðar í Sovét- ríkjunum er menntun mjög al- menn í Eistlandi. En hverjir ætli það séu sem eiga mesta möguleika á að komast í háskóla að mennta- skóla loknum? Við umsókn um háskólavist ber umsækjandi að gera grein fyrir afstöðu sinni til stjórnmála og hvort hann sé í kommúnista- flokknum. Þá skal einnig tekið fram hverra manna hann sé og hvort hann sé af vestur-evrópsk- um ættum. Hver umsókn er vandlega athuguð og öll smáatriði varðandi fjölskyldu hans dregin fram í dagsljósið. Komi í ljós að umsækjandi er trúr kommúnisti og hollur valdhöfum á hann mun MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUUAGUR 19. MAKZ 1978 meiri möguleika á inngöngu íhá- Æ skóla, þó einkunnir kans séu frekar lágar. Þannig er reynt að gera þeim erfitt fyrir er ekki fylgja línu Sóvétstjórnar í einu og öllu, að mennta sig. SILHOUETTE’78 Við skulum leyfa V. Miller, rektor Petra Stútsjki-háskólans í Lettlandi, að eiga lokaorðið í þesu spjalli, en hann segir í grein um framfaraleið Eystrasaltsríkjanna, sem birtist í Fréttir frá Sovétríkj- unum í júlí-ágústhefti blaðsins í fyrra. „Þjóðir Eystrasaltslýðveldanna gera sér skýra grein fyrir því að það er aðeins í fjölskyldu hinna sovézku þjóða sem þær hafa unnið sér raunverulegt frelsi og náð frábærum árangri í þróun at- vinnulífs og menningar. Fyrsta sending nýkomin Bikini — einlit og marglit meö háum og lágum buxum í str. 38-44 Sundbolir í str. 38-44 Pils Stmdbolir með pilsi í str. 42-52 SKIPHOITI 19 SÍMI 29800— SKIPTIBORÐ VERKST/EDI 33550 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.