Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI UKt'U If • Fréttir á kvöldin Utvarpshlustandi skrifar> „Miðvikudagskvöldið 15. marz ætlaði ég sem oftar að hlusta á útvarpsfréttir í lok dagskrár. Þennan dag var að sjálfsögðu venju fremur spennandi að fylgj- ast með fréttum þar sem innrás ísraelsmanna í Suður-Líbanon hafði átt sér stað fyrir tæpum sólarhring. Ég hafði ekki haft tækifæri til að hlusta á fréttir fyrr um kvöldið og hafði raunar engar spurnir haft af stríðsleiknum síðan ég las fréttina í Morgunblað- inu í býti um morguninn. Sam- kvæmt auglýstri dagskrá átti lestur síðustu útvarpsfrétta að hefjast kl. 23.35, og held ég að ég hafi skrúfað frá tækinu um það bil mínútu fyrir þann tíma. En viti menn — var þá ekki allt um garð gengið. Nú vill svo til að þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem ég verð fyrir þessari sérkennilegu reynslu. Þar fyrir utan hef ég margsinnis tekið eftir því þegar tækið hefur verið opið, að dagskránni hefur lokið fyrr en ráð var fyrir gert, — það er að segja síðasti dagskrárlið- ur er búinn áður en ætlað hefur verið. Þulurinn vindir sér þá beiht í fréttalesturinn, algerlega án tillits til þess hvað klukkan er. Þetta þykja mér ófær vinnubrögð og bein svik við hlustendur. í raun og veru ætti að haga fréttalestri svo að hann færi jafnan fram á sama tíma, t.d. á miðnætti, því að það er óián að alltaf sé verið að hringla til með fasta dagskrárliði. Ef ekki er hægt að lesa fréttirnar á ákveðnum tímum, þá er það lágmarkskrafa að þær séu lesnar á réttum, augiýstum tíma. Spurningaþættir hafa verið vin- sælir með fróðleikfúsum ís- lendingum. Einn slíkur er á dagskrá á sunnudagsmorgnum, og hef ég haft ánægju af að hlusta á hann. Ríkisútvarpið er, eins og önnur fyrirtæki hér á landi, sífellt að kvarta undan blankheitum. í spurningaþættinum á sunnudags- morgnum eru kynntir hvorki meira né minna en fimm starfs- menn fyrir utan þá tvo gesti, sem koma til að svara spurningum. Þessír hringdu © Dymbilvika kyrravika Tæknimenn eru tveir, einn er stjórnandi þáttarins, annar. er dómari og sá þriðji er tímávörður. Samkvæmt mínum útreikningum er engin þörf fyrir dþmarann, hvað þá tímavörð því að spurning- arnar eru svo skýrt fram settar að svör orka vart tvímælis. Tækni- hliðina læt ég liggja á milli hluta, veit ekkert hvernig hún er saman sett. Og svo er það spurningaþáttur- inn í sjónvarpinu á sunnudags- kvöldum. Hvaða snillingi datt í hug að setja þann þátt í sjónvarp? Hér er um að ræða rakið útvarps- efni. Að vísu er reynt að punta ofurlítið upp á myndrænuna með því að „bregða glærum á skerm- inn“ stöku sinnum í hverjum þætti, en að öðru leyti verður ekki séð hvaða erindi þetta efni á í sjónvarp. A mínu heimili er hlegið dátt þegar grínið með stigagjöfina í þættinum upphefst. Fyrir þá sem ekki hafa notið þessarar skemmt- unar skal upplýst að þetta fer þannig fram að tímavörðurinn situr allan tímann og skiptir um spjöld, sem sýna stigatölu þátt- tökuhópanna. Er spjaldataflan engin smásmíð og blasir við áhorfendum allan tímann. Samt þarf sérstakt umstang til að tilkynna enn frekar um stöðuna þegar tímavörðurinn er beðinn um að lesa hátíðlega hvernig stigin standa. Eftir tíu ára bernskuskeið íslenzks sjónvarps hefði maður nú haldið að svona viðvaningsháttur væri óþarfur. Útvarpshlustandi 32 Stt)l!R ~ V'í)A<iV-B tfc Ínnrás fsraelsmanna í Suður-Líbanon hafm fco'P-iwU ..l „ »rr fiw «» ■|J é ÍgcrDum ** J íBBszgm&mu . . ■ :»ÚVy,íA'.í-^i*T b/.T- Wé WU* JJ* u*>.« •* * ™ «»»»■ 1 Þeir eru frjálsir, 1 hrópaði liðsfonng^ —enginn lét Ufið íi ár--W i ásinni en sex særoust Eftirfarandi eru vangaveltur manns í tilefni viku þeirrar er nú fer í hönd, dymbilvikunnar eða öðru nafni nefnd kyrra vikan: — í kyrru vikunni mun það lengi hafa verið siður að tekinn var kólfurinn úr kirkjuklukkunum og þá oftast settur trékólfur í stað hinna. Var þetta gert öðrum þræði til að minnast kyrrðarinnar eða að menn væru hljóðlátir og íhuguðu við lok föstunnar hvað komandi atburðir hefðu í för með sér. Það verður varla sagt að kyrra viþa nútímans sé mjög kyrrlát þar sem vart er einu sinni dregið úr skemmtanahaldi hvað þá annað og öll störf ganga sem fyrr nema á skírdag og föstudaginn langa. Vel mætti biðja fólk að íhuga þetta atriði örlítið nánar og það er líka alltaf hollt að rifja upp ýmsa gamla siði og velta fyrir sér hver' er merking þeirra, ég held að við gerum of lítið af því að athuga hvers vegna þetta eða hitt er svona og kannski minnst hvað snertir allt kjrkjulíf, það á ekki upp á pallborðið hjá okkur. HÖGNI HREKKVÍSI Hann fór í prófkjör á dögunum! 53? SlGeA V/öGA £ 1ilveRa>j Arshátíð Knattspyrnufélagsins Vals veröur haldin aö Víkingasal Hótels Loftleiöa miövikudaginn 22. mars n.k. og hefst meö borðhaldi kl. 20.00. Húsiö opnaö kl. Z0.00. Aögöngu- miöasala hefst mánudag í Versluninni Bikarinn Hafnarstræti 16 og Félagsheimili Vals v/Hlíöarenda. Stjórnin. 4ra manna gúmmíbjörgunarbátar ffyrirliggjandi. Athugið verö og greiöslukjör. i SUNDABORG 22 - SlMI 84800 - 104 REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.