Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MARZ 1978 fyrir „eyjajarlinum". Harðnaði deilan svo, að Þorsteinn kvaðst vart muna annan fund slíkan, óbótaskammir á báða bóga. En Guðmundur fékk hækkunina. Magnús Jónsson sýslumaður, síðar lengi bæjarfógeti í Hafnarfirði, átti stærstan hlut að því, að lestrarfélaginu var breytt í sýslu- bókasafn árið 1905. Reglugerð fyrir safnið var sam- þykkt á sýslunefndarfundi 22. febr. 1905. Árstillag var 1 kr. og 50 aur. í 1. gr. segir, að markmið safnsins sé, „að veita sem flestum Vestmannaeyingum aðgang að fræðandi bók-og ritum — íslensk- um, dönskum og enskum — með sem minnstum kostnaði, og þannig auka menntun og efla þar með andlegar og líkamlegar framfarir þeirra". Laun bókavarðar skyldu nú vera 25 kr. á ári, en hækkuðu seinna í 50 kr. og loks í 70 kr. — ■Jón Sighvatsson, bóksali og útvegsbóndi, var bókavörður meðan safnið var sýslubókasafn, þ.e. til 1919. Safninu voru tryggðar 300 kr. árstekjur auk afnotagjalda. Út- lánadagur var ekki nema einn í viku og var opnað kl. 8 á sunnudagsmorgnum og hefur lík- lega verið opið til hádegis. Eyverj- ar hafa löngum verið árrisulir. Bókavörður hafði 2—4 menn sér til aðstoðar. Þeir skiptust á að lesa upp titla á bókum sem inni voru. Bækurnar voru geymdar í tveim læstum skápum. Lánþegar komust upp í hundrað á þessum árum. Fjárráð voru af skornum skammti og aðbúnaður oftast vondur. Árið 1914 var þinghúsið selt og safnið þá flutt í Jómsborg heim til bókavarðar. En árið 1917 var safnið flutt á loftið í Barnaskólanum, en var í bygg- ingu undir bárujárnssúð. Þar stóðu afgreiðslumenn með ullar- vettlinga á höndum í mestu frostum. Seihna var safnið flutt í her- bergi í kjallara skólans, en þá tók nú steininn úr. Þar rann út í sagga, bækurnar mygluðu og ónýttust að hluta. Frá 1918 — 1923 var safnið umhirðulítið þó komið væri undir verndarvæng bæjarstjórnar — bæjarbókasafn frá 1918—19. Safn- ið var nú óstarfhæft um sinn. Hallgrímur Jónasson, kennari og rithöfundur, hafði frumkvæði að því að endurreisa bókasafnið. Útlán hófust í október 1924. Bókaeign var þá lítil orðin, en jókst fljótt hjá Hallgrími. Árið 1925 var safnið flutt í tvö herbergi á lofti pakkhúss Kaup- félagsins Drífanda. Ég varð lánþegi Bókasafns Vestmannaeyja 1930. Bókakostur var ekki meiri en svo, að enginn fékk nema tvær bækur í einu. Sú regla var enn í gildi 1940 og næstu ár; mestu skilamenn fengu kannski þrjár bækur. Þætti lítill skammtur nú. Af Drífandalofti var flutt í hús Önnu Gunnlaugsson við Miðstræti. Á þessum árum var fátt nýrra bóka og næstum barist um hverja slíka. Árið 1939 var enn flutt og þá í hús Tómasar Guðjónssonar, For- mannabraut 4, þar sem áður hét í Kuða, sem var áður skemmtunar- staöur. Þar var þröngt um bækur og menn, tvö herbergi en fremur stór. Fjárveitingar til sáfnsins voru mjög skornar við nögl, en hækk- uðu smám saman eftir 1940. Kreppan var að baki. Árið 1949 var áætlun fyrir árið 1950 vegna reksturs safnsins kr. 40 þús. og fór sínað jafnt og þétt hækkandi. Áriö 1950 var bókaeign 3000 bindi, 1960 9 þús., 1970 17.590. Nú eru í safninu samkv. aðfangaskrá 24 þús. bindi, en frá þeirri tölu dregst allt sem hefur gengið úr sér síðan 1950 og hátt í annað þúsund bóka sem glötuðust vegna eldgoss- ins, og voru lítt bættar, en 23. jan. 1973 voru í láni 4 þús. bindi. Fyrsta ár mitt í safninu voru lánuö 10 þús. bindi 1960 voru lánuð 24.554 bindi, 1970 37.280 bindi og 1976 var metár í útlánum, 47.150 bindi þá í einni skólastofu. Bókagjafir hafa safninu áskotn- Safnahúsið í Eyjum. Bókasafnið er á miðhæð og með aðstöðu í kjallara en á efri hæð verður Byggðarsafn Vestmannaeyja og í framtíðinni verður byggður salur fyrir Listasafn Vestmannacyja. Bókasafn Vestmannaeyja í glœsilegum húsakgnnum Safnahússins í Egjum Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrir skömmu hefur Bókasafn Vestmannaeyja fiuttzt í nýtt húsnæði í nýbyggðu Safnahúsi Vestmannaeyja og er það í fyrsta skipti í sögu safnsins síðan 1862 að safnið er í eigin húsnæði. Um langt árabil hefur Haraldur Guðnason bókavörður stjórnað safninu og hefur það aukið bókakost sinn og útlán jafnt og þétt. Við opnun í nýja Safnahúsinu flutti Haraldur bókavörður tölu þar sem f jallaði um nokkur ágrip í sögu safnsins og fer erindi hans hér á eftir. „Loksins, loksins", sagði Kristján Albertsson fyrir 50 árum þá er Vefarinn mikli eftir Laxness kom út, tímamótaverk í íslenskum skáldskap. Loksins, eftir meir en aldar- langa ævi, við kröpp kjör leigulið- ans, stundum niðursetningsins, er Bókasafn Vestmannaeyja komið í höfn — í eigið hús. Þetta eru mikil tímamót. Ég ætla ekki að segja sögu bókasafnsins. Fyrirfinnist ein- hver, sem vill k.vnna sér þá sögu, þá er hana að finna í Bliki 1962 og er til sérprentuð. Ég ætla í örstuttu máli að rifja upp fá atriði langrar sögu. rannsaka málið ög eru fimm eiðsvarnar níumannanefndir al- vopnaðar settar til að rita láð á hrygginn á Bjarna með bryntröll- jjm“. Þá er Bjarni flutti úr Eyjum eftir 10 ára dvöl átti safnið 600 bindi bóka. Hann hafði m.a. sótt um og fengið 200 rd. styrk frá stjórninni dönsku til bókakaupa. Jón Sigurðsson sendi safninu bókagjöf og var kosinn heiðursfor- seti þess 1863. Félagsmenn L.V. héldu einir uppi starfi félagssins til ársins 1905, en þá var stofnað Sýslubóka- Ilaraldur Guðnason safn Vestmannaeyja og bækur Lestrarfélagsins urðu stofninn í því safni. Tómthúsmenn, bændur og sjómenn höfðu af fátækt sinni borið uppi þetta menningarfélag. Útlánabækur frá 1863 til aldamóta bera þess vitni, að ekki var andans fæða þessara karla neitt gutl. Fræðibækur á dönsku og íslenskt fornrit og skáldrit, allt þaullesið. Bókasafnið var akademía eyja- skeggja. Bókasafnið var fyrst til húsa í Landlyst, sem þá var kallað Stiftelsið. Þá nokkur ár á Landa- kirkjulofti. Þá var séra Brynjólfur bókavörður. Af kirkjulofti var flutt í Þing- húsið. Eftir séra Brynjólf komu ýmsir bókaverðir stuttan tíma í senn, en um 1890 kom til sögu Jón Einarsson, faðir Þorst. í Laufási. Hann var mörg ár bókavörður og sá fyrsti sem fékk þóknun fyrir starfið. Árslaun Jóns voru 6 krónur, síðar hækkuð í 8 krónur. Jón er eini bókavörður hér, sem vitað er að hafi verið settur í tugthús. í Eyjum var oft eldiviðar- leysi til vandræða. Þurkaður háfur þótti gott eldsneyti. Samkvæmt fiskiveiðasamþykktinni var bann- að að flytja háf í land. Það átti að skera háfinn og fleygja í sjóinn, ásamt hausum og slógi. Memv héldu að þorskurinn væri svo hrifinn af þessu gumsi, hann viki ekki af staðnum að sinni. Jón var nú dæmdur í 5 daga fangelsi. Voru hæg heimatökin, því svo vel vildi til, að tugthúsið var einskonar útbygging frá bóka- safnshúsinu. — Þorsteinn í Lauf- ási sagði mér frá eftirminnilegri deilu á lestrarfélagsfundi fyrir aldamót. Guðmundur Þorbjarnar- son, síðar stórbóndi á Hofi, var þá bókbindari félagsins. Hann krafð- ist 5 aura hækkunar á bók. Þorsteinn læknir var formaður félagsins og þverneitaði öllum hækkunum. Guðmundur var mála- fylgismaður mikill, glúpnaði ekki Bókasafnið var stofnað 1862 fyrir atbeina Bjarna E. Magnús- sonar, sýslumanns í Eyjum 1861 — 1871, og hét þá Bókasafn Vest- mannaeyja Lestrarfélags og átti að „miða til upplýsingar og uppfræðingar fyrir alþýðu hér á eyju“, eins og segir í reglugerðinni. Bjarni sýslumaður (1831 — 1876) var frumkvöðull merkilegs félagsstarfs í Eyjum, stofnaði Skipaábyrgðarfélagið, sem nú heitir Bátaábyrgðarfélag Vest- mannaeyja. Bjarni fékk til liðs við sig séra Br.vnjólf Jónsson, merkan prest, og J.P.T. Bryde kaupmann en stofn- endur voru alls 27. Bjarni sýslumaður samdi litla bók um Fátækralöggjöf íslands, Ak. 1875. Fyrir nokkrum árum rakst ég á þessa bók af tilviljun í fornbókaverslun og því er hún i eigu safnsins. Benedikt Gröndal skrifaði kunningja sínum 1860 „Bjarni Magnússon er aö taka jus; hann er búinn með það skriflega, og var svo mikið, að þrettán dónar voru 30 daga að bera það upp á loftið á Garnisonkirkjunni, þar sem á að Sórstök aðstaða er fyrir börn og unglinga í nýja húsnæðinu og er það fjölsótt eins og sjá má. „Bunkar af veiðarfærum björguðu bókasafninu ’ ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.