Morgunblaðið - 09.04.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978
DAS húsið. Breiðvanjíi 62 A. Hafnarfirði, og þrír bílar sem dregnir verða út í maí, ágúst og október.
Nýtt DAS-hús í Hafn-
arfirði sýnt almenningi
NÝTT happdrættisár er að
hefjast hjá Happdrætti Dvalar
heimilis aldraðra sjómanna.
hið 24. í röðinni. Aðalvinning-
ur ársins verður parhús að
Breiðvangi 62A í Hafnarfriði
að verðmæti um 25 milljónir
króna. Verður það dregið út í
apríl á næsta ári. Há verður
fjöidi annarra vinninga, en
miðaverð happdrættisins
hækkar í 700 krónur á mánuði.
I»á vcrða þrír ákveðnir bílar
dregnir út í maí. ágúst og
október — Lada-sport, Alfa
Romeo og Ford Farimont
F’utura.
Svo sem venja er hyggst
Happdrætti DAS sýna DAS-
húsið og verður það til sýnis
laugardaga og sunnudaga frá
klukkan 14 til 22, en virka daga
frá klukkan 18 til 22. Við húsið
verða einnig til sýnis bílarnir
þrír, sem dregnir verða út eins
og áður er getið. Nýja DAS-hús-
ið er með fjórum svefnherbergj-
um á efri hæð, baði og þvotta-
húsi, en á neðri hæð eru stofur,
eldhús, sjónvarpsskáli og gesta-
snyrting ásamt geymslu. Bíl-
skúr fylgir húsinu. Hjísið teikn-
aði Halldór Guðmundsson, en
húsbyggjandi er hinn sami og
reist hefur Hrafnistu í Hafnar-
firði, Hamarinn h.f. Er húsið
steypt upp í stálmótum. Innan-
hússarkitekt er sem fyrr
Gunnar Ingibergsson. Húsið er
■sýnt með innanstokksmunum
frá hinum ýmsu fyrirtækjum,
en málverk á veggjum eru sem
fyrr eftir Atla Má.
Blaðamönnum var á föstudag
boðið að skoða húsið. Baldvin
Jónsson framkvæmdastjóri
happdrættisins kvað bifreiða-
vinninga að upþhæð ein milljón
hver vera 100 talsins, þar af
væru bílarnir þrír, sem sem
áður eru nefndir. Ibúðar-
vinningar eru mánaðarlega á 5
og 10 milljónir króna. Þá verða
í vinning 300 utanferðir á 100,
200 og 300 þúsund krónur hver,
en lægsti vinningur hækkar úr
10 þúsund krónum í 25 þúsund
krónur. Heildarverðmæti vinn-
inga er 378 milljónir króna.
í sjónvarpsskálanum.
Pétur Sigurðsson, formaður
stjórnar happdrættisins ræddi
um húsbyggingar, sem fram-
kvæmdar hefðu verið fyrir
ágóða af happdrættinu. A
síðastliðnu hausti var fyrsti
áfangi af þremur tekinn í
notkun af Hrafnistu í Hafnar-
firði og rúmar hann 84 vist-
menn. Dagheimili. aldraðra
kemst og brátt í gagnið og kvað
hann nú í ráði að hafa í sumar
starfandi heimili fyrir aldraða
sem sumardvalarheimili. Er
starfsemi slíks heimilis hugsuð
til þess að létta undir með
aðstandendum hinna öldruðu,
sem ættu í erfiðleikum með að
komast í sumarleyfi.
Kostnaðarverð Hrafnistu eins
og hún er nú með öllum búnaði
nemur 511 milljónum króna. Á
húsinu hvíla miklar skuldir, en
kostnaðaráætlun fyrir 5 árum
fyrir öll þrjú húsin, sem fyrir-
hugað er að reisa, nam 260
milljónum króna. Þrátt fyrir
það að kostnaðarverð er aðeins
511 milljónir er brunabótamat
hússins um 800 milljónir króna
og kvað Pétur skýringuna á því
m.a. vera að náðst hefðu mjög
góðir samningar við byggingar-
aðila.
DAS-húsið, sem nú verður til
sýnis, er allfrábrugðið fyrri
DAS-húsum. Það er raðhús á
tveimur hæðum. Er það ef til
vill meira fjölskylduhús en
önnur hús, sem Happdrætti
DAS hefur reist, enda þrjú
barnaherbergi allrúmgóð í
húsinu.
Guðmundur flórði á
skákmóti í Kolumbíu
NÝLEGA lauk í Bógota,
höfuöborg Kolumbíu, alþjóð-
legu skákmóti, þar sem Guð-
mundur Sigurjónsson stór-
meistari var meðal þátttak-
enda.
Guðmundur er nú kominn
heim frá mótinu og hann
veitti Mbl. þær upplýsingar í
gær, að sovézki stórmeistar-
inn Geller hefði borið sigur
úr býtum, hlotið 12 vinninga
í 15 skákum. í 2.-3. sæti
urðu Hernandez frá Kúbu og
Luis Garcia, Kolumbíu, með
10 Ý2 vinning, Guðmundur og
Gildardo Garcia frá
Kolumbíu urðu í 4.-5. sæti
með 9'/2 vinning og stór-
meistarinn Pannó varð 6.
með 9 vinninga. Fjórði stór-
meistarinn, Guillermo
Garcia frá Kúbu, varð 10.
með 6 vinninga.
Guðmundur sagði að mót
þetta hefði verið ákaflega
skemmtilegt og aðbúnaður og
framkvæmd mótsins til fyrir-
myndar.
Kópavogur;
Tekur ekki sæti á
framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins
— Hafði fallist á ákvörðun fulltrúaráðs segir
formaður þess
FORMANNI fulltrúaráðs Sjálf-
starðisfélaganna í Kópavogi barst
í fyrrakvöld skeyti frá Guðna
Stefánssyni. járnsmíðameistara.
er varð í 2. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins vegna bæjar-
stjórnarkosninganna fyrir
nokkru en skipaði 5. sæti í
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins samkvæmt ákvörðun fulltrúa-
ráðsfundar. en í skcyti þessu
tilkynnir Guðni að hann taki ekki
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins
til bæjarstjórnar í Kópavogi í
vor, þar sem úrslit prófkjörsins
hafi ekki verið í heiðri höfð.
Morgunblaðinu tókst ekki fyrir
hádegi í gær að ná sambandi við
Guðna Stefánsson vegna þessa
máls.
Richard Björgvinsson, formaður
fulltrúaráðsins, og sem skipar 2.
sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi, var spurður álits á
þessari ákvörðun Guðna Stefáns-
sonar og öðrum hræringum sem
átt hafa sér stað innan Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi vegna
framboðslista flokksins til bæjar-
stjórnar, en í frétt í Morgunblað-
inu í gær kom fram, að til umræðu
væri annað framboð á vegum
sjálfstæðismanna í Kópavogi.
„Þetta brotthlaup Guðna kom
mér á óvart,“ sagði Richard, „Þar
sem hann hafði tjáð kjörnefnd, að
hann samþykkti að hún bæri fram
tillögu í fulltrúaráðinu um hann í
5. sæti listans og tók ennfremur
fram, að hann myndi að sjálfsögðu
sætta sig við endanlega niðurstöðu
fulltrúaráðsins um skipan listans.
Hann var einnig viðstaddur á
fundi fulltrúaráðsins, þar sem
listinn var afgreiddur og hreyfði
þar engum mótmælum."
Richard kvað rétt að það kæmi
fram um breytingar á skipan
listans frá niðurstöðum próf-
kjörsins, að allar breytingar, sem
gerðar hefðu verið væru innan
ramma þeirra reglna, sem um
prófkjörið giltu. „Aðeins einn
frambjóðenda hlaut bindan'di
kosningu — Axel Jónsson, al-
þingismaður. Slíkar reglur eru að
sjálfsögðu settar þannig til að gefa
kjörnefnd frjálsari hendur ef
þurfa þykir. Menn tala stundum
um siðferðilegar skyldur, um að
breyta ekki frá niöurstöðum próf-
kjörs en það hefur nú samt verið
gert oft áður.“ Eftir prófkjörið
kom fljótt upp mikil óánægja með
niðurstöður þess innan fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópa-
Framhald á bls. 20
Kærði
nauðgun
Á FÖSTUDAGINN kærði 24
ára gömul kona úr Reykjavík 23
ára gamlan Sandgerðing fyrir
nauðgun og átti atburðurinn að
hafa gerzt í Klúbbnum í
Reykjavík kvöldið áður og
konan farið heim til Sandgerðis
með manninum að dansleik
loknum. Mál þetta er í rann-
sókn.
90 lestir í
fyrstu veiði-
ferðinni
HINN nýi skuttogari ísbjarnarins,
Ásbjörn, kom til Reykjavíkur á
föstudág úr sinni fyrstu veiðiför.
Skipið var aðeins 5 daga að veiðum
og aflinn sem það kom með var um
90 lestir.
Stykkishólmskirkja. Ljósm. Árni Helgason.
Stykkishólmssöfnuður 100 ára
Stykkishólmi 4. apríl.
SUNNUDAGINN 2. apríl var þess
minnst í Stykkishólmi að 100 ár
eru liðin síðan Stykkishólmur varð
sérstakur söfnuður en áður hafði
hann tilheyrt Helgafellssókn. ,
Við þetta tækifæri var guðs-
þjónusta í kirkjunni og messaði
þar séra Sigurbjörn Einarsson
biskup en sóknarpresturinn Gísli
Kolbeins þjónaði fyrir altari. Var
kirkjan þéttsetin við þetta tæki-
færi. Um kvöldið var svo afmælis-
ins minnst í Félagsheimilinu. Þar
fluttu ungmenni þátt um stofnun
safnaðarins undir tilsögn Ólafs
Torfasonar kennara, unglingakór
söng undir stjórn Jóhönnu
Guðmundsdóttur, séra Gísli Kol-
beins flutti minningarþætti, Arne
Björhei lék einleik á trompet,
kirkjukórinn söng undir stjórn
Víkings Jóhannssonar og biskup
ávarpaði samkomuna, minntist
fyrstu komu sinnar til Stykkis-
hólms fyrir rúmum 40 árum þegar
hann var vígður til Breiðabóls-
staðar á Skógarströnd, en þar hóf
hann sín preststörf. Þá flutti
sveitarstjóri ávarp og hreppsnefnd
bauð viðstöddum veitingar. Kynn-
ir var Lárus Kristinn Jónsson sem
einnig er safnaðarfulltrúi.
— fréttaritari.