Morgunblaðið - 09.04.1978, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978
15
Frá Djúpavogi 1861.
Handan fossins — Kvernár-
fossar nálægt Skógum.
rXlHK ÍLLUSTjRiVTjED
A é ■
T,t
Mynd eftir Prior af fisklönd-
un í Reykjavík sem þekkt-
asti myndskeri blaðsins,
Huard, hafði unnið.
Fyrsta myndin — Hekla gýs
árið 1845.
Samvinna Prior og Huards —
skopleg myndröð frá íslandi.
erlendum ferðamönnum
ókunn og jafnvel íbúar þessa
landshluta hafi ekki vitað af
þessum stórbrotna náttúru-
fyrirbrigði fyrr en skömmu
áður.
I lýsingu með myndinni af
Djúpavogi segir að húsa-
kosturinn sé aðallega tjörguð
timburhús en þó þau virðist
heldur óaðlaðandi á ytra
borðinu séu þau hin vistleg-
ustu innandyra — og þarna
gefist ferðalöngum loks færi á
að hátta ofan í mjúk rúm í
stað þess að liggja á hörðum
kirkjugólfum og lausir við
harða svarta brauðið og
skreiðina sem telja verði til
innanstokksmuna víðast hvar
á landinu. Eitt húsanna sé
reisulegra en önnur og það sé
heimili danska kaupmanns-
ins, er eigi fiskistöðina. í
Djúpavogi stundi danskt fyr-
irtæki niðursuðu á selum er
selveiðimenn komi með norð-
an úr höfum og þegar vel ári
séu stórir skammtar lýsis
fluttir utan.
Mest ber auðvitað á ís-
landsmyndum í London Illu-
strated News í tengslum við
þjóðhátíðina 187%, en þá gerir
blaðið greinilega sérstakan
teiknara út af örkinni, Melt-
on Prior að nafni, til að
fylgjast með hátíðinni. Marg-
ar þessara mynda eru löngu
kunnar, svo sem þegar Grím-
ur Thomsen ávarpar konung
á Þingvöllum og þar sem
kóngur virðir fyrir sér Strokk
að gjósa, en sjaldséðari hefur
verið bráðskemmtileg mynd
frá konungsdansleiknum í sal
Lærða skólans.
Tæpu ári síðar birti blaðið
enn myndir frá íslandi úr
ferð Prior árið áður, þar á
meðal nokkuð ýkta mynd af
Reykjavík, þar sem sést niður
Túngötuna til austurs. í
lýsingu með myndunum er
tækifærið notað til að vekja
athygli á nýútkominni bók
Williams Lord Watt — Snjó-
land eða Island, jöklar þess og
fjöU, en Wattfór sem kunnugt
erfyrstur manna yfir Vatna-
jökul ásamt fimm íslenzkum
samfylgdarmönnum.
Athyglisverð íslandsmynd
eftir Prior birtist einnig í
LIT 1876 þegar blaðið minn-
ist þekktasta myndgrafara
síns, belgíska listamannsins
Louis Huard, sem grafið
hafði myndir til birtingar í
blaðinu um árabil og var í
miklu áliti í sinni grein.
Myndin er frá Reykjavíkur-
höfn og sýnir löndun á skreið.
Þeir Prior og Huard höfðu þá
litlu síðar átt saman heilsíðu
í London Illusti'ated News —
myndröð frá íslandi, sem
kannski sker sig úr öðrum
íslandsmyndum fyrir það að
í henni er meiri húmor og
karíkatúr en maður á að
venjast.
Nú verður um 5 ára hlé í
birtingu mynda frá íslandi í
þessu kunna blaði en þá árið
1881 kemur dálítill fjörkippur
aftur í þessar myndbirtingar,
þvi að það ár birtast fimm
myndir í blaðinu frá ísiandi.
Þar á meðal eru tvær myndir
frá hverasvæðinu í Haukadal
að sjálfsögðu, báðar nokkuð
eftirtektarverðar. Á annarri
er verið að sjóða egg í hver,
sem ferðamönnunum útlendu
hefur líklega fundizt mikið til
um, en á hinni sést hvar verið
er að bera grjót í Strokk til að
láta hann gjósa. Þá er einnig
mynd frá Almannagjá og af
upphafi ferðar til Geysis, en
fimmta myndin er af gömlu
vindmyllunni í Reykjavík,
ein skemmtilegasta mynd
sem maður hefur séð af henni
en í texta er fylgir með
kemur fram að nú sé
,Snorrabúð stekkur“ — vind-
myllan ekki lengur vindmylla
heldur íverustaðar og stóru
spaðamir fúaspýtur einar.
Síðustu myndirnar er Haf-
steinn á í fórum sinum úr
London Illustrated News frá
síðustu öld eru frá 1891 —
ósköp venjulegar myndir af
Gullfossi og Geysi.