Morgunblaðið - 09.04.1978, Side 19

Morgunblaðið - 09.04.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRIL 1978 19 ln Kubbar sem raða má á ýmsa vegu. þroskaleikfanga og húsbúnaður þeirra fyrir skóla og dagheimili er og talinn af hinni vönduðustu gerð. Ribeiro Antunes sölustjóri út- flutningadeildar FOC-þroskaleik- fanga leiðir okkur um sýningar- og útstillingarsalina. Hann segir að fyrirtækið hafi verið stofnað fyrir þrettán árum og hafi á síðustu árum einvörðungu sérhæft sig í gerð þroskaleikfanga og húsgagna fyrir skóla. Þar má nefna-borð og stóla sem við fyrstu sýn eru ósköp blátt áfram, hillur og geymslukassar, sem allt er ákaflega einfalt í sniðum en við nánari athugun kemur upp úr dúrnum að allt er þetta hannað eftir kúnstarinnar reglum og með það fyrst og fremst í huga að vel henti því ungviði sem á að nota. FOC hefur flutt út töluvert af þroskaleikföngum og skólahúsgögn- um síðustu árin og Antunes sölu- stjóri segir okkur að hönnuðir fyrirtækisins vinni í samráði við uppeldisfræðinga og sálfræðinga og hafi samvinna af því tagi gefist mæta vel. Öll leikföngin eru gerð með það fyrir augum að þroska ákveðna eiginleika hjá barninu og er vitanlega breytilegt hversu flókin leikföngin eru eftir því hvaða aldursflokki þau eru ætluð. Síðan er farið til Mafra, sem er ekki ýkja langt frá Lissabon, því að þar er húsgagnastofa FOC. Áður hefur slegist í hópinn Joao Vieira frá Fundo do fomento do exportacao, sem hefur sérþekkingu á húsgögnum og vinnur í þeirri deild Fundo. Silverio Melo fylgir okkur að öðru leyti um húsakynni verksmiðjunnar. Það kemur í ljós að FOC hefur byrjað útflutning til íslands, í smáum stíl að vísu, en vonast til að það aukist. Þá flytur FOC út til Frakklands, Bandaríkjanna, Spánar, Vestur-Þýzkalands og nefna má - einnig . Sviss og Danmörku. Melo telur verðið samkeppnisfært og um gæðin þurfi ekki að fjalla mörgum orðum. í verksmiðjunni í Mafra vinna nú um 450 manns og Melo segir að FOC sé eins konar sam- steypufyrirtæki þar sem hver deild sérhæfi sig í ákveðnum gerðum húsgagna eins og áður er vikið að í sambandi við þroskaleikföngin og skólahúsgögnin. í þessari verksmiðju er einkum svokölluð móderne-húsgögn og tekizt hefur á síðustu árum að auka framleiðsluna, enda veitir ekki af þar sem eftirspurnin innanlands sem utan hefur vaxið. Breytingar eru gerðar á hverju ári og reynt að fylgjast með öllum nýjungum. Allar teikningar eru unnar af sérfræðing- um FOC, bæði á staðnum og inni í Lissabon. Þarna eru framleiddar ýmsar gerðir af skrifstofustólum, skápum, hjónarúmum og hillusamstæðum, svo að nokkuð sé nefnt. Aðstaða fyrir starfsfólk er góð að því er bezt verður séð og eins og annars staðar á stærri vinnustöðum sem ég hef komið í Portúgal er ágæta vel hugsað fyrir ýmsum félagslegum þörfum starfsfólks. Þarna er og matstofa þar sem máltíðir eru seldar fyrir hér um bil ekki neitt, reglu- bundin læknisþjónusta er í boði og stefnt að því að bæta þessa hlið enn að því er Melo segir okkur. Það er farið að rökkva þegar stefnan er tekin á Lissabon aftur og sem við rennum í gegnum bæinn hringja bjöllur Mafra Mozart. Tilboöiö stendur meöan birgöir endast. Pantiö strax í dag. vio nofum naO verOinu svona möur með því að: - Gera sérsamning við verksmiöjuna. • Forðast alla milliliði. t Panta verulegt magn með árs fyrirvara. ■v • Flytja vöruna beint frá Japan með Síberíulest- inni frægu til Þýzkalands og síðan sjóleiðina til íslands. Lang hagkvæmasta flutningaleiðin. Afleiðingin er su aö: • Þetta tæki jafnast á við 230.000 kr. tæki annars staöar. • Tækið á sér engan keppinaut. • Draumur yðar getur orðið að veruleika. v/erö kr 162 430 Skipholti 19 Sími 29800 27 ár í fararbroddi MAGNARI Fjögurra vídda stereo magnari 12,5W + 12,5W gerir yður kleift að njóta bestu hljómgæða með fjógurravidda kerfínu. PLÖTUSPILARI Fullkominn plötuspilari. allir hraðar vökvalyfta. handstýranlegur eða sjálfvirkur. Þetta tryggir góða upptöku af plötu. SEGULBAND Hægt er að taka upp á segulbandið af plötuspilaranum, útvarpinu og gegnum hljóð- nema beint milliliðalaust og sjálfvirkt. Segul- bandiö er gert fyrir allar gerðir af cassettum. venjulegar og CROMDIOXIÐ (Dro 2). ÚTVARP Stereo útvarp með FM, LW og MW bylgju. Akaflega næmt og skemmtilegt tæki. HÁTALARAR Tvó stykki fylgja með í viðarkassa og í samræmi við magnarann. Crown SCH 3150 staðgreiða LP plotu Þeir með sem BUÐIN 230.000 kr. sambyggt s,ereose"á 162.430 Hvernig er Þetta mögulegt 1978 Þ h ALLT I EINU TÆKI:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.