Morgunblaðið - 09.04.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978
21
— Ráðherrar
Framhald af bls. 1.
ráðherrum og sérfræðingum land-
anna í efnahagsmálum eftir að
finna nákvæmar leiðir að þessu
marki.
I dag munu forystumenn EBE
senda frá sér yfirlýsingu um hvaða
leiðir þeir telja vænlegastar til að
vinna bug á hryðjuverkunum í
heiminum, sem þeir segja að
höggvi að rótum lýðræðis. Einnig
láta forystumennirnir olíumengun
til sín taka og leggja til að reglur
um ferðir olíuflutningaskipa verði
hertar svo koma megi í veg fyrir
slys eins og strand Amoco Cadiz.
Forsætisráðherra Bretlands og
íralnds, James Callaghan og Lack
Lynch, ræddu einslega en óform-
lega i gærkvöldi um vandamál
Norður-Irlands. Létu ráðherrarnir
í ljós von um að samskipti landa
þeirra bötnuðu en þau kólnuðu
nokkuð í vetur.
Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík:
Ákvörðun um framboðslista Sjálf-
f Reykjavík við næstu
• Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík efnir til fundar þriöjudaginn 11. apríl kl. 20.30 í
Sigtúni (nýi salurinn á II. hæö).
Dagskrá:
• Ákvöröun um framboöslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík viö næstu
borgarstjórnarkosningar.
• Geir Hallgrímsson, forsætisráöherra, flytur ræöu.
Þriðjudaginn 11. apríl — kl. 20.30 — Sigtún II. h»ö.
— Marcos
Framhald af bls. 1.
andstöðu sína við forsetann. Hefur
ekki í annan tíma verið jafn
fjölmennur mótmælafundur síðan
Marcos setti herlög í landinu. Allt
fór friðsamlega fram, enda hafði
Marcos hótað öllu illu ef menn
gerðust uppivöðlusamir.
Tónlistarmenn
létust í slysi
Búdapest 8, apríl AP.
TVEIR mjög þekktir ungverskir
tónlistarmenn létust í bílslysi í
Ungverjalandi aðfararnótt laugar-
dags og sá þriðji slasaðist mjög
alvarlega. Voru þetta félagar í
hópi sem kenndur var við 16. aldar
tónskáldið Balint Bakfark, enda
hefur verið lögð áherzla á að
endurvekja og flytja ungverska
miðaldatónlist, ekki hvað sízt eftir
Bakfark.
Stofnandi hópsins, Daniel
Benkö, 31 árs, kom honum á
laggirnar fyrir nokkrum árum og
hefur verið farið í hljómleikaferðir
víða um heim. Benkö er sagður í
lífshættu, en þeir sem létust voru
Zoltan Turcsanyi, 26 ára gamall
sellóleikari, og Baranyai, sem var
þrítugur flautuleikari.
Sæmilegur
afli skuttogara
AFLI skuttogaranna mun hafa verið
sæmilegur að undanförnu, sérstak-
lega undan Austfjörðum, þar hafa
Austfjarðatogararnir verið að fá upp
í 150 lestir eftir viku útivist. Grálúða
er nú farin að ganga á miðin, og eru
togararnir farnir að sækja í hana.
Enn sem komið er telst grálúðan
vera nokkuð smá.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
o
$ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR
SUDURLANDSBRAUT 32- EINNIG INNAKSTUR FRÁ ARMÚLA29