Morgunblaðið - 09.04.1978, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRIL 1978
VERÖLD
VIÐSKIPTALIFIÐ
Það hefur lengi verið blómlegur
atvinnuvegur í Bandaríkjunum að
skrifa bækur um það hvernig menn
geti orðið ríkir með skjótum hætti.
Ein leiðin er sú að skrifa bók um það
hvernig menn geti orðið ríkir með
skjótum hætti. Og hún er gróðavæn-
legri nú en nokkru sinni áður.
Eins og sagði er þessi virðingar-
verða bókmenntagrein orðin nokkuð
gömul í Bandaríkjunum. Og eins og
vera ber um lifandi bókmenntir
hefur hún þróazt og breytzt í tímans
rás. Hér áður fyrr bar mest á
höfundum á borð við Norman
Vincent Peale, sem boðuðu „jákvæða
hugsun" (ein bóka. hans heitir
reyndar „The Power of Positive
Thinking" — Áhrifamáttur jákvæðr-
ar hugsunar og er búið að selja af
henni hálfa sjöttu milljón eintaka; er
hún löngu orðin klassísk í sinni
grein, auðgunarbókmenntum). En
tímarnir eru breyttir. Og tónninn í
bókmenntunum er breyttur. Þær
miða ekki lengur að því að innræta
mönnum jákvæða hugsun og kenna
þeim að hafa fé af meðbræðrum
sínum með kurteisislegum og sárs-
aukalausum hætti eins og áður, þá er
fornar dyggðir voru enn í heiðri
hafðar. Boðskapur „ungu skáldanna"
nú á dögum er í fám orðum á þá
lund, að græðgi og óheiðarleiki séu
frumskilyrði velgengni. Aftan á
kápu einnar nýlegrar metsölubókar
um auðgun segir, að „í nútímasam-
félagi gera menn meiri kröfur en
nokkurn tíma áður, allir vilja fá allt
til alls — og það án tafar — og helzt
fyrirhafnarlaust- Því skal þetta vera
kjörorð þitt, lesandi góður: „Jafnvel
þótt ég fari um dimman dal/ óttast
ég ekkert illt / því að ég er mesti
Bók-
menntir
fyrir
bragða-
refi
dæmis að nefna hefur maður ein-
hvern tíma heyrt það fyrr, sem
Michael Korda tönnlast á, að „sið-
gæði sé viðskiptum alveg óviðkom-
andi“, og „sekstarkennd megi líkja
við fíknilyf álíka sterkt og skaðlegt
og heróín" ellegar það, að „engu
skiptir hversu lágt maður er settur:
allir geta fengið það sem þeir girnast
— ef þeir kunna og nenna að bera
sig eftir því“. En Korda kann líka
mörg nýstárlegri ráð sem að gagni
mega koma. Honum verður tíðrætt
um nauðsyn þess að hafa stjórn á
sér, eða öllu heldur að virðast hafa
stjórn á sér og vera æðrulaus. Segir
hann fjölmarga kaupsýslumenn hafa
komizt langt með því að virðast
æðrulausir á örlagastundum þá er
aðrir iðuðu í sætum sínum, þerruðu
svita af ennum sér, titruðu eða
ranghvolfdu augunum, nema allt
væri í senn. Á slíkum stundum geti
menn stórgrætt á því að sýnast
æðrulausir, geta setið hreyfingar-
sér í nyt þau heilræði sem Korda og
hans nótar bjóða. En margir hafa
líka snúizt til andófs gegn þeim.
Einkum hafa sálfræðingar og geð-
læknar látið í ljós ugg vegna þess,
hve „siðgæðið" í bókum þessum
virðist njóta mikillar hylli. Geðlækn-
ir nokkur, prófessor við Kaliforníu-
háskóla, komst svo að orði, að bækur
af þessu tagi væru nokkurs konar
„klám“. „Höfundarnir vilja hefja
lygar, svik og ofbeldi til vegs og gera
að listgrein. Meginstefið er á þá leið,
að eigingirni sé undirrót alls góðs.
Þetta er slíkt kjaftæði, að í fljótu
bragði kann að viröast ótrúlegt, að
nokkur maður gleypi við því. Enda
verður að ætla að tiltölulega fáir
leggi fullan trúnað á það“.
Sálfræðingur i Berkeleyháskóla
sem gert hafði úttekt á þessu komst
að þeirri niðurstöðu, að áðurnefndur
boðskapur kynni að „verða einhverj-
um til einhverrar fróunar. En það er
í mörgum tilvikum skammgóður
vermir, það reka menn sig á þegar
þeir ætla að fara að hrinda heilræð-
unum í framkvæmd. Þetta eru
miskunnarlausar leikreglur, og gefið
mál, að menn eru misjafnlega í stakk
búnir að tileinka sér þær. Er hætt
við því, að ýmsir verði sjálfir fyrir
barðinu á þeim er þeir ætla að beita
aðra þeim, og verði þá enn verr
staddir eftir en áður. Ég kann
reyndar alldapurleg dæmi þess.“
— William Scobie.
OGNAROLD
„Kliðurinn varð eins og í fugla-
bjargi þegar á morguninn leið“
Líf og dauði á
markaðstorgi
Þaö var í markaðstorginu í Addis
Ababa, höfuöborg Epíópíu, ekki alls lyrir
löngu. Sé markaður, er stærstur og
litríkastur allra í Afríku, og er pé nokkuð
sagt. Ég haföi komið bangað fjórum
árum áður. Það var meðan Haile Selassi
ríkti enn og lénsskipan í landinu. Svo var
honum steypt og byltingarsinnaöir
hertoringjar tóku við.
Már virtist fátt hafa breytzt. Þetta var
um miðjan morgun: Sex eða sjö ára
gamall drengur vák sár aö már og sagði:
„Viltu gefa már aura“. Hann var hreinn
og Þrifalegur og hann var í sæmilegum
fötum. Hjá honum stóð annar minni, svo
sem Þriggja ára; hann var nauðrakaður
um höfuðið, óhreinn og tötrum búinn.
Hann sagði ekkert, en benti aðeins á
magann og sár, gaf til kynna að hann
væri galtómur.
Tveim stundum áður hafði ungur piltur
verið drepinn Þarna á torginu. Hann haföi
legiö í blóði sínu á götunni góða stund,
skotsár á höfði hans og brjósti og
pappírssnifsi nælt í skyrtuna hans: „Hinir
rauðu munu tortíma hinum hvitu" stóð
Þar, að már var sagt. Frá Því í desember
síðast liðnum hafa mörg hundruö manna
verið myrt í borginni fyrir pólitískar sakir.
Og hefur Þessi orðsending fundizt á
mörgum likanna: „Hinir rauðu munu
tortima hinum hvítu“.
„Ég hugsa að Þessu sá nú að Ijúka"
sagði mér vestur-afrískur starfsmaður
EFNAHAGSSORGIR
Þeir eru
hættir að
trúa þar
eystra...
Eins og kunnugt er hefur
neyzluvarningur löngum verið af
skornum skammti í austantjalds-
ríkjunum. Lengi vel varð almenn-
ingur þar að láta sér þetta lynda.
En nú eru tímar breyttir, fólk er
orðið langþreytt að bíða allsnægt-
anna sem lofað var, og farið að
mögla. Neyzluhyggja er orðin svo
rík fyrir austan tjald, að það
veldur valdhöfum talsverðum
áhyggjum. Einhvern veginn verða
þeir að friða almenning. Það dugir
ekki lengur að segja fólki, að
allsnægtir séuá næsta leiti; það er
hætt að trúa. Og það er það, sem
veldur austantjaldsstjórnunum
áhyggjum — hve þegnar þeirra
eru orðnir veikir í trúnni á
yfirburði kommúnismans.
Aust.antjaldsstjórnir hafa
brugðizt við þessu hver með sínum
hætti. Stjórnin í Austur-Þýzka-
landi sá þann kost vænstan að
auka innflutning frá vesturlönd-
um, og einkum frá Vestur-Þýzka-
landi, og opna auk þess sérstakar
verzlanir, þar sem kaupa má við
erlendum gjaldeyri margvíslegar
vörur sem annars eru sjaldséðar í
landinu. En þar fá sem sé þeir
einir afgreiðslu sem hafa einhver
ráð til þess að komast yfir
gjaldeyri. Þessar ráðstafanir hafa
sætt allmikilli gagnrýni innan-
flokks í Austur-Þýzkalandi, og er
það skiljanlegt. Það var hreint
ekki ætlunin í upphafi, að Aust-
ur-Þýzkaland yrði upp á hið
vestra komið, hvorki um aðföng né
annað. Það var þvert á móti
ætlunin, að það kæmi berlega í
ljós er fram liðu stundir hve
hagkerfið og stjórnarhættirnir
austan megin tækju kerfinu vest-
an megin langt fram. Því er það,
HERMAL
drullusokkurinn í öllum dalnum". Er
hér snúið út úr Davíðssálmum, 23:4,
þar sem segir: „Jafnvel þótt ég fari
um dimman dal/ óttast ég ekkert
illt/ því að þú ert hjá mér.. .„
Bók sú sem hér um ræðir er einar
350 blaðsíður að lengd og er þar
safnað saman flestöllum óheiðarleg-
um gróðabrögðum sem kunnug voru
og mörgum nýjum aukið við. Titill
bókarinnar hæfir efninu skemmti-
lega: „Hvers vegna drullusokkar
komast áfram en dyggðaljós ekki“
heitir hún — og rýkur út eins og
heitar lummur. Tvær aðrar bækur
sama efnis, er selzt hafa álíka vel,
heita „Vald!“ og „Velgegni!" og eru
báðar eftir Michael nokkurn Korda.
Boðskapurinn í þeim er sá í stuttu
máli, að ekkert skipti máli nema
auðlegð og völd, maður eigi að beita
öllum brögðum til þess að öðlast
þetta, einkum og sér í lagi að níðast
á og fótumtroða alla sem maður
heldur sig ráða við sér að áhættu-
lausu og þá fari varla hjá því, að
maður „komist áfram".
Mörgum mun þykja siðgæðið
heldur kaldranalegt. En því miður er
líka ljóst, að fjölmargir eru reiðu-
búnir að faðma guðspjall þetta og
vitnar það griðarleg sala bókanna.
Það lætur að líkum, að ýmislegt í
bókum þessum er gamalkunnugt. Til
lausir og þagað — „enda þótt það sé
bara af því að þeir hafa ekkert
nýtilegt til málanna að leggja".
Korda lýkur síðan upp leyndardóm-
um æðruleysisins. Það má öðlast
með ýmsu móti. Það er t.d. hægt að
æfa jóga. En það er bæði erfitt og
tímafrekt. Auðveldara er að hafa
markatölur úr knattspyrnuleikjum
yfir í huganum (til að leiða hann frá
því, sem um er að vera), ellegar
10—20 blaðsíður úr „The Oxford
Book af English Verse“ sem er úrval
úr enskri ljóðagerð. Þeir sem eiga að
stríða við ósjálfráðan skjálfta og
kippi um munninn geta auk þess
keypt sér einkar hentugt deyfi-
smyrsl, Xylocaine (gæta þess bara að
bera það aðeins í munnvikin — ella
gætu þeir orðið þvoglumæltir). Ættu
þeir þá að vera orðnir sæmilega
æðrulausir í framan.
Af öðrum merkum ábendingum
Korda má telja þá, að menn ættu
ekki að safna skeggi. „Skeggjaður
maður lítur sem sé út fyrir það að
hafa eitthvað að fela“. Það er
vonlaust að komast áfram með
skegg. Og finnst manni full ástæða
til að þakka forsjóninni. að þeir
Lenín, Hitler og Atli Húnakonungur
vissu það ekki...
Eins og áður sagði er ljóst, að því
miður eru fjölmargir óðfúsir að færa
Það er alkunna, að Sovétmenn
gera út flota togara, sem búnir eru
fullkomnum njósnatækjum og
enda ætlaðir til njósna fyrst og
fremst. Nú leikur sterkur grunur
á því að þeir séu farnir að leika
svipaðan leik á landi uppi — með
flutningabílum.
Umferð austurevrópskra flutn-
ingabíla um Vestur-evrópulönd
hefur stóraukizt á undanförnum
árum. Um þessa umferð gilda þau
lög (a.m.k. í flestum Evrópuríkj-
um), að tollyfirvöldum og öðrum
er óheimilt að skoða farm bílanna
n'ema mjög rík ástæða þyki til.
Farmgeymslur bílanna eru inn-
siglaðar, er þeir leggja upp að
heiman og ekki opnaðar fyrr en á
leiðarenda. Geta bílarnir þannig
farið um mörg þjóðlönd án þess að
farmurinn sé athugaður. Víða
liggja þjóðvegir og aðalbrautir
nálægt hernaðarmannvirkjum eða
nálægt æfingasvæðum herja, að
ekki sé minnzt á aðrar stofnanir
sem leyndarmál hafa að gæta —
diplómatískra, efnahagslegra eða
annarra. í stórum flutningabíl má
koma fyrir fullkominni hlerunar-
stöð, og þarf svo ekki annað en
leggja honum á tilvöldum stöðum.
En rafeindatækni hefur fleygt svo
fram á síðustu árum, að nú orðið
má jafnvel heyra tal manna í
herbergi langar leiðir út fyrir hús.
Þetta kom til umræðu hér í
Stokkhólmi fyrir nokkru. Utanrík-
isráðherrann sænski og yfirmenn
úr hernum létu sem sé í það skína,
að hugsanlegt væri, að Sovétríkin
og fleiri austantjaldsríki hefðu
flutningabíla búna njósnatækjum
stöðugt í förum fram og aftur um
Vesturevrópu. Kváðu yfirmenn
hersins Ieika sterkan grun á þessu
— en sannanir skorti.
Eru
bílarnir
dulbún-
ar
njósna-
stöðvar?