Morgunblaðið - 09.04.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978
23
Höfundarnir vilja hefja lygar, svik og
ofbeldi til vegs og gera að listgrein
(SJÁ: Viðskiptalífið)
Sameinuðu Þjóöanna, sem hefur aðaetur
í Addis Ababa. „Ennpá eru alltaf nokkur
lík á markaöstorginu á morgnana. En
bað er hátíð hjá bvf sem var. í desember
gekk ág stundum fram á 20—30 á
leiðinni í vinnuna. Mér lá oft viö að kasta
upp. Nú rekst ág í mesta lagi á prjú. „bað
viröist vera langt komið að uppræta
Byltingarfylkinguna".
Byltingarfylkingin er marxísk stjðrnar-
andstöðuhreyfing..
Að vísu eru marxistar við völd, en
félagar Byltingarhreyfingarinnar segja bá
„lasista" og vilja steypa peim. Stjórnin
kallar bá í Byltingarhreyfingunni aftur á
móti „anarkista" og vill upprœta bá.
Byltingarhreyfingin tók að láta að sér
kveða tyrir svo sem hálfu öðru ári og
lagðist í sknruhernað. En stjórnarherinn
reyndist henni yfirsterkari; frá bvf í
desember síðast liðnum er búið að
skjóta nokkur búsund beirra. bað voru
unglingspiltar mestan part, sumir ekki
nema 10 ára gamlir, og pilturinn sem ég
sagði al áöan einn úr peirra hópi.
bað lifnaði ytir markaðnum begar leið
á morguninn. begar ég fór var kliöurinn
orðinn eins og í fuglabjargi: sölumenn
æptu hástöfum hver í kapp við annan og
rifust við viðskiptavinina. beir virtust
ekki búnir að meðtaka hin marxísku
frnði, sem landsfeðurnir segjast hafa að
leiðarljósi, og seftu peir enn sem fyrr upp
tvöfalt eða prefalt verð fyrir vöru sfna,
prúttuðu við kaupendur f hálftíma en
slógu bá helming af. Vfgið um morguninn
virtist með öllu gleymt — bað var eins
og ekkert hefði gerzt.
- ROGER MANN.
I»etta gerdist llka ....
VOPN OG DEMANTAR
Talsmenn UNITA-hreyfingarinnar í Angola, sem lagðist í skæruhernað eftir ósigurinn í
borgarastyrjöldinni á þessum slóðum, hafa tjáð fréttamönnum að þeir hafi upp á síðkastið
fjármagnað vopnakaup sín með sölu á demöntum sem skæruliðarnir vinna sjálfir úr jörðu. John
Kakumba, sem fer með utanríkismál fyrir UNITA, tjáði fréttamanni frá Observer þegar þeir hittust
í París; „Við seljum demanta og kaupum vopn fyrir andvirðið út um allar jarðir og meira að segja
í Sovétríkjunum. Það er barnaleikur að afla sér vopna nú á dögurn."
ÖMURLEGT ÚTLIT
Ef treysta má skýrslum sýnast allar líkurtil þess í svipinn að íbúar Bæjaralands í Vestur-Þýskalandi
deyi út. Þeir eru nú um ellefu milljónir talsins, en samkvæmt opinberum heimildum eru árlegar
fæðingar þarna 130.000 færri en dauðsföllin. Haldi þessi þróun áfram er því auðsætt að árið 2200 verði
engin sála eftir í Bæjaralandi!
EFTIRMINNILEGIR
Fjórir grímuklæddir bófar nældu sér í 500.000 franka á dögunum þegar þeir réðust vopnaðir inn í
spilavítið í Beaulieu á mánudag við Nissa. Grímurnar sem tveir ræningjanna báru komu mönnum
kunnuglega fyrir sjónir, þótt skelkaðir væru. Önnur var nefnilega afskræmd eftirlíking af andliti Giscard
d‘Estaing forseta og hin af ásjónu Mitterands, leiðtoga frönsku sósíalistanna!
LITLA STÚLKAN OG ÚLFURINN
Oovéskt dagblað skýrði svo frá í síðastliðinni viku að úlfur hefði bjargað lífi þriggja ára gamals
stúlkubarns sem týndist í fjalllendi Kákasus. Dýrið virðist hafa legið hjá barninu næturlangt og
forðað því þannig frá því að frjósa í hel. Eftir að fjárhirðar höfðu fundið telpuna tjáði hún móður
sinni: „Það var hundur hjá mér og hann sleiki á mér andlitið." Og þegar þorpsbúar sneru aftur upp
í fjallið að forvitnast frekar um þetta, sáu þeir ekki einungis úlfaslóð þar sem sú litla hafði þraukað
nóttina af heldur og fullvaxinn úlf sem sat þar í grenndinni og spókaði sig.
IVARSJÁil
iBjúgun erul
komin og þá[
myndast biö-
Jrööin. En Þeirl
[fjáöu kaupal
[hnossgætið á|
jsvarta mark-|
laðnum.
að margir flokksmenn austan
megin, að ekki sé talað um
Kremlverja, líta ráðstafanir
stjórnarinnar óhýru auga. Hefur
Honnecker flokksleiðtogi verið
borið það á brýn, að þær jafngildi
viðurkenningu þess, að kerfið í
Vestur-Þýzkalandi taki hinu fram
og Vestur-Þjóðverjar séu betur
settir en Austur-Þjóðverjar.
Neyzluhyggjan er líka orðin
valdhöfum í Rúmeníu, Póllandi og
Tékkóslóvakíu til leiðinda. Al-
menningur í þessum löndum er
um það bil hættur að trúa því sem
messað hefur verið yfir honum
áratugum saman, að kapítalism-
inn sé á síðasta snúningi og
skammt að bíða endaloka hans.
Einnig því, að vöruskortur austan-
tjalds sé ennþá að kenna eyðilegg-
ingunni í heimstyrjöldinni síðari,
að áætlunarbúskapur sé eina
leiðin til stöðugrar farsældar
o.s.frv. Það dugir ekki lengur að
hvetja menn til að leggja hart að
sér fyrir þjóðarhaginn. Þeir eru
orðnir langeygir eftir uppsker-
unni.
Eins og fyrr sagði hafa yfirvöld
austantjaldsríkjanna brugðizt við
vandanum með ýmsum hætti.
Ungverjar skerasig nokkuð úr.
Þeir hafa sem sé gerzt svo djarfir
að víkja af veginum og losasvolítið
um hagfjötrana. Þeir hafa gert sig
líklega til þess að taka aftur upp
markaðsbúskap. Þeir eru búnir að
leggja af þá kenningu, að verð
vöru og þjónustu allrar verði að
vera stöðugt og fast þó svo að það
kosti stórfelldar niðurgreiðslur og
brengli allan efnahaginn yfirleitt;
og fer vöruverð og þjónustu- nú
smám saman hækkandi í Ung-
verjalandi. Það er engin tilviljun,
að ungversk yfirvöld hafa komizt
hjá því að stofna gjaldeyrisbúðir
handa óánægðum neytendum eins
og stjórnirnar í Póllandi og
Tékkóslóvakíu hafa orðið að gera.
Harðlínumönnum austantjalds
þykir hvorar tveggja aðferðirnar,
gjaldeyrisbúðirnar og innflutning-
ur að vestan annars vegar en
markaðsbúskapurinn hins vegar,
svik við kommúnismann. Honn-
ecker leiðtogi Austur-Þjóðverja
hefur verið sakaður um það, að
hann stofni ríki sínu í hættu: hann
verði að gá að því hvar hann sé
staddur á hnettinum. Innflutning-
ur neyzluvarnings frá vesturlönd-
um og gjaldeyrisbúðirnar geti leitt
til upplausnar. Það sé nógu slæmt
að það sé komið á daginn, að
alþýða manna í Austur-Þýzka-
landi sjái ofsjónum yfir lífskjör-
um „landa" sinna vestan megin ...
En Honnecker heldur áfram að
flytja inn og hefur aukið innflutn-
inginn heldur en ekki. Er nú orðið
stórum meira vöruúrval í gjald-
eyrisbúðunum í Austur-Þýzka-
landi en í Póllandi og Tékkóslóva-
kíu. Og auk þess hefur verið
stofnaður fjöldi sérverzlana með
vörur sem fást við austur-þýzkum
mörkum.
Eins og vænta mátti hefur
Sovétstjórnin þungar áhyggjur af
undanlátssemi Honneckers. Og
ýmislegt bendir til þess, að hann
hafi verið kallaður á beinið og
áminntur alvarlega. En svo vill til,
að Sovétmenn eiga sjálfir við
ærnar efnahagssorgir að stríða, og
er það mál margra í hinum
austantjaldsríkjunum, að „þeir
eiga í svo miklum erfiðleikum
sjálfir, að þeir mega varla vera að
því að skipta sér af okkur“ ...
- HELLA PICK.
Frá Danmörku hafa og borizt
þær fregnir, að danska lögreglan
kvaðst hafa „heyrt" að þarlendir
bifvélavirkjar hefðu rekizt á tor-
kennilegan fjarskiptabúnað, er
þeir voru kvaddir til að gera við
sovézkan flutningabíl. Herinn
fékkst hins vegar hvorki til að játa
þessu né neita, er um var spurt.
Það virðist, að yfirvöld örygg-
ismála í Skandinavíu hafi grunað
um nokkurt skeið, að ekki væri allt
með felldu í umferðinni að austan.
En þau virðast heldur áhugalítil
um aðgerðir við því. Til þess kunna
að vera ýmsar ástæður, en tvær
sýnast líklegastar í fljótu bragði.
Önnur er sú, að viðskipti landanna
í Skandinavíu, og einkum Finn-
lands, við austantjaldsríkin hafa
aukizt mjög í seinni tíð og fara æ
vaxandi. Hin er sú, að Skandinav-
ar óttist hefndir, ef þeir láta til
skarar skríða; þeir hafa nefnilega
sjálfir bíla í förum austantjalds.
Sovézku flutningabílarnir fara
yfir landamærin vestur af Lenín-
grad og yfir Finnland til ferju-
staða við Eystrasalt. Þaðan fara
þeir til Svíþjóðar, svo yfir til
Danmerkur og loks með ferjum til
Austur-Þýzkalands.
Forráðamaður finnsks fyrirtæk-
is, sem annast viðgerðir á bílum
þessum er þeir koma þar við sagði
mér, að bílstjórarnir vikju aldrei
frá bílunum á verkstæðunum.
Hann sagði og að farmskrá þeirra
kæmu sér stundum undarlega
fyrir sjónir. Oft héti svo á
skránum, að bílarnir væru að
flytja úrgangspappír frá Sovét-
ríkjunum til Austur-Þýzkalands.
Væri sér ekki með öllu ljóst, hvers
vegna þyrfti að aka með hann um
alla Skandinavíu til að koma
honum þangað! Þá þykjast menn
hafa tekið eftir því, að bílunum sé
að staðaldri lagt á grunsamlegum
stæðum, er þeir fari um: nálægt
hernaðarmannvirkjum, bak við
sendiráð Breta, Frakka og Banda-
ríkjamanna í .Helsinki ö.s.frv.
Margir Kaupmannahafnarbúar
kannast og við það, að sovézkum
flutningabílum er iðulega lagt
steinsnar frá miðstöð upplýsinga-
þjónustu hersins. Og mætti svo
lengi telja.
En Sovétmenn hafa það eitt um
þessar sögur að segja, að þær séu
„sjúklegir hugarórar" og sprottnir
af „njósnageggjun, er sé landlæg á
vesturlöndum" . ..
- COLIN NARBROUGH.
BANKAMAL
Bófafé
fellur í
• r
gengii
Sviss
Það fýkur í skjólin: svissneskir
bankamenn eru búnir að heita því
hátíðlega að taka ekki framar við
illa fengnu fé til ávöxtunar. Þ.e. fé,
sem þá „grunar að fengið sé með
glæpsamlegum hætti“, — falspen-
ingum, ránsfé, lausnargjaldi
o.s.frv.
Þessi sinnaskipti voru boðuð
opinberlega í júní í fyrra. Var þá
tilkynnt, að Bankasambandið
svissneska, sem tekur til flestra
bankanna, og Þjóðbankinn hefðu
gert með sér samning um þetta.
Hann gekk þó ekki í gildi fyrr en
núna rétt eftir áramótin.
Og nú skal það tekið fram þeim
til hugarhægðar, sem hrukku við
orðin „illa fengnu fé“ hér í
upphafi, að svissneskir banka-
menn telja það ekki illa fengið fé
þótt tilkomið sé fyrir brot á
gjaldeyrislögum annarra ríkja (í
Sviss er ekkert gjaldeyriseftirlit
og þykjast Svisslendingar því ekki
þurfa að virða gjaldeyrislög ann-
arra landa), og þeir telja það ekki
heldur illa fengið sem svikið hefur
verið undan skatti. Ætti nú
ýmsum að létta, þeim er átt hafa
þannig fengið fé í svissneskum
bönkum (og haft samvizkubit af
því að það væri illa fengið) eða
höfðu hugsað sér að stofna
reikninga ...
Þyki bankamönnum ljóst, eða
vakni með þeim grunur um það, að
fé sem þeim berst sé illa fengið eru
þeir skyldir að hafna því. Fram að
þessu hafa viðskiptavinir ekki
verið spurðir hvaðan þeim kæmi fé
sem þeir vildu leggja inn. Forráða-
menn svissneskra banka haf raun-
ar aldrei viurkennt, að þeir tækju
við fé fengnu með vafasömum
hætti þótt það sé margsannað og
þeir hljóti að hafa vitað það
mörgum tilvikum.
Hin nýja reglugerð um innlánsfé
virðist miða að því fyrst og fremst
að bæta orðstír svissneskra banka
Aftur á móti er vandséð hvernig
hún getur komið í veg fyrir það, að
ræningjar og svindlbraskarar
haldi áfram að leggja inn. Þeir
þurfa bara að búa svo um hnút
ama, að hina sómakæru banka
menn gruni ekkert...
- NORRIS WILLATT.