Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.04.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978 STARF FÓSTRUNNAR Fósturskóli íslands Hér fer á eftir greinar- gerð Valborgar Sigurðar- dðttur skólastjóra um Fósturskóla íslands: Fósturmenntun hefur ver- ið veitt á íslandi síðan 1946, er Barnavinafélagið Sumar- gjöf stofnaöi Uppeldisskóla Sumargjafar, sem síðar fékk nafnið Fóstruskóli Sumargjafar. Árið 1973 var skólinn gerður að ríkisskóla undir nafninu Fósturskóli íslands. Fyrstu fóstrurnar braut- skráðust árið 1948, aðeins 9 að tölu. Þrjátíu árum síðar s.l. vor brautskráðust 550 fóstrur. Fósturskóli íslands er til húsa í Skipholti 37. Hlutverk Fósturskóla ís- lands: í lögum um Fósturskóla íslánds frá 1973 segir að hlutverk hans eigi að vera „að mennta fólk til uppeldis- starfa á hvers konar upp- eldisstofnunum fyrir börn frá fæðingu til 7 ára aldurs, svo sem vöggustofum, dag- heimilum, vistheimilum, leikskólum, forskólabekkj- um barnaskóla og leikvöll- um.“ Starfsvettvangur fóstr- unnar er því mjög fjölbreyti- legur og víðtækur, enda eru fórstrur eftirsóttir uppalend- ur á öllum barnaheimilum, bæði fyrir heilbrigð börn og þroskaheft. Atvinnuhorfur fyrir fóstrumenntaö fólk eru því framúrskarandi góðar, því að mikill fóstruskortur er enn í landinu. Núgildandí inntökuskilyrði Inntökuskilyrði í Fóstur- skóla íslands samkvæmt lögum skólans frá 1973 eru stúdentspróf eða gagn- fræðapróf að viðbættu tveggja ára námi í fram- haldsdeild gagnfræöaskóla. eða öðrum sambærilegum skólum. Heimild er til þess að víkja frá þessum menntun- arkröfum. Þessi heimild hef- ur verið notuö í nokkrum tilfellum til þess að veita inntöku fullorðnu og Þroskuðu fólki (25 ára og eldri), sem unniö hefur um árabil viö uppeldisstörf og hefur að mati skólanefndar næga undirstöðuþekkingu og reynslu til þess að geta tileinkað sér námsefni skól- ans. Skólinn er að sjálfsögðu opinn jafnt körlum sem konum, en hingað til hafa karlmenn því miður ekki stundað nám við skólann eins og tíökast í vaxandi mæli á hinum Norðurlönd- unum. Nám, námstími og námstilhögun Námstími í skólanum er 3 ár. Námiö er bæöi bóklegt og verklegt. Verklega námið er um ’/a af öllu námstíma- bilinu. Bóklega námið skiptist í uppeldis- og sálfræðigrein- ar, félagsgreinar, list- og verkgreinar, móðurmáls- greinar og náttúru- og heilsufræðigreinar. Kennslan byggist á því, að nemendur hafi raunhæf- an áhuga á uppeldisstörf- um, geti lesið Norðurlanda- málin (aðallega dönsku og norsku), helst einnig ensku. og hafi þroska til aö vinna sjálfstætt. Kennarar reifa kennslu- efnið, aöallega í fyrirlestrum eða i samræðum við nem- endur. Nemendur fá síöan margvísleg verkefni til um- fjöllunar og úrlausnar, ýmist einstaklingsverkefni eða hópverkefni. Verklegt nám fer fram aöallega á dagvistarheimil- um í Reykjavík og í stærri kaupstööum úti á landi. Nemendur taka virkan þátt í starfsemi heimilanna undir handleiöslu fóstru og undir eftirliti og leiðsögn verknámskennara frá Fóst- urskólanum. Fá nemendur einnig ýmiss konar raunhæf verkefni til athugunar og úrlausnar í sambandi viö starfiö á dagvistarheimilun- um til þess m.a. aö tengja verklegu kennsluna sem best bóknáminu eöa hinu fræöilega námi. Menntun og staða fóstrunnar í framtíðinni Brýn þörf er á að endur- skoöa inntökuskilyrði í Fóst- urskóla íslands og reyndar lögin frá 1973 í heild, þar eð skólakerfið, sem þau byggðust á, hefur tekið gagngjörum stakkaskiptum eftir gildistöku grunnskóla- laganna. Þessi endurskoö- un getur þó ekki farið fram fyrr en frumvarp til laga um samræmdan framhalds- skóla hefur veriö afgreitt. 2. grein Kennarar og skólastjóri Fósturskóla íslands telja þaö eölilega þróun, að 4 ára framhaldsskólamenntun verði inntökuskilyröi í Fóst- urskólann strax og slíkir skólar verða starfræktir. Við teljum fráleitt, að fóstur- menntun fari fram hingað og þangaö í skólum fyrir óþroskaða og óráðna ungl- inga á aldrinum 16—19 ára eins og lagt er til í greinar- gerð þeirri, er fylgir frum- varpinu um samræmdan framhaldsskóla, sem lagt var fyrir Alþingi í fyrra. Við álítum, að fósturmenntun eigi aö vera sérnám sem fari fram í sérskóla eins og Fósturskóla íslands eða/og í sérdeild við Kennarahá- skóla íslands svo aö farið sé að dæmi Norðmanna. Að lokum yil ég leggja áherslu á þá þá stefnu, sem mörkuð hefur verið á ráö- stefnum á vegum Evrópu- ráös varðandí menntun og stööu fóstrunnar (í Feneyj- um 1971, Leyden 1973, Versailles 1975 og Bourne- mouth 1977). Á Þessum ráðstefnum hefur peirri áskorun verið beint til aöildarríkjanna, aö Þau stuðli að Því 1) að vandað verði sér- staklega til inntöku nem- enda í fósturskóla, bæði hvað snertir undirbúnings- menntun og almennan andlega Þroska 2) aö gerðar verði sam- bærilegar menntunarkröf- ur til fóstru og kennara á grunnskólastigi 3) aö fóstrur njóti sömu starfskjara og Þjóöfélags- stöðu og kennarar. Með Þessa stefnumörk- un að leiðarljósi vonast ég til að fósturmenntun á íslandi verði byggö upp í framtíðinni. Sextugur: Ormur Ólafsson Á morKun 10. apríl er vinur minn Ormur Olafsson sextugur. f;et ekki stillt mig um að senda honum kveðju mína suður yfir hafið til Kanaríeyja, en það dvelja þau hjónin á þessum degi, og fá því ekki „sjokkið" vegna skrifa minna, fyrr en heim kemur. „Mér tíminn finnst horfinn sem örvar flug og allt sem ein augna- hlikssaga". Svo kveður stórskáldið í Skógarilmi. Þessar ljóðlínur koma mér svo oft í hug nu hin seinni árin, þegar ég sé vinum mínum og samverðamönnum bregða fyrir í tímans og lífsins straumi. Árin segja ekki nema hálfa söguna, en þó sleppur maður ekki við öll einkenni þeirra, þótt aðeins sextíu séu að baki. Svolítið silfraður vangi tilheyrir aldurs- fiokknum og kannski er ekki allt eins slétt og fellt eins og áður var. Hvað um það, samtíðin fylgir okkur, og við megum þakka Guði fyrir að halda fullri heilsu, sem |)eirrar gæfu erum aðnjótandi. Að kvarta meðan heilsan er góð, er dauðasynd. Vinur minn Ormur Olafsson er léttur á fæti og léttur í lund þótt hann hafi þurft, á besta skeiði æfinnar, að horfast í augu við örlög sín, örlög, sem myndu hafa beygt margan manninn til falls. Ormur kom út úr þeirri raun með lamaðan hægri handlegg en óbilaðan kjark, von og löngun til )>ess að sigrast á öllum erfiðleik- um, og honum tókst það. Ormur er alinn upp í Höfnum. Þar sleit hann bernskuskónum og vann öll þau störf, sem hjálpað gætu fjölskyldunni til lífsviðurværis og lá ekki á liði sínu. Lífsbaráttan var oft hörð á þeim árum og stundum dugði ekki til þótt heimilisfaðirinn ynni myrkranna á milli, reri til fiskjar þegar fært var, en oft var fast sótt að sið þeirra Suðurnesja- manna. Ormur varð fljótt liðtækur á sjónum og var ekki hár í loftinu þegar hann var farinn að velkjast í röstinni og sveifla þeim gula innfyrir borðstokkinn. Hann reri margar vertíðir úr Höfnum og var ma. formaður á dragnóta- og línubátum. Það hefir löngum verið hörð lífsbaráttan í litlu sjávar- þorpunum á íslandi þótt nú sé margt breytt frá því sem áður var. Ormur gekk í þann skóla í Höfnum, hann þekkti kenjar hafbúans og vissi að hann var ekki auðsóttur heim. Að sækja út á opið haf á opnum bátum svo til allan ársins hring, var ekki neitt hvítflibbastarf, til þess þurfti hörkusjómenn, kjarkmenn, sem voru uppaldir við brimgnýinn og særokið. Lífsafkoman var ekki of góð, þótt vel veiddist, en þekkjum við ekki öll að þeir hafa oftast minnst, sem mest leggja á sig, bera þunga erfiðisins og leggja lífið að veði. Ormur ætlaði að verða rafvirki, hann taldi lífsaf- komu sinni betur borgið ef hann lærði iðn, hana var hægt að stunda með sjónum. Iðnnámið veittist Ormi létt, enda bæði skarpur og laginn. Mænuveikin breytti öllum áformum. Að standast þá raun og koma heill á sál og sinni til starfa á ný, taka breyttum lífsviðhorfum með jafnaðargeði og bjartsýni, gera ekki nema vel gerðir menn. Eg minnist löngu liðinna ára, þegar Reykjavíkurflugvöllur var allur umluktur rammgerðri girð- ingu, vitni og skrift stríðsáranna, og við sem störfuðum við flugmál íslendinga, í bernsku þeirra, þurft- um að fara til vinnu okkar um varðstöðvar við Öskjuhlíð og Skerjafjörð. Það bar við einn dag að nýr maður var kominn í varðskýlið við Skerjafjörð. Þarna var korninn Ormur Ólafsson, ungur sjómaður úr Höfnum. Ungir menn geystust um hliðið á bílum sínum og lífið virtist brosa við þeim heilbrigðum, en ungi sjómaðurinn lauk upp og lokaði hliðinu af skyldurækni. Hann hafði nægan tíma til þess að hugsa stöðu sína í þessu fallvalta lífi, með hægri höndina lamaða. Margt hefir verið hugsað í litla varðskýl- inu við Skerjafjörð í þá daga. En Ormur átti margt, sem aðrir áttu ekki, hann var skáld, hann hafði fallega söngrödd og hann hafði óbilandi trú á það góða í lífinu. Skáldskapargáfuna hafði hann fengið ríkulega í vöggugjöf. Það er því ekki að undra þótt Ormur eignaðist fljótt vini og aðdáendur, enda var hann hrókur alls fagnaðar og gladdist með vinum á góðri stund. Ormur hefir glöggt auga fyrir skoplegum hlið- um mannlífsins og yrkir stundum snilldarlega um þær án þess þó að særa nokkurn, það hefir hann ávallt forðast. Undir niðri býr þó alvörugefni og glögg dómgreind hins yfirvegaða manns. Ormur er alinn upp við lífsskilyrði gamla skólaans og ber öll einkenni hans. Hann er samviskusamur maður og trúr sérhverju því, sem honum er falið að annast, hann kann ekki að svíkjast um eða svíkja aðra, það er hans aðalsmerki. Ég ætlaði mér ekki að rekja ævisögu þessa góða vinar míns, en langaði til þess að minnast þeirra ára þegar við vorum saman á sjó og rerum til fiskjar úr Kirkjuvogi. Við rerum ekki vegna lífsafkomu okkar heldur vegna þeirrar lífs- fyllingar og þeirrar ánægju, sem sjórinn veitir þeim, se, aldir eru upp við hans blíða og oft ógnvekj- andi barm. Vel útbúinn bátur með öllum öryggistækjum, vel málaður og vel hirtur var Ormi að skapi. Hann var því tíður gestur í bragganum á flugvellinum þegar við félagarnir Þorsteinn flugstjóri og ég vorum að mála og dytta að Herjólfi með hækkandi sól. Hafnir voru Ormi efst í huga enda öllu kunnungur þar, fiski- slóðum og innsiglingu. Það var því úr að við hæfum róðra úr Höfnum og fengum ból í Kirkjuvogi. Við félagar Orms, sem sáum hann draga stórufsann, stundum fimm í einu, og sveifla þeim inn fyrir borðstokkinn með annarri hendi, undruðumst hve harður þessi maður var. Við dáðumst að ósér- hlífni hans, en henn gekk að hverju verki sem alheill maður og oftast betur. Fiskurinn lyktaði upp færi Orms og kræktist þar á frekar en hjá öðrum, það var eins og færið hans hefði einhvern seiðkraft. Mörg skemmtileg vísa flaug á sjónum og ekki var í kot vísað þegar Vilhjálmur Hinrik hrepp- stjóri í Merkinesi renndi upp að síðunni í röstinni og kastaði fram vísu af sinni alkunnu snilld. Með kynnum mínum af Hafna- mönnum eignaðist ég ógleymanleg ár í lífinu. Ég dáðist að þraut- seigju og dugnaði þessara afburða sjómanna, sem bjóða byrginn sjóum Atlantshafsins, hringiðum og brotsjóum rastanna, brimsorf- inni og skjerjóttri ströndinni við vályndustu veðrahvörf norðursins. Éinn sægarpanna í Höfnum verður mér ávallt minnisstæður. Hann heitir Vilhjálmur Magnús- son og býr að Brautarhóli. Ormur hafði komist í hann krappan með honum á aðfangadagskvöld, í biluðum bát þegar stórviðri skall á og landtaka varð ógjörleg í náttmyrkrinu. Eiríkur Kristófers- son skipherra bjargaði þá mönn- um úr sjávarháska, það hafði hann oft gert áður. Um þessa sjóferð hefir verið skrifað í bók um svaðilfarir á sjó. Vilhjálmur var okkar hald og traust á Herjólfi, hann fylgdist með ferðum okkar, og við með honum. Við töldum okkur óhætt að vera úti ef hann var þar, en ef hann setti stefnu á land, fylgdum við fast á eftir, hann þekkti sjólagið og er manna veðurglöggastur. Ógleymanlegar eru margar stundirnar að Brautarhóli hjá þeim úrvals hjón- um Vilhjálmi og Ástu konu hans. Listaverk þau fjölmörgu, sem hún hefir unnið í höndunum, meðan maður hennar var á sjónum, sýna hve mikið er spunnið í þessa úrvals konu. Kynni mín af þeirri fjöl- skyldu svo og öllu Hafnafólki á ég Ormi Ólafssyni að þakka. Þegar hausta tók og setja skyldi báta í naust, kom lærdómsríkur kafli. Hafnamenn kunna vel að ganga frá bátum, verja þá og geyma til næsta vors. Nú er Herjólfur ekki lengur í Höfnum en rær á önnur mið með aðra menn innanborðs. Ormur orti saknarljóð þegar báturinn var seldur og gerði það af mikilli snilld. Ormur Ólafsson hefir nú á hendi ábyrgðarmikið trúnaöarstarf hjá Flugleiðum, hann er póstmeistari félagsins auk annarra trúnaðar- starfa. Honum er treystandi til hvaða starfs sem er og það vita forráðamenn félagsins. Það færi betur ef allir starfsmenn þessa þjóðþrifafyrirtækis skildu jafnvel hve samstarf og samstarfsvilji er nauðsynlegur til heilla flugmálun- um og þjóðinni allri. Margur má í dag minnast gamla máltækisins að sameinaðir stöndum vér, en föllum sundraðir. Umhyggja Orms Ólafssonar fyrir öldruðum föður sínum sýnir hann eins og hann er , ég þekki ekki fegurra dæmi. Á þessum afmælisdegi óska ég og fjölskylda mín Ormi, Ölfu konu hans og öllu hans góða fólki til hamingju. Ég sendi þeim kveðju yfir álinn og þakka öll gömlu góðu árin, áratuga vináttu og kynni við hann og allt hans fólk. Jóhannes R. Snorrason. '.■MMrfMMIMMMMÍMhMMMMaMMMMMttttMlíMfMÍtÚUMÉMttkMMÍiÚUUl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.