Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 5 Þá er einnig þar í hásæti afmælisútgáfa Ford-verksmiðj- anna af flaggskipi sínu, Lincoln Continental, en verksmiðjurnar eiga 75 ára afmæli í ár. Hér er um að ræða hátíðarútgáfu, sem nefnist Lincoln Continental Mark V Diamond Jubelee edit- ion og eru litlar afturrúður bílsins með demöntum. Verður bíll þessi aðeins framleiddur í ár með þessu sniði og væntanlega dýrmætur safngripur í framtíð- inni að sögn Þorbergs. Ekki gat Þorbergur staðfest verð bílsins, en heyrst hafa tölur á bilinu 10—12 milljónir kr. Einnig sýnir Sveinn Egilsson Mercury Monarch, sem er bíll í svipuðum stærðarflokki og Fair- mount. Þorbergur sagði að bílarnir á sýningunni væru aðeins brot af þeim gerðum, sem fyrirtækið gæti útvegað, en þessir bílar væru aðalsölubíl- arnir. Gerðirnar frá Fordverk- smiðjunum skipta hins vegar hundruðum frá öllum fram- leiðslulöndum og gæti fyrir- tækið útvegað mönnum hvern þann bíl úr Fordfjölskyldunni, sem þeir hefðu áhuga á. Ný útgáfa af Ford Aranco er einnig á sýningunni svo og Ford Eboline sendibíll. Þorbergur sagði að gífurlegur áhugi virtist nú fyrir bílum á Islandi og sýning sem Auto ‘78 kæmi á réttum tíma, því að nokkuð langt væri nú síðan síðasta sýning hefði verið hald- in. Hér væri á ferðinni sjálfsögð þjónusta við kaupendur og Sveini Egilssyni ánægja að taka þátt í sýningunni til að sýna þá bíla, sem helzt væru á boðstól- um og gefa fólki tækifæri til að skoða þá og bera saman við aðra framleiðslu. Nauðsynlegt væri einnig að fræða fólk um bílana og allt, sem til þeirra þyrfti og það væri bezt gert á svo stórum og veglegum sýningum. •on, framkvæmdastjórar Vökuls h/f. mun meira en í Bandaríkjunum og gengi gjaldmiðla þessara þjóða mun hærra en dollars. Þess bæri og að gæta að í verði bandarísku bílana væru innifal- in sjálfskipting og vökvastýri, sem flestir vildu fá núna, enda til mikilla þæginda og öryggis við akstur. Um helztu nýjungar hjá Chryslerverksmiðjunum sögðu þeir Jón Hákon og Jóhann, að þar væri mikil og stöðugt tækniþróun ávallt á ferðinni og á næstunni væri í vændum bylting í bílaframleiðslu þeirra, sem miðaði að minni orkunotk- un, er byggfst á alls konar tölvustýringu. Þegar væri komin í Chryslerbílana tölvustýrð elds- neytisinnspýting og á markað- inn væri væntanleg miklu ein- faldari sjálfskiptingr sem einnig hefði eldsneytissparnað í för með sér. Að lokum sögðu Jón Hákon og Jóhann að þeir teldu mjög jákvætt að halda sýningu sem Auto ‘78 og einn af fulltrú- um Chryslerverksmiðjanna, sem komið hefði hingað í tilefni sýningarinnar, hefði verið for- viða á hve mikill alþjóðlegur blær væri yfir sýningunni, miðað við svo lítinn markað, sem hér væri. FORD FAIRMONT UPPSELDUR FÁUM 80 BÍLA Á SAMA VERÐI KR: 3.470.000- TIL AFGREIÐSLU í JÚNÍ. Til sýnis á Bílasýningunni í Sýningarhöllinni, Bíldshöfða FORD FAIRMONT SVEINN EGILSSON HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 wwbb Ford Fairmont 2ja eöa 4ra dyra • 4 strokka amerísk vél 4ra hraöa gólfskipting • Vökvastýri Sérbólstraöir stólar • Hiti í afturrúðu Tauáklæöi á stólum Sýnum einnig Ford Fairmont Futura — Ford Fiesta — Ford Escort — Ford Cortina — Ford Bronco — Ford Econoline — Mercury Monarch og Continental Mark V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.