Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRIL 1978 19 Sá d'ýrasti í Volvo-básnum. er 261, Grand luxe og kostar hann tæpar 6 milljónir. verulega vel heppnaður í allri uppbyggingu. Þessi bíll frá Volvo er fram- leiddur í Hollandi, hann er sjálfskiptur með 1397 kúbikcm vél, 70 hestafla, og er verðið um 3.1 milljón. Hann er talinn eyða milli 8 og 9 lítrum á 100 km og ég held mér sé óhætt að segja að hér sé um verulega skemmti- legan bíl að ræða. Árni var spurður um helztu nýjungar er Volvo hefði að kynna á þessari sýningu og nefndi hann m.a. að nú er farið að sprauta bílana þannig að sérstöku lagi er bætt við fyrir neðan krómlista þannig að verja á þá betur gegn steinkasti og ryðmyndun út frá því. í sýning- arbásnum er sérstaklega útbúin hurð er sýnir hversu mörg lakklögin eru á bílunum og hvaða þýðingu hvert þeirra um sig hefur. Þá var Árni spurður um gildi sýningar sem þessarar: — Það hefur sýnt sig að sýningar af þessu tagi eru mikill hvati fyrir alla bílasölu og hefur sala jafnan verið góð sýningar- árin. Kostnaður ér að vísu allnokkur, en við höfum fengið lánaðan frá Svíþjóð ýmsan búnað til notkunar hér og bílarnir eru yfirleitt leystir út úr tolli á þannig kjörum að ekki þarf að greiða hann nema ef bílarnir seljast, sem þeir koma áreiðanlega til með að gera. Má því tvímælalaust telja mikinn ávinning að þessum sýningum enda gerum við fastlega ráð fyrir mikilli aðsókn. aðrir vörubílar og stærri gerdir Kristinn Guðnason h.f.: BMW og Renault v in- sælir bílar á Islandi Kristinn Guðnason h.f. hefur umboð fyrir v-þýzku bifreiða- verksmiðjurnar BMW og frönsku Renaultverksmiðjurn- ar. í sýningardeild fyrirtækisins hittum við að máli Ólaf Kristinsson framkvæmdastjóra og hr. Horst Sellschopp, sölu- stjóra BMW-verksmiðjanna á Norðurlöndum, sem hingað var kominn sérstaklega til að vera viðstaddur opnun sýningarinn- ar. í öndvegi á sýningarsvæðinu er stolt BMW-verksmiðjanna, BMW 728, sem kostar kominn á götuna 7.8 milljónir kr. Er bíllinn að sögn Ólafs óseldur og var fenginn hingað til lands sérstaklega fyrir sýninguna, en Ólafur sagði að nokkrir aðilar hefðu sýnt þessum farkosti mikinn áhuga. Ólafur sagði að BMW bílarnir nytu nú mikilla vinsælda á Islandi, enda vandaðir bílar, sem stæðu sig með ágætum við erfiðar íslenzkar aðstæður. 60 bílar hefðu verið fluttir hingað og seldir á s.l. ári og rúmlega 20, það sem af væri þessu ári. Mest væri selt af BMW 316 og 318, sem væru 4 cl bílar og um áramótin var byrjað að flytja inn BMW 320, sem er með 6 cl vél, en sá bíll hefði náð geysileg- um vinsældum. Stærsta vélin væri svo í BMW 323 I, 6 cl og 143 din. Ólafur sagði að BMW bílarnir væru byggðir fyrir hraðan akstur og því mikið lagt í þá varðandi öryggi. Verk- smiðjurnar legðu megináherzlu á vandaða bíla með góða j aksturseiginleika. Hann sagði að umboðið hefði ekki haft undan að afgreiða þessa bila að þeir hefðu staðið sig mjög vel og t.d. hefðu sendibílar þeirra selzt mest af slíkum bílum á sl. ári, sem eingöngu hefði byggst á þeirri reynslu, sem fengist hefði hér. Fyrirtækið býður upp á Renault 5, sem er þægilegur smábíll að sögn Ólafs, 3ja dyra með 48 ha vél og framhjóladrif; Renault 14, sem væri aftur- byggður bíll af millistærð, 5 dyra; Renault 20, sem væri str, efnismikill og rúmgóður bíll með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, sparneytinn bíll eins og allir bræður hans, sem væri mikilvægt atriði á tímum hækk- andi bensínverðs. Ólafur Kristinsson framkvæmdastjóri hjá Kristni Guönasyni H/F og Horst Seltschopp sölustjóri BMW-verksmiðjanna á sýningarsvæði fyrirtækisins. BMW 728 í baksýn. Renault-deild Kristins Guðnasonar H/F. 1923 var byrjað að framleiða mótorhjól og bílaframleiðsla - hófst síðan árið 1928. Var heildarveltan á s.l. ári um 5,5 milljarðar v-þýzkra marka. Sellschopp sagði að BMW-verk- smiðjurnar væru að mestu leyti í einkaeign og á dr. Helmut Quande 70% hlutafjárins. Ólafur Kristinsson sagði að Renaultbílarnir hefðu verið mest seldu bílarnir í Evrópu árin 1975—76. Salan hérlendis hefði verið allsæmileg síðustu ár, en nokkurs misskilnings virtist hafa gætt um að bílarnir stæðu sig ekki við íslenzkar aðstæður. Þetta væri ööru nær, undanförnu. Verðið á þeim væri frá 3,7 milljónum. Hr. Sellschopp sagði Morgun- blaðinu, að á s.l. ári hefðu BMW-verksmiðjurnar framleitt 290 þúsund bíla, en til saman- burðar mætti geta þess að fyrir 10 árum hefði ársframleiðslan numið 190 þúsund bílum. Markaðshlutdeild verksmiðj- anna í V-Þýzkalandi hefði á s.l. ári verið 5,7% og 10% af framleiðslunni hefði verið selt á Bandaríkjamarkað. Til Norður- landanna hefðu alls verið seldir 9500 bílar. Verksmiðjurnar voru stofnaðar árið 1916 og fram- leiddu fyrst flugvélamótora. Yfirlitsmynd yfir svœði Kristins Guðnasonar H/F NVJA LÍNAN FRÁ MERCEOES BENZ Nýtt útlit, og endurbættir á margan hátt. Henta mjög vel í þéttbýli, þar sem þörf er á liþrum og þægi- legum bílum. Og umfram allt eru þeir ódýrir í rekstri og örugg fjárfesting. 0 Auónustjaman á öllum vegum. HÆSIII HF. Skúlagötu 59 sími 19550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.