Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Ný gerð í Peugeot- fj ölskv 1 dmiTii: 305 Peugeot-umboðið Hafrafell h.f. hefur til sýnis fjóra bíla, Peugeot 104, 504, 604 og nýjan bíl, 305, bíl sem ekki hefur enn komið á götuna og er fyrst nú sýndur hérlendis. Sigurþór Mar- geirsson forstjóri var fyrst spurður nánar um þann bíl: — Peugeot 305 er það nýjasta frá verksmiðjunum og má segja að hann sé að nokkru leyti arftaki 404-bílsins sem lengi var framleiddur en er nú nýhætt. Munurinn á þeim er þó sá að Sá nýjasti frá Peuyeot er 305 sem hér sést. Hann veröur ekki fyrst um sinn fáanlegur í station-yerö, en væntanlega sídar að sögn Sigurþórs. Minnsti bíllinn af Peuyeot er 10A sem kostar um 2,7 m. kr. 305-bíllinn nýi er framhjóladrif- inn eins og er með t.d. 304 og er líka að nokkru leyti byggður á þeirri reynslu sem fengizt hefur af 304. Er þá búið að sníða af þá vankánta sem má segja að hafi verið á 304-gerðinni þannig að hér er að mínu mati kominn nokkuð traustur og öruggur bíll í sínum stærðarflokki. Um annan búnað bílsins er það að segja að vélin er 74 hestafla og hann er framhjóla- drifinn eins og áður sagði og bjóst Sigurþór við að hann yrði álíka sparneytinn og Peu- geot-bílarnir hafa verið, og að hann væri léttur og lipur í Sigurþór Margeirsson forstjóri Hafrafells h.f. er hér við Peugeot 601, sem hann sayði vera lúxusbíl Peugot-fjölskyldunnar. Fjœr er gerðin 501,. borgarumferð en hann vegur aðeins um 900 kg. Verðið á hinum nýja Peugeot 305 er um það bil 3.5 milljónir króna. Minnsti bíllinn í Peugeot-fjöl- skyldunni er 104-gerðin en hann er 4 manna bíll með 44 hestafla vél, 4 gíra, gólfskiptur og framhjóladrifinn. Næstur í flokknum er 304-bíllinn en nú er hætt að framleiða 204-gerðina sem var þarna mitt á milli. Hann er með 59 hestafla vél, 4 gíra, og tekur einum fleira í sæti en 104 eða 5 menn. Þá kemur 504-bíllinn, sem nú hefur verið að mestu óbreyttur í útliti í 10 ár, með 96 hestafla vél en hann er afturhjóladrifinn eins og stærsti bíllinn, 604. Verð á 304 er nokkuð yfir 3 milljónir, á 504 um 4,1 beinskiptur, og verðið á '604 er 6,0 sjálfskiptur en 5,7 beinskiptur. Hann er eins konar flaggskip Peugeot-flotans: — Fyrsti bíllinn af 604-gerð- inni kom hingað 1977 en var þá búinn að vera í umferð erlendis í nokkur ár. Þetta er eins konar lúxusgerð af Peugeot fyrir þá sem vilja fá vandaðan bíl í efri verðflokknum. Vélin er 136 DIN hestöfl, 6 strokka, en eyðsla er um það bil 11—12 lítrar á 100. Sigurþór lét vel af sölu það sem af væri árinu, bílar hefðu að vísu hækkað mjög, en fólk byggist bara við enn frekari hækkunum og því væri salan stöðug. Hann kvað tvímælalaust kost að hafa svona bílasýningar, ekki sízt fyrir þau umboð sem hefðu ekki góða sýningarað- stöðu í sínum húsakynnum og hefðu e.t.v. ekki alltaf bíla við höndina af þeim sökum. CHEVETTE 'Esagji nýtt útlit-nýrog betri bíll Nýi smábíllinn frá GM er meistaralegt jafnvægi fjölskyldubíls og sportbils. Mikið rými og þægindi, mikið afl miðað við þunga, samfara otrúlegri sparneytni. Snöggur, hljóðlátur, öruggur. Hagstætt verð. Til aígreiðslu strax. 3BVI Véladeild 1^4 Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Fólk gerir út um kaupin á svona sýningum segja starfsmenn Egils Vilhjálmssonar Hjá Agli Vilhjálmssyni veita þeir Halldór Þórðarson og Ólaf- ur Benediktsson upplýsingar, en á sýningarbás fyrirtækisins eru 4 bílar, einn jeppi og þrír fólksbílar. Af þessum bílum eru tveir nýir hérlendis og hafa ekki verið sýndir hér áður, það eru Cherokee Chief og Concord, báðir frá A.M.C. — Við kýnnum nú fyrst Cherokee Chief bílinn, sögðu þeir félagar, en í þeim búningi sem við sýnum hann hér kostar hann um 6,5 milljónir. Cherokee þíllinn hefur hingað til mest verið tekinn af svonefndri S- gerð og kostar hann um 5,5 en er fáanlegur niður í 5,1 m. kr.- —Concord bíllinn er eins konar arftaki Hornet-bílsins sem hér er þó nokkuð af og kostar hann í De luxe útfærslu eins og hann er sýndur hér um það bil 3 milljónir og 775 þúsund krónur. Þetta er einn af ódýrari fólksbílum frá Bandaríkjunum en þessi bíll er mjög vandaður og mikið í hann borið. Þetta er 2 dyra bíll með 6 strokka vél sjálfskiptur og með vökvastýri og með ýmsum öðrum búnaði sem tilheyrir de luxe-bílum. — Þá er ótalinn Lancer 1400 GL sjálfskiptur sem kostar um það bil 3,3 m. kr. en er einnig fáanlegur ódýrari eða á um 2,5 milljónir rúmar, en hann er þá tveSgja dyra með 1200 ccm vél. Að lokum er hér fjórði bíllinn, Galant GLX, sem er sjálfskiptur og kóstar rúmar 4,1 m. kr. þá með 2000 ccm vél en er til niður í tæpar 3,3 m. kr. Þeir Halldór og Ólafur voru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.