Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Páll Samúelsson forstjóri Toyota H/F viö Toyota Cressida. Séð yfir sýninyardeild Toyota. 3400 Toyotabílar á Islandi Spiallað við Pál Samúelsson forstjóra „Við hjá Toyotaumboðinu fögnum því tækifæri að geta sýnt hér á einum stað mestu sölubíla fyrirtækisins, en við erum hér með 8 gerðir af 21, sem boðið er upp á frá Toyotaverk- smiðjunum í Japan," sagði Páll Samúelsson forstjóri Toyota í samtali við Mbl. „Auk þess að sýna hér allar helztu Toyota- gerðirnar kynnum við í fyrsta skipti hérlendis þrjár nýjar gerðir Toyota og eina splunku- nýja bifreið, þá fyrstu, sem komin er til Evrópu og var flutt hingað daginn fyrir sýningar- opnun með þotu Flugleiða frá Kaupmannahöfn. Þetta er minnsti bíllinn í Toyotafjöl- skyldunni og nefnist Toyota Starlet. Þá er hér ný og gerbreytt gerð af Toyota Carina, sem vakið hefur mikla athygli í V-Þýzkalandi og hlotið frábæra dóma í öllum blöðum. Má í því sambandi geta að blaðaskrifin urðu svo mikil, að Toyotaum- boðið í V-Þýzkalandi lét gera sérstaka bók til að geta sýnt viðskiptavinum og var hún upp á 84 blaðsíður. Þriðji bíllinn, sem hér er sýndur í fyrsta skipti, er Toyota Celiea liftback, sem í janúar sl. var kjörinn bíll ársins í Bandaríkjunum úr hópi innfluttra bíla og er það ekki lítil vegsemd að hljóta í því landi bifreiðaiðnaðar. Af öðrum bílum á sýningunni sagði Páll að fyrst bæri að telja flaggskip bifreiðaframleiðslu Toyotaverksmiðjanna, Toyota Crown, þá fjölskyldubílinn Toy- ota Cressida, sem væri arftaki Toyota Mark II 2000 og mesti sölubíll fyrirtækisins á Islandi í dag, Toyota Corolla 20 og 30, en raunar væri verið að hætta framleiðslu Corolla 20, Toyota Starlet tæki við sem smábíllinn. Hann væri með 1000 cc vél og benzíneyðslan aðeins um 5—6 lítrar á 100 km. Hjá Toyotaumboðinu að Ný- býlavegi 8 í Kópavogi fer öll starfsemi fyrirtækisins fram, sala á nýjum og notuðum bifreiðum, varahlutaþjónusta og viðgerðarverkstæði. Fram- kvæmdastjóri er Lúðvík Al- bertsson. Páll sagði að fyrstu Toyotabifreiðarnar hefðu verið Bjami Ólafsson deildarstjóri bifreiðadeildar. „Við leggjum mesta áherzlu á dýra og fína bíla, eins og sýningarsvæði okkar ber vott um og þeir bílar, sem hér eru, eru búnir öllum nýtízkulegustu þægindum, sem völ er á, vökva- stýri, vökvabremsur, rafmagns- rúðuupphalara, sjálfskiptingu og með vönduðum innrétting- um,“ sagði Bjarni Ólafsson deildarstjóri bifreiðadeildar Sambands íslenzkra samvinnu- .félaga, umboðsaðila General Motors, í samtali við Mbl. „Við erum einnig með dýrasta bílinn á sýningunni, Cadillac Seville, sem kostar kominn á götuna 10,6 milljónir króna. Þetta er ' nýjasti og minnsti bíllinn 'í Cadillacfjölskyldunni, en jafn- framt einn sá dýrasti, vegna þess hve mikið er í hann borið, varðandi öryggi, búnað og inn- réttingar. Bíllinn er seldur ásamt 3 öðrum, sem í pöntun eru, en sérstaklega var flýtt að fá hann hingað til lands fyrir þessa sýningu." „Það er hér einnig stærsti bíllinn í Chevroletfjölskyldunni, Chevrolet Caprice Classic, en Leggjum áherzlu a dýra og fína bíla” — segir Bjarni Olafsson deildar- stjóri hjá bif- reiðadeild SÍS Sýninyarsvæði SÍS er með yfirbrayði viUta vestursins Gljdandi doUaragrín frá General Motors

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.