Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 21 Betrl með skilyrði tilkomu Sýningahallarimiar — Það er tvímælalaust mjög jákvætt að geta boðið fólki upp á að sjá á eiríum og sama staðnum það helzta sem bílaum- boðin hafa á boðstólum, sagði Sveinn Björnsson forstjóri Saab-umboðsins, sem einnig hefur bíla frá Lancia-verksmiðj- unum. Svona sýning kostar að vísu mikið, sagði Sveinn, en hún er nauðsynleg með vissu árabili og skilyrði til sýningarhalds eru nú mun betri með tilkomu sýningahallarinnar. Árið 1961 kom fyrsti Saab-bíllinn til landsins, en það var árið 1949 sem framleiðsla þeirra hófst. Verksmiðjurnar höfðu áður verið flugvélaverk- smiðjur og voru það reyndar áfram eftir að bílaframleiðslan kom til sögunnar. — Við erum hér með fjórar gerðir af Saab, sagði Sveinn, Saab 96, sem hefur verið með sama laginu í fjölda ára, en framleiðslu hans er nú hætt í Svíþjóð en heldur áfram í Finnlandi. Þetta er að verða 30 ára gömul framleiðsla og verður henni líklega hætt eftir tvö ár eða menn geta a.m.k. verið öruggir með hann í tvö ár enn. — Við erum með þrjá bíla af 99 gerðinni og er sá dýrasti af — segir Sveinn Björnsson Saab 99 fæst bœöi tveggja og fjögurra dyra og kostar um 4 miUjónir eftir gerö og búnaöi. Saab 96 sem sést fjærst kostar um 3.5 í dag. GLE-gerð, sjálfskiptur með stórri hurð að aftan og kostar hann yfir 5 milljónir. L-gerðin kostar um 3,9 og GL-gerðin 4,3 milljónir en munurinn á þessum gerðum er einkum sá að heldur minna er lagt í L-gerðina. Saab á sér alltaf trygga kaupendur og hafa þeir reynst vel. Við höfum líka verið ánægðir með við- skiptavini okkar og öll sam- skipti hafa gengið eðlilega fyrir sig. Við höfum líka lagt kapp á að vera með góða varahluta- þjónustu og eins fyrir viðgerðir og erum t.d., nýlega fluttir í nýtt húsnæði hér við Bíldshöfða. Sveinn Björnsson sýnir einnig tvo bíla frá Lancia-verksmiðj- unum, Lancia Beta og Auto- bianchi eða Lancia A112-E eins og hann er nú nefndur. — Autobianchi kemur nú ör- lítið breyttur frá fyrri árgerðum og hefur hann t.d. aðallega verið hækkaður þ.e. þakinu hefur verið lyft örlítið aftan til þannig að betur fer um farþega í Sveinn Björnsson forstjóri er hér viö sýningarbásinn og sýnir umboö hans alls 6 bíla. aftursæti. Þetta er fjögurra manna bíll sparneytinn og var t.d. í 2.-4. sæti í sparaksturs- keppni hér fyrir nokkru. Hann er framhjóladrifinn með 43 hestafla vél og þykir mjög lipur í borgarumferðinni. Hinn bíllinn frá Lancia-verk- smiðjunúm er Lancia Beta sem er nokkuð sportlegur og stærri en sá fyrrnefndi. Hann er fimm manna með 4 strokka vél 82 eða 119 hestafla og 5 gíra. — Þessi bíll er sá fyrsti sem við fáum hingað, sagði Sveinn, og kostar hann um 3,8 milljónir króna. Einnig má fá hann dýrari þ.e. gerðina Lancia Gamma og» getur verðið þá farið upp í allt að 6—7 milljónir. Sveinn Bjömsson hefur einnig umboö fyrir Autobianchi og Lancia sem hér sjást. Ólafur Benediktsson t.v. og Halldór Þóröarson eru hér viö nýja Cherokee Chief jeppann. Einn af ódýrari bandarískum fólksbílum á sýningunni sögöu starfsmenn Egils Vilhjálm^sonar h.f. um Concord en veröiö er rúmlega 3,7 m. kr. spurðir um árangur svona sýn- ingar. — Sýningin hefur byrjað mjög vel, þetta er stór sýningar- salur eða salir öllu heldur og dreifist fólk mjög mikið þannig að varla verður eins mikill troðningur og er oft á sýningum sem þessum. Þó svo að svæðið sé mjög stórt þá er það skemmti- lega útbúið þannig að fólk þarf varla að þreytast svo mjög á göngu sinni um svæðið, en þó má ekki gera of mikið úr skreyfingum, hér er fyrst og fremst verið að sýna bíla. Við eigum e.t.v. ekki von á mjög mikilli sölu, amk. ekki sýningar- dagana, en þó er það svo að fólk reynir að ákveða sig á sýningun- um, hér fær það allan nauðsyn- legan samanburð og gerir upp hug sinn, sögðu þeir félagar að lokum. Enn einu sinni hefur Peugeot sigraö í erfiöustu þolaksturskeppni veraldar, aö þessu sinni var þaö gerðin 504, sem sigraöi. Þetta sannar betur en nokkuð annaö aö Peugeot er bíllinn fyrir ísland. Bíllinn f yrir island UMBOÐIÐ Á AKUREYRI HAFRAFELL HF. VÍKINGUR SF. VAGNHÖFÐA 7 FURUVÖLLUM 11 SÍMI: 8 5211 SÍMI: 21670 pCUCfto*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.