Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Volvo-vörubílar eru einnig á sýningunni og eru þeir í húsi 2 eins og Datsun-bílarnir taka mest rými í sýningarbás Ingvars Helgasonar en þeir eru alls 7. Viljumbjóöafólkl uppáeitthvaðnýtt Tvímælalaust ávinningur að svona sýningu — segir sölustjóri Veltis segir Ingvar Helgason sem sýnir alls 17 bíla veiðiferðir og slíkt, og sagði Ingvar að t.d. væri hægt að koma fyrir á honum vélsleða. — Subaru verksmiðjurnar eru í Japan og byggja þær að nokkru leyti á reynslu flugvéla- verksmiðja þeirra sem t.d. framleiddu sjálfsmorösvélar Japana sem svo voru kallaðar, ef við eigum að segja frá því. En þessir bílar hafa þegar fengið töluverða reynslu og verða sívinsælli með ári hverju. Wartburg er rétt að koma á götuna núna, og fær umboðið um 30 bíla til afgreiðslu í vikunni, en hann er í fyrsta sinn sýndur hérlendis. Fólksbíllinn kostar um 1400 þúsund krónur en stationgerðin rúmlega 1600 Veltir h.f. er með þrjá Volvo- bíla á sýningunni, Volvo 343 DL, Volvo 244 De luxe og Volvo 264 Grand Luxe. Árni Filippusson sölustjóri hjá Velti fór nokkrum orðum um bílana: — Dýrasti bílliTin sem við^ erum með hér er Grand luxe bíllinn en hann kostar um það bil 5.8 milljónir króna. Það eru náttúrulega ekki ýkja margir sem kaupa svo dýran bíl, en hann á sér þó alltaf trygga aðdáendur. Langmest er selt af 244 DL gerðinni en hún kostar rúmlega 4 milljónir króna. Við fórum ekki út í það að hafa station-bíl á sýningunni, það er frekar sérhæfður hópur sem þarf á honum að halda, sport- menn og þeir sem þurfa að flytja smávarning o.þ.h. en hann kostar tæplega 4.3 milljónir króna. — Sá bíll sem við helzt vildum e.t.v. vekja athygli á er 343 gerðin, en hann selst nú jafnt og þétt hjá okkur. Hann kom fyrst á markaðinn árið 1976 og var hann kynntur umboðs- mönnum í marz það ár. Ég held ég megi segja að hann hafi verið ■’ settur heldur of fljótt á markað- inn þar eð hann reyndist ekki nægilega vel í fyrstunni. Má * e.t.v. segja að það hafi verið Volvo 313 DL hefur verið endurbættur verulega sagði sölustjóri Volvo-umboðsins, en hann hlaut ekki verulega góðar móttökur i fyrstunni. Trabant: herjeppi, stationbíll og venjuleg gerð. Ingvar Helgason t.v. og Gerning, sem er dreifingarstjóri fyrir Evrópu á Datsun bilunum, en hann hefur aðsetur i Danmörku. þúsund. Ingvar sagðist vona að þar sem þetta væri ódýr bíll gæti hann orðið nokkuð vinsæll og væri þegar komin ágæt reynsla á hann erlendis. Datsun fær mest rými í sýningarbás Ingvars Helgason- ar enda eru flestir bílarnir af þeirri gerð. Það nýjasta frá Datsun er 160 J gerðin, sem kostar tæpar 2,8 m. kr. og er hann í millistærðarflokki. Hinar ýmsu gerðir Datsun-bílanna kosta frá kr. 2,5 og allt uppí 3,5 og svo er gerðin 200 L sem er 6 strokka með 115 hestafla vél 1998 ccm og er þá verðið komið í tæpar 4 milljónir króna. Á þeim bíl er sérstakt aðvörunar- ljós sem kviknar ef bílnum er ekið þannig að bensíneyðslan er talin of mikil, þ.e. ef of mikið er „gefið í“ að sögn Ingvars. Að lokum var Ingvar Helgason spurður að því hvernig væri að halda úti varahlutaþjónustu fyrir allar þessar tegundir: — Það væri ógjörningur ef framleiðandinn ætti ekki vara- hlutalagerinn, en núna eru t.d. vörur í Tollvörugeymslunni fyr- ir um 50 milljónir króna. Það hefur ekkert umboð efni á því að liggja með svo dýran lager, en með samningum við framleið- endurna getum við boðið uppá góða þjónustu að þessu leyti og eigum yfirleitt til það sem þarf af varahlutum. fyrir þrýsting frá umboðsmönn- unum að hann var settur strax á almennan markað, en ýmsir smávægilegir gallar voru á honum t.d. var háspennukeflið ekki nægilega gott, en úr þessu hefur nú verið bætt. Árgerð 1978 er orðin allt annar bíll og er óhætt að segja að hann sé nú Bifreiðaumboð Ingvars Helgasonar sýnir á bílasýning- unni fjórar tegundir bíla: Tra- bant, Wartburg, Subaru og Datsun. Eru alls 17 bílar í sýningarbás fyrirtækisins og er það jafnframt stærsti básinn að sögn Ingvars. Trabant bílarnir eru tveir, fólksbíll og sérstök gerð, eins konar herjeppi, sagði Ingvar: — Þessi sérstaka gerð af Trabant var upphaflega fram- leidd fyrir austurþýzka herinn og er hann í fyrsta sinn sýndur hérlendis. Þetta er léttur bíll og vel fallinn til aksturs í torfær- um, en ég er nú ekkert viss um. að verulegur markaður sé fyrir þennan bíl hér, þetta er svona meira til gamans. En Trabant höfum við flutt inn síðan 1963 og höfum við oftast flutt á ári hverju milli 100 og 200 bíla til landsins. Bíllinn sem við höfum hér er af De luxe gerð og fylgir honum útvarp. Kostar hann um 900 þúsund krónur og það er óhætt að segja að hér sé á ferðinni meiri bíll en verðið gefur e.t.v. til kynna. Af tegundinni Subaru er Ingvar með nokkrar gerðir, en þetta er sem kunnugt er fjór- hjóiadrifinn fólksbíll. Hingað til hefur hann aðeins verið fáanleg- ur sem stationbíll, en nú er hann í fyrsta sinn sýndur hérlendis sem fólksbíll af venjulegri gerð. — Við vildum vera með eitt- hvað nýtt til að sýna fólki, sagði Ingvar, fólk borgar sig inn á svona sýningu og vill fá að sjá eitthvað fyrir sínar 800 krónur og ég tel að ekki eigi að plata fólk með því að bjóða eingöngu uppá þá hluti sem allir geta séð á götunum. Auk fólksbílagerðar Subaru, sem þá er ekki fjórhjóladrifinn, er hann til sem lítill pallbíll og sagðist Ingvar halda að sem slíkur kæmi hann einkum úti- lífsfólkj að gagni, væri góður í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.