Morgunblaðið - 23.04.1978, Síða 16

Morgunblaðið - 23.04.1978, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 pítrgni Útgelandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasðlu 100 kr. eintakið. Verðbólgan er sá höfuð- vandi íslenzkra stjórn- mála, sem forystumenn í stjórnmálum, atvinnumálum og verkalýðsmálum verða að einbeita sér að á næstu mánuðum og misserum. Þjóðfélag okkar er orðið svo gegnsýrt af neikvæðum áhrifum hennar, að það hættuástand, sem sjá mátti fyrir, þegar óðaverðbólgan komst á kreik, er nú þegar til staðar. Þjóðin á heimtingu á því, að þeir, sem tekið hafa að sér forystu í málefnum henn- ar á vettvangi stjórnmála, atvinnumála og verkalýðs- mála, taki höndum saman um að ná verðbólgunni niður. Fyrirhyggja kemur að góðu haldi í baráttu gegn verð- bólgu, eins og í öðrum efnum. Eftir að efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar frá því í vetur kom til framkvæmda er ljóst, að næsti meiriháttar áfangi á verðbólguferli okkar er gerð nýrra kjarasamninga í kjölfar þeirra, sem renna út síðari hluta þessa árs. Þeir kjarasamningar munu ráða miklu um framvindu verð- bólgu næstu misseri. Mörgum þykir núverandi ríkisstjórn hafa gengið illa að fást við verðbólguvandann, verr en búast mátti við. Þetta sjónarmið er skiljanlegt en þó ekki réttmætt að öllu leyti. Ríkisstjórnin tók við 54% verðbólgu. Hún tók við tómum sjóðum. Hún tók við vaxtastefnu, sem kallaði á eftirsókn eftir lánum til verðbólgufjárfestingar og minnkandi sparnað. Hún tók við verulegum hallarekstri á ríkissjóði. Ríkisstjórninni tókst að koma verðbólgunni niður í 26% á sl. ári. Henni tókst að koma á jöfnuði í ríkisfjármálum á árinu 1976. Hún hefur gerbreytt um stefnu í vaxtamálum, sem hefur þýtt að eftirsókn eftir lánum hefur stórminnkað og þar með verðbólgufjárfesting en sparnaður stóraukizt. Hins vegar urðu kjarasamn- ingarnir á árinu 1977 til þess að mjög hallaði undan fæti á ný. Ríkisstjórnin verður að bera sinn hluta ábyrgðar af því vegna þess að í kjölfar samninga á hinum almenna vinnumarkaði sl. sumar gerði hún sjálf samninga við opin- bera starfsmenn, sem voru mun hærri en kjarasamning- ar þeir, sem vinnuveitendur og ASI höfðu gert fyrr á árinu. Um það, sem úrskeiðis hefur farið, þýðir hins vegar ekki að sakast nú, heldur taka á viðfangsefninu eins og það liggur fyrir. Mikilvægt er, að kjarasamningar þeir, sem væntanlega verða gerðir við lok ársins, stuðli að minnkandi verðbólgu. Til þess að svo megi verða þurfa grunnkaupshækkanir að vera innan skynsamlegra marka. Fengin reynsla af kjara- samningum undanfarin ár lofar hins vegar ekki góðu í þessum efnum. Þess vegna er mikilvægt að forystumenn í stjórnmálum, atvinnumálum og málefnum launþega taki nægilega snemma upp við- ræður um framhaldið í kjaramálum til þess að móta stefnu í kjaramálum, sem vinnur gegn verðbólgu. Víða um lönd, þar sem verðbólguvandi eða annars konar vandi í efnahagsmál- um steðjar að, leita stjórn- völd leiða til þess að vinna bug á þessum vanda. Við íslendingar erum ekki einir á báti. Fyrir skömmu setti norska ríkisstjórnin á gerð- ardóm til þess að úrskurða um kaup og kjör í Noregi til næstu tveggja ára og bannaði verkföll. Jafnframt lýsti hún því yfir, að Norðmenn gætu ekki búizt við aukningu raun- tekna á næstu fjórum árum. Bretum hefur síðustu misseri vegnað vel í baráttu við verðbólgu enda hefur ríkt eins konar skilningur milli ríkisstjórnar og verkalýðs- forystu um stefnuna í kjara- málum. Síðustu fregnir frá ísrael, þar sem verðbólga hefur verið svipuð og hér, herma, að stjórnvöld hafi fryst verðlag á mikilvægum nauðsynjavörum til sex mán- aða gegn því að verkalýðs- samtökin kunni sér hóf í kröfugerð. Jafnvel í Bandaríkjunum er nú verið að gera sérstakar ráðstafanir til þess að hamla gegn verðbólgu. Við eigum því við áþekk vandamál að etja og fjöl- margar þjóðir. En eitt er víst: við leysum okkar vanda ekki með því að standa í stöðugu innbyrðis stríði, sem fyrst og fremst er sprottið af pólitísk- um og jafnvel persónulegum ástæðum en á sér takmarkað- ar málefnalegar forsendur. Við leysum ekki verðbólgu- vandann nema ríkisstjórn og sá þingmeirihluti, sem að baki henni stendur, og for- ystumenn í atvinnumálum og í verkalýðshreyfingu nái samstöðu um aðgerðir til þess að hamla gegn verð- bólgu. Þær aðgerðir þurfa ekki fyrst og fremst að byggjast á pólitísku sam- starfi einhverra tiltekinna flokka um ríkisstjórn heldur gagnkvæmu trausti þeirra, sem kjörnir hafa verið til forystu í stjórnmálum, at- vinnumálum og í verkalýðs- hreyfingu. Næstu mánuði þarf að nota til þess að skapa grundvöll og forsendur fyrir skynsamlegum kjarasamn- ingum í árslok, sem vinna gegn verðbólgu. N æstu k jarasamningar j Reykjavíkurbréf U♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 22. apríl Skoðanakannanir Nú að afstöðnum frönsku- kosningunum hljóta menn að leiða hugann að skoðanakönnunum og hve lítið er að marka þær í raun og veru. Eitt íslenzku dagblaðanna gerði dálitla skoðanakönnun á fylgi flokkanna hér á landi um þessar mundir, en þá kom fljótlega í Ijós, að slík könnun er engan veginn marktæk að áliti þeirra, sem gerst vita, vegna þess hve lítill hluti fólks var spurður og hvernig hinir spurðu voru valdir af handa- hófi. Jafnvel í hávísindalegum skoðanakönnunum, eins og fram fóru í Frakklandi fyrir þing- kosningarnar þar, virðast þeir, sem bezt eru sagðir kunna til verka, skjóta langt yfir markið og raunar svo, að úrslit frönsku kosninganna komu flestum í opna skjöldu. Bjarni Benediktsson hafði litlar mætur á skoðanakönn- unura, sagði að þær gætu haft óheppileg áhrif á skoðanir fólks, en jafnframt, að þær væru að engu hafandi, svo lítið sem hægt væri á þeim að byggja. Nú hefur þessi skoðun hins reynda stjórnmála- manns verið rækilega sönnuð. Allir þeir, sem gerðu skoðana- kannanir í Frakklandi, spáðu vinstri flokkunum sigri, en niður- staðan varð þó sú, að hægri og miðflokkarnir, þ.e. stuðningsmenn núverandi stjórnar, báru sigurorð af vinstri mónnum, sósíalistum og kommúnistum, og er ósigur þeirra talinn geta markað tímamót í stjórnmálasögu Frakklands, jafn- vel V-Evrópu. Sagt hefur verið, að sá eini, sem hafi sagt nokkurn veginn fyrir um úrslit kosning- anna, hafi verið Frakklandsfórseti sjálfur, Giscard d'Estaing, en hann hélt því ávallt fram, að stuðningsmenn stjórnar sinnar yrðu sigurvegarar í kosningunum. Enginn vafi er á því, að kosninga- úrslitin í Frakklandi eiga eftir að styrkja lýðræði þar í landi og raunar víðar í álfunni og auðvelda forsetanum að sigra í þeirri baráttu, sem hann á fyrir höndum að þremur árum liðnum. Manndráp og fjöldamorð Engu er líkara en fréttir og traustar upplýsingar um morð og fjöldamorð í ríkjum, þar sem kommúnistar hafa nýtekið völdin, hafi farið framhjá öllum þorra manna, a.m.k. er lítið um þessi mál ritað. Og það er eins og kommún- istum takist með einhvers konar pólitískum deyfilyfjum að leiða huga manna frá ofþeldisverkum í ríkjum, sem þeir stjórna eða ágirnast, a.m.k. skortir nú mjög á hávaðann, sem var út af Víetnam og hin skörpu viðbrögð alls kyns siðferðispostula, sem fóru ekki fram hjá neinum þá; eða við þau tækifæri önnur, þegar vinstri menn hafa talið, að unnt væri að finna veikan blett á framferði lýðræðisþjóða. Þannig hefur það vakið litla sem enga athygli, að Amnesty International skoraði fyrir nokkru á stjórn Kambodíu að svara stöðugum ásökunum um fjöldamorð þar í landi og fór þess á leit, að hlutlausum aðilum yrði leyft að fara til landsins og kanna ásakanir þar. Atökin við Horn í Norðaustur-Afríku fara fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, eins og áður hefur verið minnzt á hér í Reykjavíkurbréfi,enda virðast fáir hafa áhuga á því, þó að Rússar og Kúbumenn leggi undir sig land- svæði í Ogadeneyðimörk, drepi þar fólk og reki burt frá heimilum sínum, og það er algjör undan- tekning ef heyrist af skæruhernaði í Eritreu, sem hefur aldrei verið hluti af Eþíópíu, en var ítölsk nýlenda á sínum tíma og á því fullan rétt á sjálfstæði, ekki síður en aðrar fyrrverandi nýlendur í Afríku. En hver hefur haft áhuga á stríðinu í Eritreu, frekar en t.a.m. Ogaden? Þá hefur verið skýrt frá því í fréttum að ástandið í Angólu sé ekki upp á marga fiska. Þar hafi kúbanskir hermenn og stjórnarherinn fellt um 70.000 óbreytta borgara að undanförnu í norðurhluta landsins. Vestrænir blaðamenn, þ. á m. fréttamaður Sunday Telegraph, hafa kynnt sér ástandið þar í landi og lýst þeim hörmungum, sem kommúnistar hafa leitt yfir þetta vesalings fólk, en frásagnir þeirra bíta ekki á hina hörðu samvizku þeirra sið- ferði'spostula, sem hafa tileinkað sér tvöfalt siðgæði í pólitík. í Sunday Times hefur m.a. verið greint frá viðtölum við fólk, sem hefur komizt lífs af undan stór- árásum kúbanskra hermanna í Angóla, en þar hafa „vopnaðír hermenn .. . brytjað niður óbreytta borgara og hundruð þorpa verið brennd til ösku eða sprengd í loft upp, heimili rænd og konum nauðgað". En hverjum kemur þetta við? Ekki íslenzkum áhugamönnum um alþjóðleg stjórnmál, né þeim pólitísku sam- vizkuriddurum, sem hingað til hafa tekið að sér heimssamvizk- una endorgjaldslaust og ótil- kvaddir. Og svo eru verstu póli- tísku fangelsin á Kúbu, eins og fram hefur komið í fréttum, og Castró hefur neitað Amnesty International og öllum öðrum að skyggnast inn í þau eins og brezki blaðamaðurinn frægi, Bernard Levin, hefur bent á og rifjað var upp hér í blaðinu fyrir skömmu. I fréttum segir ennfremur, að talið sé, að um ein milljón manna hafi flúið Angólu vegna aðgerða kúbanskra hermanna, en nú munu vera um 40.000 kúbanskir her- menn í Afríku, að því er síðustu fréttir herma, og hafa ekki verið bornar brigður á það. I fréttum sagði nýlega m.a.: „Samkvæmt fréttinni í Sunday Telegraph hefur börnum á aldrinum 10—17 ára í norðurhlutunum (Angólu) verið skipað að yfirgefa heimkynni sín og þau send til Kúbu til „náms“. Óttaslegnir foreldrar, sem þora ekki að gera uppsteyt gegn stjórn- inni telja að börn þeirra séu send til Havana til að vinna sem þrælar á sykurplantekrum." En átökin í Angólu halda áfram, enda hafa skæruliðasveitir FLNA og UNITA ekki gefizt upp, heldur hefur þeim, að því er virðist, vaxið ásmegin og þær hafa éflzt við hverja raun. Angóla og Norðaust- urhorn Afríku eru orðin að rnikl- um blóðvelli, þar sem saklausu fólki er fórnað á altari alþjóðlegs kommúnisma og þeirrar nýju yfirdrottnunarstefnu, sem Kúbanir og Rússar framfylgja í sameiningu og bezt hefur verið skýrð af maoistunum í Kína, sem virðast sjá heimsvaldastefnu leninismans í betra ljósi en aðrir (þó að stuðningur þeirra við ofbeldið í Kambódíu sé m.a. svartur blettur á stefnu þeirra). Um Kambódíu er það enn að segja, að einu svörin, sem fengizt hi&fa við fyrirspurnum Inter- national Amnesty um fjöldamorð þar í landi eru þau, að utanríkis- ráðherra kommúnistastjórnarinn- ar þar fullyrti 1975, að þar í landi væru engir dæmdir nema „mikil- vægir glæpamenn". En ekkert svar hefur borizt við kröfu mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna um skýringar á ásökunum. I yfirlýsingu frá Amnesty Inter- national er haft eftir frönskum presti, sem dvaldist í Kambodíu, Ponchaud að nafni, að 100.000 manns hafi a.m.k. verið myrt í landinu og líklega tvisvar til þrisvar sinnum fleiri. Amnesty kveðst vilja, að mál þetta sé rannsakað, þar sem enn berist fréttir um aftökur í Kambódíu, en þögnin er eina svarið. Sumir halda jafnvel, að mun fleiri en 200—300 þús. manns hafi verið tekin af lífi í Kambódíu eftir að kommúnista- stjórnin tók við völdum, en um það er aö vísu ekki hægt að fullyrða á þessu stigi málsins. Ástæða er til að benda á að nú fara fram réttarhöld í Noregi um ofbeldið og grimmdina í Kambódíu, þó að þau virðist ekki vekja mikla athygli hér á landi. Já, þögnin er eina svarið. Þögnin hefur ekki sízt verið hrópandi hávær í íslenzkum fjölmiðlum, m.a. útvarpi og sjónvarpi; nú eru engir kallaðir til að fjalla á merkum málþingum í Kastljósi eða öðrum þáttum sjónvarps um þessi miklu átök og þær blóðfórn- ir, sem færðar hafa verið á altari hins rauða guðs. Nú ríkir þögnin, því að hún kemur sér vel. En hún er líka hávær, herrar mínir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.