Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 Kosningahátíð i ardalshöll 6 föst Albert Guðmundsson. Sijfurjón Fjeldsted. Hátíðin hefst kl. 21, og frá kl. 20.15 heldur Lúðrasveit Reykjavíkur útihljómleika í anddyri hallarinnar. Af dagskrárliðum hátíðarinnar má nefna, að 14 manna „big band“ Björns R. Einarssonar flytur dagskrába „Ragtime í Reykjavík“. Dagskrá úr ijóðum Tómasar Guðmundssonar verður flutt af Rúrik Haraldssyni, leikara ásamt hljómsveitinni Melkior og ungri söngkonu, Kristínu Jóhannsdóttur. Síðast en ekki sízt kemur Björgvin Halldórsson og hljómsveitin Póker og flytur nokkur lög. Fleiri atriði eru á dagskránni og er líklegt að þau komi nokkuð á óvart. Aðalræðu kvöldsins flytur borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnarsson, en auk hans flytja þau Albert Guðmundsson, Davíð Oddsson, Elín Pálmadóttir, Sigurjón Fjeldsted og Þurríður Pálsdóttir stutt ávörp. í anddyri verður barnagæzla og leikspil og tæki af ýmsu tagi svo að sgja má, að það verði í raun hátíð allrar fjölskyldunnar í Laugardalshöllinni n.k. föstudagskvöld. Allt stuðningsfólk D-listans í komandi borgarstjórnar- kosningum er velkomið og hvatt til að mæta á hátíðina. Birgir Isleifur Gunnarsson. Elín Pálmadóttir. Þuríður Páisdóttir. Á FÖSTUDAGS- KVÖLD gengst D-listinn í Reykja- vík, listi Sjálfstæðis- flokksins, fyrir kosn- ingahátíð í Laugar- dalshöll. Mjög hefur verið vandað til dag- skrár hátíðarinnar og er hún með öllu léttara sniði en áður hefur tiðkast. Illjómsveitin Póker flytur nokkur lög ásamt Björgvini Halldórs- syni. ..Big band“ Björns R. Einars- sonar flytur á háti'ðinni dag- skrána „Ragtime í Reykjavík.“ Björgvin Halldórsson. Hljómsveitin Melkior og söngkonan Kristín Jóhannsdóttir, sem er fyrir miðju á myndinni, flytja dagskrá úr ljóðum Tómasar Guðmundssonar ásamt Rúrik Haraldssyni, leikara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.