Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
Stálvík gengur frá samning-
um um að smíða 2 skuttogara
Smíðaverð beggja skipanna 2600 milljónir króna
STÁLVÍK h.f. í Garðabæ hefur nú
gengið frá samningum um smíði
tveggja 499 brúttórúmlesta skut-
togara. Fer annar togarinn til
Grindavíkur en hinn á Snæfells-
nes. Miðað við núverandi verðlag
er grunnverð hvors togara milli
1.300 og 1.400 milljónir króna.
Jón Sveinsson forstjóri Stálvíkur
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær, að samningar um smi'ði
togaranna hefðu staðið yfir nú í
nokkurn tíma, en hér er um nýja
gerð af skuttogurum að ræða,
cins og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu áður.
Skipin eru 56 metra löng og eru
sérstaklega hönnuð í því skyni að
olíunotkun verði sem minnst. Þá
er lestarými skipanna óvenjustórt
eða 660 rúmmetrar.
Að sögn Jóns eru kaupendur
annars togarans á Snæfellsnesi,
þ.e. Guðmundur Runólfsson út-
gerðarmaður á Grundarfirði o.fl.
Þannig munu skuttogararnir líta út sem Stálvík smíðar
fyrir Snæfellinga og Grindvíkinga.
Magnús Sverrisson, og Bjarni
Gunnarsson.
I togurunum verða 2100 hestafla
aðalvélar, Simrad-fiskileitartæki,
Decca-ratsjár, Anzuts-stýribúnað-
ur. Sagði Jón Sveinsson að önnur
tæki og vélabúnaður væru vart
fyllilega ákveðin enn, og sagði
ennfremur að nú hefði Stálvík
tryggt sér verkefni nokkuð fram í
tímann, en það væri líka nauðsyn-
legt fyrir hverja skipasmíðastöð
að vera með verkefni langt fram á
við þar sem efnispantanir tækju
ávallt langan tíma, og nauðsynlegt
væri fyrir Stálvík að bæta enn við
sig verkefnum.
en undanfarið hafa staðiö yfir
samningar um aðild Hraðfrysti-
húss Grundarfjarðar, Zóphaníasar
Cecilssonar útgeröarmanns á
Grundarfirði, Þórsness h.f. í
Stykkishólmi og Hraðfrystihúss
Sigurðar Ágústssonar í Stykkis-
hólmi. Kaupandi togarans sem fer
til Grindavíkur er Sverrir h.f. en
aðaleigendur þess fyrirtækis eru
Guðmundur Ólafsson kennari:
Lestur bréfa íslenzkra
námsmanna í Moskvu
er skjalfest staðreynd
„ASTÆÐA þess að enginn hefur
skýrt frá þessu opinberlega fyrr
er ef til vill sú, að menn hafa
vcrið ragir við að fullyrða hluti,
sem þeir gætu ckki staðfest
óyggjandi," sagði Guðmundur
Óiafsson kcnnari er Mbl. ræddi
við hann í framhaldi af þeim
ummælum hans á kappræðufundi
í Stapa fyrir nokkru. að íslenzkir
námsmenn í Moskvu vissu að bréí
þeirra væru lcsin og að sá sem
það gerði væri Vladimir Jakúb.
Þegar Mbl. spurði Guðmund,
hvernig íslendingarnir hefðu kom-
izt að þessu, sagði hann: „Að
sjálfsögðu mun ég ekki í þessu
máli segja eitt eða neitt sem gæti
komið fólki þar eystra í vandræði.
En ég bendi hins vegar á, að meðal
uppljóstrana í bók þeirra Med-
vedjef-bræðra, sem út kom fyrir
sjö árum, er sérstakur kafli um
vélabrögð rússnesku póstþjónust-
unnar og þar er sagt frá ákveðnum
Framhald á bls. 19
Þessi mynd var tekin í gær þegar gengið var frá samningum um
togarann, sem fer á Snæfellsnes. Fyrir miðju eru þeir Jón Sveinsson
og Guðmundur Runólfsson útgerðarmaður á Grundarfirði en
Guðmundur hefur áður keypt skuttogara af Stálvík þ.e. togarann
Runólf sem smfðaður var fyrir 3 árum.
Valdimar
Ólafsson
látinn
VALDIMAR Ólafsson fulltrúi hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur and-
aðist á sjúkrahúsi s.l. laugardag
eftir 3 mánaða sjúkdómslegu.
Valdimar var fæddur 4. janúar
1904 í Dalasýslu. Eftir að hann
fluttist til Reykjavíkur hóf hann
fljótlega störf hjá Rafmagnsveit-
unni og starfaði hjá henni til
dauðadags eða í meir en 40 ár.
Valdimar starfaði mikið að félags-
málum og þá sérstaklega að
málefnum Sjálfstæðisflokksins.
Hann sat í stjórn Varðar og var
gerður að heiðursfélaga félagsins
árið 1956.
Eftirlifandi kona Valdimars er
Vibeka Jónsdóttir og áttu þau tvö
börn.
Reykjavíkurhöfn:
Áætlun um hafnargerð fyrir 3
milljarða króna til ársins 1986
„SAMKVÆMT áætlun um hafn-
argerð sem nær til ársins 1986
eru ráðgerðar framkvæmdir fyrir
um þrjá milljarða króna á verð-
lagi í árslok 1977," sagði Olafur
B. Thors borgarfulltrúi er Mbl.
spurði hann hvaða framkvæmdir
væru fyrirhugaðar hjá Reykja-
víkurhöfn. „Við reiknum með að
geta fjármagnað framkvæmdir
Kvenframbjóðendur Alþýðu-
bandalags í hár saman út af
því hvort Karl Marx eigi að
verða næsti borgarstjóri
TVÆR konur, sem skipa
frámboðslista Alþýðu-
bandalagsins til borgar-
stjórnar Reykjavíkur, þær
Guðrún Helgadóttir og Alf-
heiður Ingadóttir, eru nú
komnar í hár saman yfir
því, hvort þær berjist fyrir
því eða ekki, að Karl Marx
verði næsti borgarstjóri
Reykjavíkur. í ræðu, sem
Guðrún Helgadóttir hélt á
„baráttufundi" Alþýðu-
bandaiagsins í Háskólabíói
sl. sunnudag sagði hún
m.a.: „Og það skal tekizt á
um það á sunnudaginn
kemur, hvor verður
borgarstjóri í Reykjavík
næsta kjörtímabil, Birgir
ísleifur eða Karl Marx."
I útvarpsumræðum 1
gærkvöldi talaði hins vegar
annar kvenframbjóðandi
Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, Álfheiður Inga-
dóttir, og sagði m.a. í ræðu
sinni:
„Ilaida menn
virkilega að Karl Marx
verði næsti borgarstjóri
Reykjavíkur? Nei, svo
sannarlega ekki."
Af þessum tilvitnuðu orð-
um má marka, að alvarleg-
ur ágreiningur ríkir milli
þessara tveggja kvenfram-
bjóðenda Alþýðubanda-
lagsins um það, fyrir hverj-
um þær berjast sem
borgarstjóra.
að minnsta kosti að hálfu með
sjálfsaflafé hafnarinnar miðað
við það að hún fái að halda
sambærilegri verðskrá við þá sem
nú er í gildi og að áframhald
verði á aukningu vöruflutninga
um höfnina en einnig hefur
hafnarsjóði verið heimiluð erlend
lántaka til framkvæmdanna."
„I Vesturhöfninni er áætluð
fylling norðan Grandagarðs til að
fá aukið landrými í fiskihöfn,"
sagði Ólafur. „Unnið er að gerð
sameiginlegrar fiskmóttöku og
kæligeymslu á hafnarbakka og
unnið er að lagningu rafdreifikerf-
is til skipa á hafnarsvæðinu.
í Vatnagörðum í Sundahöfn er
að ljúka lengingu Korngarðs og
Sundabakka og hefur næsta fram-
kvæmd verið áætluð gerð Klepps-
bakka sem er 180 metra langur
bakki en endanleg ákvörðun um
röð framkvæmda hefur ekki verið
tekin. Framkvæmdir við hafnar-
gerð í Kleppsvík í Sundahöfn
hófust með landfyllingu á síðasta
ári. Dýpkun og efniskaup eru
áætluð á þessu ári og hafnarbakk-
Framhald á bls. 19
Borgarfulltrúi Framsóknarflokks:
Harður dómur um
stefnu og störf Alþýðu-
bandalags í borgarstjórn
Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, gagnrýndi harkalega
borgarfulltrúa Alþýðubandalags-
ins, störf þeirra og stefnu í
útvarpsumræðunum í gærkvöldi
um borgarmál Reykjavíkur.
Kristján Benediktsson minnti á,
að í sjónvarpsumræðum á dögun-
um hefðu frambjóðendur Alþýðu-
bandalagsins sagt, að í þessum
borgarstjórnarkosningum ætti að
kjósa um landsmálin. „Þessir
frambjóðendur hafa sjálfsagt
fylgst vel með störfum Alþýðu-
bandalagsins í borgarstjórn sfð-
asta kjörtímabil," sagði borgar-
fulltrúinn, „en þeir vilja ekki láta
Reykvíkinga kjósa um þá hluti."
Kristján Benediktsson sagði
síðan, að þessi afstaða bæri vott
um góða dómgreind en væri um
leið harður dómur yfir störfum
borgarfulltrúa Alþýðubandalags-
ins og stefnu flokksins í þessum
borgarstjórnarkosningum.
Kristjáu Benediktsson bætti
því við, að fyrir borgarstjórnar-
kosningar 1974 hefðu frambjóð-
endur Alþýðubandalagsins ekki
hvatt kjósendur til þess að kjósa
um landsmálin. En þá hefði
háttað svo til, að Alþýðubanda-
lagið hefði átt sæti í ríkisstjórn.