Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
3
Nýr hótel-
stjóri á
Raufarhöfn
HÓTELIÐ á Raufarhöfn opnar um
helgina, en veturinn í vetur var
annar veturinn sem hótelið lokaði
frá því það tók til starfa 1974, og
var það opið fram í október sl.
Hótelstjóri verður Halldór Vil-
hjálmsson.
au(;i.ysim;asiminn ek:
22480
JWorjjtmfclaöib
Kjartan Árnason
héraðslœknir látinn
KJARTAN Árnason héraðslækn-
ir á Ilöfn í Ilornafirði varð
bráðkvaddur á ferðalagi í Skot-
landi s.l. sunnudag. Kjartan var
fæddur í Vestmannaeyjum 8.
desember 1922. sonur hjónanna
Árna Vilhjálmssonar læknis og
Aagot Rolfsdóttur Johansen.
Kjartan lauk stúdentsprófi frá
MA 1941, lauk cand.med. prófi frá
Háskóla íslands 1948. Að læknis-
námi loknu starfaði hann m.a. á
sjúkrahúsinu á Akureyri og við
Landspítalann. Síðan varð hann
aðstoðarlæknir í Vopnafjarðar-
læknishéraði og héraðsláeknir í
Lyfjaverzlun lokar
vegna sumarleyfa
„ÉG TELDI ekki frágangssök,
þótt þrjú apótek í Reykjavík
lokuðu í einu vegna sumarleyfa,
því þau níu. sem áfram yrðu opin.
gætu að mínum dómi veitt nægi-
lega þjónustu þennan tíma. Lyf ja-
búðir eru nú orðnar það margar
í borginni, að þótt einhverjar
lokuðu, þá gætu hinar veitt
nægilega þjónustu og öryggi
þessa sumarmánuði,“ sagði ívar
Danielsson lyfsali í Borgar Apó-
teki í samtali við Mbl. í gær, en
Borgar Apótek sótti um og fékk
heimild heilbrigðismálaráðuneyt-
is til að loka vegna sumarleyfa
frá 15. júlf til 14. ágúst n.k.
„Það var mat ráðuneytisins að
lokun Borgar Apóteks þennan
tíma myndi ekki hafa hættuástand
í för með sér og því var leyfi til
lokunar veitt, en þó með skilyrðum
um tilfallandi neyðarþjónustu,"
sagði Jón Ingimarsson skrifstofu-
stjóri í heilbrigðismálaráðuneyt-
inu er Mbl. ræddi þetta mál við
hann. „Það er orðið það sæmilega
vel séð fyrir þessari þjónustu í
borginni, að stutt lokun einnar
verzlunar á þessum tíma á ekki að
skerða öryggi þjónustunnar."
Werner Rasmusson, formaður
Apótekerafélags íslands og Apó-
tekarafélags Reykjavíkur, sagði,
að hann vissi ekki til þess að
öðrum apótekum en Borgar Apó-
teki yröi lokað í sumar. „Þetta mál
má auðvitað meta á margan hátt,“
sagði Werner. „Það er mun minna
að gera í lyfjaverzlunum á sumrin
ag í þessu tilfelli má benda á, að
bað er ekki langt í önnur apótek
i Háaleitishverfi og við Rauðarár-
stíg, þannig að nokkuð vel er séð
’yrir þörfum fólksins."
„Lokun apóteks vegna sumar-
leyfa hefur einu sinni verið
framkvæmd hér í Reykjavík áður,“
sagði ívar Daníelsson. „Það var í
kringum 1950 en ég var þá
eftirlitsmaður lyfjabúða, þannig
að ég veit að það er fordæmi fyrir
þessu.
Ástæða þess að ég gríp til þessa
nú er sú, að sumarfríin eru
almennt orðin það löng nú, að
vegna þeirra hafa 2—3 starfsmenn
verið fjarverandi að staðaldri frá
því í maí og fram í september.
Þetta hefur skapað aukið álag á þá
sem vinna, þannig að mér fannst
rétt að reyna þessa leið.
Mér er það auðvitað ljóst, að
lokun apóteksins veldur einhverj-
um óþægindum, en apótekin eru
það mörg að öryggi þjónustunnar
ætti ekki að líða fyrir það að eitt
þeirra er lokað.“
Hafnarhéraði 31. maí 1950, þar
sem hann starfaði nær ósitið sem
héraðslæknir.
Kjartan Árnason var kvæntur
Ragnhildi Sigbjörnsdóttir og eiga
þau 4 börn.
SÉRA Jóhannes Pálmason fyrrum
sóknarprestur á Stað í Súganda-
firði andaðist í Landspítalanum
s.l. mánudag. Jóhannes var fæddur
þann 10. janúar 1914 í Kálfagerði
í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði.
Hann varð stúdent frá MA 1936,
lauk prófi við Kennaraskólann
1939 og cand.theol. prófi frá
Háskóla íslands 1942.
Jó'hannes starfaði fyrst sem
prédikari í Grímsey, en var síðan
veittur Staður í Súgandafirði 1942,
sem hann þjónaði lengi auk þess
sem hann var skólastjóri barna-
skólans á Suðureyri frá 1954.
Jóhannes Pálmason var kvænt-
ur Aðalheiði Snorradóttur og eiga
þau 5 börn.
Séra Jóhannes
Pálmason látinn
FLUGFÉLAG LOFTIEIDIR
ISLAJVDS
Hvort heldur þú kýst
ys og þys stórborg-
arinnar eða kyrrð og
friðsæld sveitahérað-
anna - þá finnur þú hvort
tveggja í Luxemborg, þessu
litla landi sem liggur í hjarta
Evrópu.
Næstu nágrannar eru Frakkland
Þýskaland og Belgía - og fjær Holland -
Sviss og Ítalía.
Því er það að margir helstu sögustaðir Evrópu
eru innan seilingar. Til dæmis er stutt á vígaslóðir
tveggja heimstyrjalda Verdun og Ardennafjöll.
Ef þú ferðast til Luxemborgar, þá ferð þú í sumarfrí á eigin
spýtur - ræður ferðinni sjálfur - slakar á og sleikir sólskinið
og skoðar þig um á söguslóðum.
Sumarfrí í Luxemborg er hvort tveggja í senn einstæð
skemmtun og upplifun sögulegra atburða.