Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 Mosfellssveh: ff Kosningarnar nú marka tíma- mót helmingi fleiri ganga að kjörborðinu en fyrir 4 árum fi Geysilegar byggingaríram- kvæmdir hafa átt sér stað í Mosfellssveit s.l. fjögur ár og hefur íbúatalan tvöfaldast. A s.l. kjörtímabili mynduðu full- trúar Sjálfstæðisflokksins meirihluta í hreppsnefnd Mos- fellshrepps, voru með 4 fulltrúa af 7. Salóme Þorkelsdóttir skipar nú ef sta sæti á f ramboðs- lista Sjálfstæðisflokksins til hreppsnefndarkosninga í Mos- fellshreppi. Morgunblaðið ræddi við Salóme fyrir skömmu um helztu framkvæmdir í Mos- fellshreppi og viðfangsefnin framundan. Fer samtalið hér á eftir. Þessar kosningar marka tíma- mót í sögu sveitarinnar aö því leyti, aö nú ganga að kjörborðinu helmingi fleiri kjósendur en fyrir 4 árum, þar sem íbúatalan hefur tvöfaldast á kjörtímabilinu. Mér er efst í huga hvað þetta fólk kemur hingað með jákvæðu og opnu hugarfari og tekur með miklu umburðarlyndi því ástandi, sem skapast við svo hraða upp- byggingu sem raun ber vitni. Þeir sem fyrir eru kunna líka vel að meta þetta og kemur það bezt fram í því hve allt félagslíf hefur dafnað vel, bæði meðal kvenna og karla. Skipulagsmál Á s.l. kjörtímabili var markvisst unnið að undirbúningi að gerð aðalskipulags og fljótlega var ákveðið að láta fara fram sam- Nýtt íbúðarhús fyrir aldraða á landi Hlaðhamra, með leikskólann í baksýn. keppni um það. Áður en hægt var að bjóða samkeppnina út, varð að Ijúka við umfangsmikla söfnun gagna og úrvinnslu þeirra. Sam- keppnin var undirbúin í samráði við skipulagsstjóra ríkisins og Arkitektafélag íslands. Við stefn-, um síðan að því að samningur verði gerður við höfund 1. verð- launa og honum falin frekari' úrvinnsla efnisins í samráði við Tæknideild Mosfellshrepps. Iþróttamál Aðstaða til íþróttaiðkana hefur . verið nokkuð slæm hér fram til nú í haust, þó var og hefur verið ákaflega blómlegt starf Ung- mennafélagsins Aftureldingar. Skólarnir höfðu sína einu aðstöðu í félagsheimilinu, þar sem leikfimi var kennd í samkomusalnum. Afturelding varð að fara með alla sína starfsemi til Reykjavíkur að undanskildu sundinu að sjálf- sögðu, því að hér er sundlaugin að Varmá mjög myndarlegt mann- virki, sem byggt var á sínum tíma undir forystu Helgu Magnúsdótt- ur, sem þá var oddviti. Það er síðan sumarið 1975 að hafizt var handa við byggingu fyrri áfanga nýs íþróttahúss. Lokið var við að reisa hann í júní 1976. Húsið var síðan tekið í notkun s.l. haust og gjörbreytti það allri aðstöðu hér til íþróttaiðkana. Mjög margir sjálfboðaliðar lögðu þar hönd á plóginn með vinnuframlagi, bæði einstaklingar og félög. Einnig við sölu skulda- bréfa sem voru gefin út í fjáröfl- unarskyni. Börn héldu hlutaveltu og gáfu hagnaðinn. Stærst var þó fr&mlag Ungmennafélagsins Aft- ureldingar. Það gerði sérstakar fjáröflunarráðstafanir sem gáfu góða raun. — Þá leggjum við mikla áherzlu á uppbyggingu íþróttasvæðisins við Varmá jafn- framt því að bæta aðstóðuna við sundlaugina að Varmá. Við sund- laugina er nú verið að setja upp heitan pott og stefnt er að því að bæta sólbaðsaðstöðuna þar. Gatnagerð Varanleg gatnagerð er án efa eitt af stóru málunum okkar hér. Það snýr beint að því fólki, sem hingað er að flytja í nýju hverfin. Varanleg gatnagerð hefst hér 1975 þegar Þverholt var undirbyggt og lagt á það olíumöl. — Árið 1976 var fyrirhugaðri gatnagerð frestað vegna byggingar íþróttahússins, að því undanskildu að aðkeyrslan að barnaskólanum var fullgerð. Á s.l. ári voru síðan lagðir olíumalar- kaflar á um 1,5 km auk þess sem lagt var á tvo sýsluvegi um 1 km slitlag. — I dag eru allar nýjar íbúðargötur undirbyggðar og lagð- ar í þær holræsalagnir svo og lýsingarstrengur, en mikil tímatöf og kostnaðarauki hefur verið að því í eldri götum sem hafa verið olíubornar, að regnvatnslagnir og lýsingarstrengir hafa alls ekki verið fyrir hendi. Holræsi og umhverfismál Á árinu 1975 var unnin áætlun um holræsamál í Mosfellssveit í tengslum við undirbúningsvinnu að aðalskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir að byggðar verði rotþrær fyrir helztu byggðakjarna og ennfremur er gert ráð fyrir að í framtíðinni yrði annað tveggja gert, eftir því hvort hagkvæmara reyndist: 1) Gerð svonefnd síubeð í tengslum við rotþrær til frekari hreinsunar eða — 2) afrennsli rotþrónna dælt í pípum í framrás- ir við Geldinganes eða Gunnunes, sem yrði að gera í. samráði við J3S' 4c '•'*%%¦ wmtmammM n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.