Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
105. tbl. 65. árg.
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
Prentsmiöja Morgunblaðsins.
Brzezinski í Asíu:
Kóreusamning-
ar í bígerð?
Innrásarlidid hörfar til Angóla um Zambíu
Briissel, París, Lusaka,
Kolwezi, 23. maí. Reuter — AP.
FRANSKIR hermenn fundu í dag
í Kolwezi lík tuttugu Evrópu-
manna til viðbótar þeim sem
þegar hafa fundizt oir talið er að
innrásarmenn í Shaba-héraði hafi
myrt. í hópi þessara tuttugu var
að finna lik 12 barna. Hermenn
fundu einnig í dag hóp kvenna og
barna sem ráfaði um frumskóg-
inn í útjaðri Kolwezi skelfingu
lostinn og aðframkominn af
hungri, en fólk þetta hafði flúið
„Þessari kyn-
slóð ekki fyr-
irgefið mistak-
ist afvopnunar
ráðstefna SÞ”
New York, 23. maí. AP, Reuter.
WALDHEIM framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna lagði til í dag
að þjóðir heims legðu fram eina
milljón dollara til afvopnunar-
mála fyrir hvern milljarð sem
varið væri til hergagna. Waldheim
sagði þetta í ræðu við setningu
aukafundar allsherjarþings Sam-
einuðu'þjóðanna um afvopnunar-
mál sem hófst í dag, en þar verður
rætt um leiðir til að draga úr
vígbúnáðarkapphlaupinu í heimin-
um sem árlega kostar mannkynið
um 400 milljarða Bandaríkjadoll-
ara (um hundrað þúsund milljarða
ísl. króna).
Waldheim lagði einnig til í ræðu
sinni að sett yrði á laggirnar nefnd
virtra stjórnmálamanna og sér-
Framhald á bls. 19
úr borginni undan innrásar-
mönnum cftir að eiginmenn
kvennanna og feður barnanna
höfðu verið drepnir. Alls er nú
talið að um 200 Evrópumenn hafi
verið drepnir í innrásinni í
Shaba.
Vopnaður hópur innrásarmann-
anna var í dag á ferð í Zambíu
skammt frá landamærum
Shaba-héraðs í Zaire og var á leið
til Angóla að því er sjónarvottar
töldu. Höfðu þeir með sér marga
evrópska gísla og mikinn ránsfeng
frá Kolwezi. Ekki er ljóst hverra
þjóða gíslarnir eru, en franska
stjórnin telur að um 70 Frakka og
annarra Evrópumanna sé enn
saknað í Kolwezi. Heimildir í
Lusaka, höfuðborg Zambíu,
hermdu að innrásarmennirnir hafi
ekið inn í landið í nótt og haldið
eftir þjóðveginum beinustu leið í
átt til Angóla. Engum var gert
mein í Zambíu á leiðinni, og
lögreglan þar gerði ekki tilraun til
að hefta för liðsins um þann
landskika sem þarna skilur að
Angóla og Zaire.
Giscard d‘Estaing Frakklands-
forseti sagði í dag á blaðamanna-
fundi að franska herliðið mundi
hverfa á braut jafnskjótt og
komist hefur verið á snoðir um
afdrif þeirra Evrópumanna sem
enn er saknað. IT i
Um 1000 hðsmenn
frönsku útlendingaherdeildar-
innar eru nú í Zaire. Deildin missti
tvo menn í bardögum við upp-
reisnarmenn og nokkrir særðust,
Framhald á bls. 18
Sýni hvorki miskunn
né þolinmæði framar
— segir Anwar Sadat um andstædinga sína
Kaíró, 23. maí. AP. Reuter.
SADAT Egyptalandsforseti sagði
í dag að pólitískir óvinir hans í
landinu hefðu leitt Egyptaland
fram á brún blóðugs stéttastrfðs
og að í framtíðinni „yrði hvorki
sýnd miskunn né þoiinmæði".
Ilann sagði að hinn gífurlegi
BRETADROTTNING í V-ÞÝZKALANDI. — Elízabet Bretadrottning er nú í opinberri heimsókn í
V-Þýzkalandi. Hún sést hér ásamt manni sínum, Philip prins, á tali við Helmut Schmidt kanzlara og eiginkonu
hans. (Símamynd AP).
stuðningur við hann f þjóðarat-
kvæðagreiðslunni fyrir nokkrum
dögum hefði verið holl lexía fyrir
andstæðinga hans.
Sadat ræddi í dag við egypzka
blaðamenn við heimili sitt og sagði
að sér hefðu orðið á þau mistök að
heimila spillingaröflum sem nutu
stuðnings Sovétríkjanna að hefja
stjórnmálastarf í landinu en nú
myndi endi á það bundinn. „Þetta
er lexía öllum þeim sem vita ekki
Framhald á bls. 19
Þyrla villist inn
í Tékkóslóvakíu
Vín. 23. maí. Reuter.
AUSTURRÍSK herþvrla villtist í
dag inn fyrir landamæri Tékk-
óslóvakíu og lenti þar. Stjórn
Austurríkis hefur beðið tékk-
nesku stjórnina afsökunar á
þessu og farið fram á að fá
þyrluna og flugmanninn afhent.
en í kvöld höfðu tékknesk yfir
völd engu svarað.
Tókýó — 23. maí — AP
ZBIGNIEW Brzezinski fer á
miðvikudag til Seoul til viðræðna
við stjórn S-Kóreu. en talið er að
hann hafi átt mikilvægar viðræð-
ur við Peking-stjórnina um mál-
efni Kóreuskagans. Ekkert hefur
verið látið uppi um efnisleg atriði
í þessu sambandi. en víst er þó
talið að rætt hafi verið um að
gera endanlega friðarsamninga.
Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir
samningsvilja sfnum. þó með því
skilyrði að S-Kórea yrði aðili að
viðraróum. en Kínverjar hafa til
þessa haldið því fram að N-Kóreu-
stjórn sé hin eina löglega ríkis-
stjórn á skaganum.
Við komuna til Tókýó í dag tjáði
Srzezinski japanska forsætisráð-
herranum, Fukuda, að Bandaríkin
hefðu í hyggju að treysta tengslin
við Kína og koma samskiptum
Framhald á bls. 19
Franskir fallhlífarhermenn yfirheyra nokkra íbúa í Kolwezi á meðan þeir gerðu leit að þeim
uppreisnarmönnum sem eftir kunna að vera í borginni. (Símamynd AP).
Sprengjuhót-
un um borð í
skemmtiferða-
skipi í gær á
Atlantshafi
London, 23 maí. Reuter, AP.
ÞRÍR sprengjusérfræðingar
brezka hersins flugu í kvöld með
flutningaflugvél að skemmti-
ferðaskipinu Oriana þar sem
það var statt skammt frá
Azoreyjum og var ráðgert að
þeir vörpuðu sér þar út í
fallhlífum til að kanna hvort
sprengjuhótun sem eigendum
skipsins hafði borizt fyrr um
daginn hefði við nokkur rök að
styðjast.
Flugvélin sem mennirnir voru
í hringsólaði í nokkurn tíma yfir
skipinu, en loks var talið að áhöfn
þess hefði sjálf leitað af sér allan
grun og var flugvélinni þá snúið
aftur til Bretlands og því lýst yfir
að um gabb hefði verið að ræða.
Alls voru 2400 manns um borð í
skipinu, 1600 farþegar og 800
manna áhöfn. Tvívegis áður
hefur verið tilkynnt um
sprengjur um borð í brezku
skemmtiferðaskipi, í bæði skiptin
var um að ræða Queen Elizabeth
II og var þá aðeins um gabb eitt
að ræða.
Enn finnast í Kolwezi
lík 20 Evrópumanna